Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 2
miðvikudagur 4. apríl 20072 Fréttir DV Davíð Garðarsson var á flótta í fimmtán mánuði. Hann hefur gefið sig fram og situr nú á bak við lás og slá í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Í samtali við DV sagðist Dav- íð vera í Kasakstan og orðinn þreyttur á flóttanum. SagðiSt blankur og þreyttur á flóttanum Davíð Garðarsson, sem flúði land og hefur verið á flótta í fimmtán mánuði, situr nú á bak við lás og slá í Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg eftir að hafa gefið sig fram við greiningardeild ríkislögreglu- stjóra. Hann var eftirlýstur bæði fyrir nauðgun og fíkniefnabrot hjá Interpol. Davíð gaf sig fram eftir nokkurn undirbúning og var í sambandi við lögregluna hér á landi vegna þess. Davíð sagði í samtali við DV áður en hann gaf sig fram að hann væri orð- inn blankur og þreyttur á flóttanum. Þá sagði hann grein í DV um rangar sakargiftir í nauðgunarmálum hafa líka ýtt undir að hann gæfi sig fram en Davíð heldur fram sakleysi sínu í nauðgunarmálinu sem fyrr, hann játaði brot sitt aldrei, hvorki fyrir lögreglu né dómi. Áður en hann gaf sig fram sagðist hann vera í Kasak- stan og líklega ætla í gegnum Ind- land á leið sinni heim. Hann sagðist ekki vita hvort hann yrði handtek- inn strax í Indlandi eða þegar hann kæmi á næsta áfangastað sem lík- legast yrði í Evrópu. Vildi hitta DV í Indlandi Eftir að grein um rangar sakargift- ir í nauðgunarmálum birtist í DV vildi Davíð koma á fundi við blaðamann áður en hann gæfi sig fram og kæmi til Íslands. Greinin fjallaði um konur sem hafa ver- ið ákærðar og dæmdar fyrir að bera nauðgun upp á saklausa menn. Hann vildi þó ekki hitta blaðamann sem býr í Kaupmanna- höfn, heldur vildi hann að blaðamaður kæmi til Indlands og hitti hann þar. Of mik- il óvissa þótti vera um fundinn, enda hefði Davíð getað verið kominn í hald lögreglu, áður en af hon- um yrði og til þess þótti ferðlag til Indlands of langt. Samanlögð refsing yfir níu ár Davíð hefur verið eftirlýstur síðan 20. desember árið 2005. Samanlögð skilorðsbundin refsing Davíðs nem- ur ríflega níu árum. Frá árinu 1985 hefur hann hlotið fjórtán refsidóma, þar af eru tveir Hæstaréttar- dómar og dómur upp á tvö ár og tíu mánuði sem hann hlaut í Þýskalandi fyr- ir fíkniefnabrot. Þá hefur Davíð hlotið dóma fyr- ir umferðarlaga- brot, nytjastuld, fíkniefnabrot, þjófnað, fjár- svik og skjala- fals. Síðast var hann dæmd- ur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti, þann 1. desember fyrir nauðgun sem þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem áður hafði dæmt Davíð í tveggja ára fangelsi. Þar þótti brotavilji hans styrkur og ein- beittur og brotið alvarlegt og var það auk sakaskrár hans notuð til refsiþyngingar. Sagði konuna hafa nauðgað sér Davíð var dæmdur fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi sambýliskonu sinni í byrjun nóvember árið 2004. Sambýliskonan fyrrverandi sagði Davíð hafa nauðgað sér á heimili hans og ógnað með hnífi. Hún seg- ir að með heimsókninni hafi átt að binda endanlega endi á samband þeirra sem hafi verð stormasamt lengi. Þótti framburður konunnar trú- verðugur en framburður Davíðs þótti hins vegar mjög ótrúverðugur og að mörgu leyti með ólíkindum enda ekkert í gögnum málsins sem styddi hans mál. Davíð hélt því fram að fyrr- verandi sambýliskona hans hefði ráð- ið atburðarásinni og segir í dómnum að bæði hjá lögreglu og í réttarsal hafi Davíð í raun haldið því fram að kon- an hefði nauðgað sér. Hún hafi bor- ið dúkahníf að lim hans glottandi og ávarpað hann í hæðnistón og spurt hvort hann treysti henni og haft við hann mök. HjörDíS