Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 2
miðvikudagur 4. apríl 20072 Fréttir DV Davíð Garðarsson var á flótta í fimmtán mánuði. Hann hefur gefið sig fram og situr nú á bak við lás og slá í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Í samtali við DV sagðist Dav- íð vera í Kasakstan og orðinn þreyttur á flóttanum. SagðiSt blankur og þreyttur á flóttanum Davíð Garðarsson, sem flúði land og hefur verið á flótta í fimmtán mánuði, situr nú á bak við lás og slá í Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg eftir að hafa gefið sig fram við greiningardeild ríkislögreglu- stjóra. Hann var eftirlýstur bæði fyrir nauðgun og fíkniefnabrot hjá Interpol. Davíð gaf sig fram eftir nokkurn undirbúning og var í sambandi við lögregluna hér á landi vegna þess. Davíð sagði í samtali við DV áður en hann gaf sig fram að hann væri orð- inn blankur og þreyttur á flóttanum. Þá sagði hann grein í DV um rangar sakargiftir í nauðgunarmálum hafa líka ýtt undir að hann gæfi sig fram en Davíð heldur fram sakleysi sínu í nauðgunarmálinu sem fyrr, hann játaði brot sitt aldrei, hvorki fyrir lögreglu né dómi. Áður en hann gaf sig fram sagðist hann vera í Kasak- stan og líklega ætla í gegnum Ind- land á leið sinni heim. Hann sagðist ekki vita hvort hann yrði handtek- inn strax í Indlandi eða þegar hann kæmi á næsta áfangastað sem lík- legast yrði í Evrópu. Vildi hitta DV í Indlandi Eftir að grein um rangar sakargift- ir í nauðgunarmálum birtist í DV vildi Davíð koma á fundi við blaðamann áður en hann gæfi sig fram og kæmi til Íslands. Greinin fjallaði um konur sem hafa ver- ið ákærðar og dæmdar fyrir að bera nauðgun upp á saklausa menn. Hann vildi þó ekki hitta blaðamann sem býr í Kaupmanna- höfn, heldur vildi hann að blaðamaður kæmi til Indlands og hitti hann þar. Of mik- il óvissa þótti vera um fundinn, enda hefði Davíð getað verið kominn í hald lögreglu, áður en af hon- um yrði og til þess þótti ferðlag til Indlands of langt. Samanlögð refsing yfir níu ár Davíð hefur verið eftirlýstur síðan 20. desember árið 2005. Samanlögð skilorðsbundin refsing Davíðs nem- ur ríflega níu árum. Frá árinu 1985 hefur hann hlotið fjórtán refsidóma, þar af eru tveir Hæstaréttar- dómar og dómur upp á tvö ár og tíu mánuði sem hann hlaut í Þýskalandi fyr- ir fíkniefnabrot. Þá hefur Davíð hlotið dóma fyr- ir umferðarlaga- brot, nytjastuld, fíkniefnabrot, þjófnað, fjár- svik og skjala- fals. Síðast var hann dæmd- ur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti, þann 1. desember fyrir nauðgun sem þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem áður hafði dæmt Davíð í tveggja ára fangelsi. Þar þótti brotavilji hans styrkur og ein- beittur og brotið alvarlegt og var það auk sakaskrár hans notuð til refsiþyngingar. Sagði konuna hafa nauðgað sér Davíð var dæmdur fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi sambýliskonu sinni í byrjun nóvember árið 2004. Sambýliskonan fyrrverandi sagði Davíð hafa nauðgað sér á heimili hans og ógnað með hnífi. Hún seg- ir að með heimsókninni hafi átt að binda endanlega endi á samband þeirra sem hafi verð stormasamt lengi. Þótti framburður konunnar trú- verðugur en framburður Davíðs þótti hins vegar mjög ótrúverðugur og að mörgu leyti með ólíkindum enda ekkert í gögnum málsins sem styddi hans mál. Davíð hélt því fram að fyrr- verandi sambýliskona hans hefði ráð- ið atburðarásinni og segir í dómnum að bæði hjá lögreglu og í réttarsal hafi Davíð í raun haldið því fram að kon- an hefði nauðgað sér. Hún hafi bor- ið dúkahníf að lim hans glottandi og ávarpað hann í hæðnistón og spurt hvort hann treysti henni og haft við hann mök. HjörDíS