Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Qupperneq 21
DV Helgarblað miðvikudagur 4. apríl 2007 21 Píslarganga í Mývatnssveit Hin árlega píslarganga verður gengin í kringum Mývatn á skírdag. Gang- an hefst kl. 9 við Hótel Reynihlíð og verður gengið rangsælis í kringum vatnið. Rúta fylgir göngufólkinu eftir og þar er hægt að geyma fatnað og séu menn þreyttir geta þeir tekið sér far með rútunni. Í Skútustaðakirkju verða Passíusálmarnir lesnir frá kl. 11 og fram eftir degi. Þar getur göngu- fólk sest niður og kastað mæðinni en hádegishlé verður gert í Selinu. Göngunni lýkur svo við Hótel Reynihlíð. Tilvalið er að skella sér í náttúru- legt bað í jarðböðunum að göngu lokinni en þau verða opin alla páskana frá 12 til 22. Þess má líka geta að Hótel Reynihlíð er með páskatilboð á gistingu og á föstudaginn langa spila Ljótu hálfvitarnir í Skjólbrekku. Nán- ari upplýsingar má fá á myvatn.org. snjósleðar og KK á snæfellsnesi Um páskana verður nóg um að vera á Búðum á Snæfellsnesi. Boðið verð- ur upp á snjósleðaferðir á Snæfellsjökul og gönguferð um Búðahraun. KK verður svo með tónleika á staðnum bæði á laugardag og sunnudag en þá daga verður einnig boðið upp á páskaeggjaleit á staðnum. Fjöruhúsið á Hellnum verður opið og er tilvalið að fara í gönguferð á milli Arnarstapa og Hellna og fá sér hressingu þar. Gönguleiðin þangað er um 2,5 km löng og er hægt að sjá hana á korti við bílastæðið við höfnina á Arnarstapa. á göngusKíðuM við strút Ferðafélagið Útivist býður upp á tvær páskaferð- ir. Önnur er í Landmannalaugar og hin í Strút. Við Strút eru aðstæður til gönguskíðaferða yf- irleitt góðar og því er þetta gott tækifæri til að komast á skíði. Nánari upplýsingar um báðar þessar ferðir má fá á heimasíðunni utivist.is en lagt er af stað í báðar ferðirnar á skírdag og kom- ið til baka á mánudag. Ferðafélag Íslands stend- ur fyrir gönguferðum bæði í Landmannalaugum og Þórsmörk um páskana. Skálaverðir verða á báðum stöðum og einnig fararstjórar í dagsferð- um. Ef aðstæður leyfa verður farið á gönguskíði. Ferðafélagið býður einnig upp á kirkjuferð að Hvalsnesi sunnan Sandgerðis á skírdag. göngutúr í nágrenni Bláa lónsins Bláa lónið er opið alla páskana á milli klukkan 10 og 20 og þar verður óvæntur glaðningur fyrir börnin. Annan í páskum verður boðið upp á göngu frá bílastæðinu kl.13 í samvinnu við leiðsögumenn á Reykjanesi. Genginn verður léttur hringur í hrauninu og þeir sem taka þátt í göng- unni fá tveir fyrir einn í lónið og ókeypis hressingu. Fjölskyldufjör Páskarnir eru sá tími sem flestar fjölskyldur nýta til samveru. Skíðabrekkurnar eru þar fastur áfangastaður hjá mörgum en auk þess að skella sér á skíði geta foreldrar fundið upp á ýmsu öðru til að gera með krökkunum í páskafríinu. DV gefur les- endum sínum tólf hugmyndir að skemmtilegri páskahelgi. um páskana páskabíó Það eru nokkrar nýjar fjölskyldumyndir í kvikmyndahúsunum sem foreldrar og börn geta farið saman á um páskana. Fyrst ber að nefna ævintýrastór- myndina Teenage Mutant Ninja Turtles. Þetta er teiknimynd um bardaga- fimar skjaldbökur sem verða að stoppa dularfullan andstæðing sem hótar að eyða heiminum. Meet the Robinsons er Disney-teiknimynd sem einnig fer í sýningar um páskana en hún fjallar um pilt sem fær tækfæri til þess að ferðast inn í framtíðina. Þeir sem ekki eru hrifnir af slíkum vísindaskáld- skap geta í staðinn skellt sér á klassískari ævintýramynd sem heitir Happily N‘Ever After. Í þeirri teiknimynd koma vond stjúpa, sjö álfar, Öskubuska og fallegur prins og fleiri ævintýrafígúrur við sögu. Myndin er úr smiðju sama framleiðanda og gerði Shrek-myndirnar. Nú svo er rétt að benda á það að RÚV sýnir verðlaunamyndina Ferðalag keisaramörgæsanna á föstudaginn langa en hún er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Frítt leikhús Fyrir börn Leikfélag Reykjavíkur býð- ur börnum, 12 ára og yngri, frítt í leikhúsið í fylgd forráða- manna. Þetta boð gildir á allar leiksýningar, nema söngleiki og barnasýningar. Það er sem sagt algjör óþarfi að láta krakk- ana sitja heima þótt fullorðna fólkið langi í leikhús. Þannig væri til dæmis hægt að taka krakkana með á Laddasýning- una í Borgarleikhúsinu á skír- dag sem er bæði sýnd klukkan 17 og 20. kíkt á kaFFihús Það er alltaf notalegt að kíkja á kaffihús og ekki er verra ef börnin hafa einnig gaman af því. Þannig geta jafnt fullorðnir sem börn haft gaman af því að heimsækja reyklausa kaffihúsið Súfistann við Laugaveg. Krakkarnir geta fengið sér barnakakó og flett barna- bókum á meðan fullorðna fólkið blaðar í nýjustu tímaritunum. Opið er alla páskana á kaffihúsinu frá klukkan 10 til 22 nema föstu- daginn langa og á páskadag. sund í sjópotti Það er tilvalið að kíkja í nýja sjópottinn í Laugardalslaug um páskana. Potturinn, sem er með nuddi, er fullur af sjó og skilar þeim sem hann heimsækja endurnærðum, því saltið gerir líkamanum sérlega gott. Laugin er opin alla páskana frá klukkan 10 til 20 nema á föstudaginn langa þá er lokað klukkan 18. Þeir sem kjósa hefðbundna potta geta skellt sér í Vesturbæjarlaugina sem er opin alla hátíðisdagana frá kl. 10 til 18 og á milli 8 og 20 á laugardeginum. Á Akureyri er sundlaugin opin frá 9 til19 alla páskana. Gramsað í kolaportinu Öll fjölskyldan getur fundið eitt- hvað fyrir sig í Kolaportinu, eina íslenska flóamarkaðinum. Þar verður opið á laugardaginn og annan í páskum frá 9 til 17. páskaratleikur Margir fara í fjölskylduboð um páskana og til að lífga aðeins upp á boðið mætti auðveldlega búa til ratleik sem öll stórfjölskyldan getur tekið þátt í. Það er um að gera að láta leikinn teygja sig út úr húsi og hafa svo páskaegg í vinning. 6 7 8 9 10 11 12 Páskafríið er kjörið til útiveru: lunGun Fyllt af súrefni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.