rut SIGurjónSDóttIr blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Davíð Garðarsson var á flótta undan réttvísinni en gaf sig nýverið fram við grein - ingardeild rí�isl�greglust�óra �g hefur hafið afplánun. Dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnað: Nauðgari stal úr sparibauk Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnað Í Héraðsdómi Noðurlands eystra. Maðurinn braust inn í versl- unina Síðu við Kjalarsíðu á Akureyri og stal þaðan 15.000 krónum í pen- ingum, 100 sígarettupökkum, 7 kart- onum af vindlum og einhverju magni af sælgæti í október síðastliðnum. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa brotist inn í íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði í ágúst síðastliðnum. Þar stal maðurinn ferðageislaspilurum, rafhlöðum og reiðufé úr sparibauk. Auk þess tók hann ófrjálsri hendi símahleðslutæki, rakspíra, svitalykt- areyði og þrjú pör af sokkum. Maðurinn játaði á sig sakargift- irnar skýlaust. Hann hefur nokkrum sinnum komist í kast við lögin síð- an árið 2001. Meðal annars fyrir að nauðga stúlku sem var þrettán ára en þá var hann 21 árs. Það atvik átti sér stað heima hjá honum á Akureyri. Hann bauð krökkum frá 12 ára upp í 17 ára heim til sín og meðal þeirra var stúlkan sem var þrettán ára gömul. Fyrir dómi lýsti stúlkan nauðg- un piltsins meðal annars svo: „...og svo man ég bara eftir miklum sárs- auka, þegar að meyjarhaftið rifn- aði.“ Maðurinn var einnig ákærður fyrir að nauðga annarri stúlku á sama aldri aðeins viku síðar. Hann var sýknaður af þeirri ákæru. Þá hefur maðurinn einnig verið dæmdur fyrir líkamsárás en sam- kvæmt umfjöllun DV árið 2004 á hann að hafa lamið þáverandi kær- ustu sína því hún vildi ekki fara út í sjoppu fyrir hann. Þá var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Vegna afbrotaferils piltsins þá ákvað Héraðsdómur Norðurlands eystra að hæfilegur dómur væri sjö mánaða fangelsi óskilorðsbundið. valur@dv.is Fangelsið á Akureyri maður var dæmdur í s�� mánaða fangelsi á a�ureyri meðal annars fyrir að stela úr sparibau�. kostaði þrjá og hálfa milljón Barátta Sólar í Straumi, sam- taka gegn stækkun álversins í Straumsvík, kostaði þrjár og hálfa milljón króna. Alcan gefur ekki upp kostnað sinn við undirbún- ing stækkunarinnar. Pétur Óskarsson, talsmað- ur Sólar í Straumi, segir að þessi niðurstaða ætti að vera mjög nærri endanlegri niðurstöðu. Hann segir rekstur kosninga- skrifstofu og prentun kynning- argagna dýrustu kostnaðarliðina og til að standa straum af kostn- aði var leitað til einstaklinga og fyrirtækja í Hafnarfirði. Aðspurð- ur vill hann ekki gefa upp hverjir styrktaraðilar samtakanna séu. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is lögreglan í byssueftirliti „Við höfum verið að skoða byssuskápa hjá fólki undanfarið. Byssueign á Íslandi er mjög mik- il. Þetta eru því býsna margir sem við þurfum að heimsækja,“ segir Jóhannes Sigfússon, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri. Öll lögregluembætti lands- ins hafa fengið tilmæli um að heimsækja alla íbúa hér á landi sem eiga fjórar byssur eða meira. Samkvæmt lögum er byssueig- endum skylt að útbúa sérstaka byssuskápa ef þeir eru með fleiri en fjórar byssur skráðar. Jóhannes segir að þegar eft- irlitinu verði lokið verði skoðað hvernig eftirfylgnin verður. Gleðilega páska Næsti útgáfudagur DV er þriðjudagurinn 10. apríl. Þá verður fjallað um helstu at- burði páskahelgarinnar auk þess sem ítarleg umfjöllun verður um íþróttir að venju. Blaðið notar tækifærið og óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleði- legra páska.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.