Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Side 6
miðvikudagur 4. apríl 20076 Fréttir DV Verð fyrir tannlæknaþjónustu hef- ur hækkað um 35 prósent á síðustu fimm árum. Sú hækkun er töluvert umfram meðaltalsþróun almenns verðlags en vísitala neysluverðs hefur hækkað um tuttugu prósent á þessu sama tímabili. Tannlæknar hafa því hækkað um fimmtán prósentustig umfram meðaltalið. „Þetta er ansi hressileg hækkun. Þetta er langt umfram það sem eðli- legar hækkanir gefa tilefni til og ég velti vöngum hvort í raun sé virk sam- keppni milli tannlækna. Sökum þess hversu erfiður markaður þetta er fyrir neytendur, skiptir það miklu máli að birta verð og nöfn allra tannlækna,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna. Fram til ársins 1999 gilti samn- ingur milli Tryggingastofnunar og tannlækna þar sem verðskráin var samræmd á heildina og miðaðist við svokallaða ráðherraverðskrá. Eftir það var verðlag gefið frjálst til þess að skapa samkeppnisgrundvöll í tannlækningum. Frá þeim tíma hef- ur þjónusta tannlækna hækkað um helming. Undir launaþróun Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir, deildarstjóri vísitöludeildar Hagstofu Íslands, tekur undir og segir hækk- unina umfram meðaltal. Hún bendir jafnframt á að verðlagsþróun þeirra sé undir almennri launaþróun fyr- ir sama tímabil. „Vissulega er þetta nokkuð yfir meðaltalinu. Samt hefur þetta ekki fylgt almennri launaþró- un. Á þessu sama tímabili hefur verið mikil kaupmáttaraukning en hækk- unin er engu að síður töluvert um- fram meðaltalið,“ segir Guðrún. „Það má segja að þessi hækkun sé í meira lagi. Laun og húsnæði eru auðvitað stórir liðir hjá tannlæknum og þeir liðir hafa hækkað nokkuð á síðustu árum. Því meiri sem hækkunin er umfram meðaltalið þá hækkar með- altalið og verðbólga eykst.“ Erfiður samanburður Sigurjón Benediktsson, formað- ur Tannlæknafélags Íslands, setur fyrirvara við samanburð við hefð- bundnar neysluvörur. Hann segir einu raunhæfu leiðina að miða við launaþróun annarra sérfræðistétta. „Útgjöld heimilanna vegna heimil- istannlækna hafa lækkað, það liggur fyrir. Það er ekki raunhæft að miða tannlæknaverð við verð á flatkökum. Ég stend fastur á því að laun tann- lækna hafa ekki hækkað heldur þvert á móti, því miður,“ segir Sigurjón. „Ef hækkunin er óeðlileg þá er það at- hugunarvert. Miðað við flatkökur þá höfum við hækkað mikið en ekki í samanburði við aðra sérfræðinga. Ég ætla að leyfa mér að efast um þenn- an samanburð og tel tannlækna ekki hafa hækkað meira en sambærilegir hópar sem styðjast við útgjöld og að- keypta vinnu. Laun tannlækna hafa hækkað minna en laun almennt og ég held mig ákveðið við það.“ 1996 1998 2000 2002 2004 2006 2007 Vísitöluþróun launaþróun 84 ,8 65 ,5 88 ,5 75 ,0 92 ,4 84 ,3 10 0, 0 10 0, 0 11 3, 0 10 9, 7 12 5, 7 12 6, 8 13 4, 9 13 8, 8 Verð á tannlækningum hefur hækkað mikið undan- farin ár en minna en launaþróun. Taflan sýnir þróun- ina miðað við verðlag 2002. Tannlækningar TraUsTi hafsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Helmings Hækkun Tannlæknaþjónusta hefur hækkað meira en almennt verðlag á síðustu fimm árum. sigurjón ��n�di��ss�n , formaður Tannlæknafélags Íslands, segir laun tannlækna ekki hafa hækkað. Formaður Neytendasamtakanna efast um að samkeppnin sé virk. hæ��að um h�lming Frá því að verðlag tannlækna var gefið frjálst 1999 hefur það hækkað um helming samkvæmt vísitölumælingum Hagstofu íslands. Hækkunin er töluvert yfir meðaltali almenns verðlags en undir launaþróun síðustu fimm ára. myndin tengist ekki verðþróun tannlækna. Skoðið Gagnvirkt efni og leikir – heima og í skólanum Það er leikur að læra á vef Námsgagnastofnunar má finna ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt fyrir krakka á öllum aldri. Vefurinn er opinn fyrir alla. Á www.nams.is NÁMSGAGNASTOFNUN Ofsahraði á suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann á 146 kíló- metra hraða á Reykjanesbrautinni á mánudagskvöldið. Leyfilegur hraði er 90 kílómetrar. Þá var ann- ar tekinn á svipuðum stað á 114 kílómetra hraða. Einnig var öku- maður stöðvaður á Njarðarbraut í Reykjanesbæ en hann ók á 77 kílómetra hraða þar sem hámarks- hraðinn er 50 kílómetrar á klukku- stund. Þrjár bifreiðar voru svo boðaðar í skoðun fyrir vanrækslu á aðalskoðun. Ólafur Ragnar í Ohio Ólafur Ragnar Grímsson for- seti hélt fyrirlestur um umhverf- ismál í ríkisháskóla Ohio á dög- unum. Samtímis voru samstarfs- samningar und- irritaðir milli Háskóla Íslands, Landbúnaðarhá- skólans og Há- skólans á Akureyri og ríkisháskólans í Ohio. Þá voru jafnframt mótað- ar tillögur um rannsóknarverk- efni í landgræðslu, orkumálum, jöklafræðum og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Forsvars- menn íslensku háskólanna undir- búa alþjóðlega ráðstefnu í byrjun september. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Atlantsskip í Hafnarfjörðinn „Þetta mun gjörbylta starf- seminni þar sem við getum nú geymt vörur til lengri tíma og í meira magni,“ segir Gunnar Bachmann, fram- kvæmdastjóri Atlantsskipa, um flutning fyrirtækisins úr 12 þúsund fermetra geymslu- svæði í Kópavogi í 40 þúsund fermetra í Hafnarfirði. Áður gátu Atlantsskip ekki geymt vörur eins og bíla til lengri tíma því ekki er hægt að stafla þeim auk þess sem þeir taka mikið pláss. „Einnig munum við bjóða skipum að landa beint í skipin okkar,“ segir Gunnar sem segir að flutningurinn muni verða vaxtarbroddur fyrirtækisins til framtíðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.