rut SIGurjónSDóttIr blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Davíð Garðarsson var á flótta undan réttvísinni en gaf sig nýverið fram við grein - ingardeild rí�isl�greglust�óra �g hefur hafið afplánun. Dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnað: Nauðgari stal úr sparibauk Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnað Í Héraðsdómi Noðurlands eystra. Maðurinn braust inn í versl- unina Síðu við Kjalarsíðu á Akureyri og stal þaðan 15.000 krónum í pen- ingum, 100 sígarettupökkum, 7 kart- onum af vindlum og einhverju magni af sælgæti í október síðastliðnum. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa brotist inn í íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði í ágúst síðastliðnum. Þar stal maðurinn ferðageislaspilurum, rafhlöðum og reiðufé úr sparibauk. Auk þess tók hann ófrjálsri hendi símahleðslutæki, rakspíra, svitalykt- areyði og þrjú pör af sokkum. Maðurinn játaði á sig sakargift- irnar skýlaust. Hann hefur nokkrum sinnum komist í kast við lögin síð- an árið 2001. Meðal annars fyrir að nauðga stúlku sem var þrettán ára en þá var hann 21 árs. Það atvik átti sér stað heima hjá honum á Akureyri. Hann bauð krökkum frá 12 ára upp í 17 ára heim til sín og meðal þeirra var stúlkan sem var þrettán ára gömul. Fyrir dómi lýsti stúlkan nauðg- un piltsins meðal annars svo: „...og svo man ég bara eftir miklum sárs- auka, þegar að meyjarhaftið rifn- aði.“ Maðurinn var einnig ákærður fyrir að nauðga annarri stúlku á sama aldri aðeins viku síðar. Hann var sýknaður af þeirri ákæru. Þá hefur maðurinn einnig verið dæmdur fyrir líkamsárás en sam- kvæmt umfjöllun DV árið 2004 á hann að hafa lamið þáverandi kær- ustu sína því hún vildi ekki fara út í sjoppu fyrir hann. Þá var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Vegna afbrotaferils piltsins þá ákvað Héraðsdómur Norðurlands eystra að hæfilegur dómur væri sjö mánaða fangelsi óskilorðsbundið. valur@dv.is Fangelsið á Akureyri maður var dæmdur í s�� mánaða fangelsi á a�ureyri meðal annars fyrir að stela úr sparibau�. kostaði þrjá og hálfa milljón Barátta Sólar í Straumi, sam- taka gegn stækkun álversins í Straumsvík, kostaði þrjár og hálfa milljón króna. Alcan gefur ekki upp kostnað sinn við undirbún- ing stækkunarinnar. Pétur Óskarsson, talsmað- ur Sólar í Straumi, segir að þessi niðurstaða ætti að vera mjög nærri endanlegri niðurstöðu. Hann segir rekstur kosninga- skrifstofu og prentun kynning- argagna dýrustu kostnaðarliðina og til að standa straum af kostn- aði var leitað til einstaklinga og fyrirtækja í Hafnarfirði. Aðspurð- ur vill hann ekki gefa upp hverjir styrktaraðilar samtakanna séu. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is lögreglan í byssueftirliti „Við höfum verið að skoða byssuskápa hjá fólki undanfarið. Byssueign á Íslandi er mjög mik- il. Þetta eru því býsna margir sem við þurfum að heimsækja,“ segir Jóhannes Sigfússon, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri. Öll lögregluembætti lands- ins hafa fengið tilmæli um að heimsækja alla íbúa hér á landi sem eiga fjórar byssur eða meira. Samkvæmt lögum er byssueig- endum skylt að útbúa sérstaka byssuskápa ef þeir eru með fleiri en fjórar byssur skráðar. Jóhannes segir að þegar eft- irlitinu verði lokið verði skoðað hvernig eftirfylgnin verður. Gleðilega páska Næsti útgáfudagur DV er þriðjudagurinn 10. apríl. Þá verður fjallað um helstu at- burði páskahelgarinnar auk þess sem ítarleg umfjöllun verður um íþróttir að venju. Blaðið notar tækifærið og óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleði- legra páska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.