Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 27
DV Páskablað miðvikudagur 4. apríl 2007 27 Vandfenginn er Vinur trúr „Við kynntumst í Skeggjabekkn- um svonefnda í Laugarnesskól- anum,“segir Jón Baldvin og seg- ir bekkinn hafa verið nefndan eftir kennaranum, Skeggja Ásbjarnar- syni. „Skeggi var besti kennari Ís- landssögunnar, hann hélt þessum bekk saman og var annálaður af- burðarkennari. Þessir vinir mínir höfðu verið í skólanum frá blautu barnsbeini, en ég var landsbyggðar- beibí, sem kom og fór eftir því hvort Hannibal var inni eða úti af þingi. Svo lá leiðin aftur vestur, en þá gerð- ist ég fréttaritari bekksins, skrifaði bréf að vestan sem voru hengd á töfl- una, borgarbörnunum til upplýs- inga um hvernig lífið væri á lands- byggðinni.“ Og þá að gælunöfnunum. „Gaggi, hann heitir Ragnar Arn- alds, Stymmi er Styrmir Gunnars- son, Maggi, Magnús Jónsson var kvikmyndagerðarmaður, látinn langt fyrir aldur fram, Dóri, Halldór Blöndal, forseti sameinaðs þings og Dædi, Sveinn Eyjólfsson, var um- svifamikill kaupsýslumaður sem rak dagblað og fleira. Við strákarnir höf- um yfirleitt rifist eins og hundar og kettir og verið ósammála um nán- ast allt. Ragnar var eiginlega hugar- farslega rithöfundur strax í bernsku og vannt il verðlauna í smásagna- keppni. Hann var miklu minna pól- itískur en við Styrmir. Við Styrmir vorum óðapólitískir og rifumst frá morgni til kvölds. Hann var últra hægri og ég var últra vinstri. Einu sinni rifumst við Stymmi svo mik- ið í strætó að við vorum reknir úr vagninum. Öðru sinni stóðum við undir glugganum hjá nunnunum á Landakoti að kvöldlagi og rifumst heiftarlega - ábyggilega um Nato - með þeim afleiðingum að út þustu nunnur sem báðu okkur í guðanna bænum að hypja okkur, því við vær- um að stofna í hættu lífi bráðveiks fólks.“ „Maggi var skáld og Dóri Blön- dal var róttæklingur og þjóðvarnar- maður, var á móti her í landi. Þetta var uppleggið í vinahópnum en þó ég nefni strákana, þá vorum við ótta- legir tossar. Stelpurnar voru góðu námsmennirnir eins og Brynja Ben leikstjóri og Margrét Eggertsdóttir svo dæmi séu tekin.“ Leiðir félaganna lágu aftur sam- an í Menntaskóla, þótt Ragnar Arn- alds og Jón Baldvin hafi báðir sagt sig úr skóla í fimmta bekk. „Ég, af þeirri einföldu ástæðu að mér leiddist í skólanum og fannst miklu skemmtilegra að lesa utan- skóla. En samband okkar er ennþá sem fyrr. Það getur liðið áratugur eða svo milli þess sem við hittumst, en við erum alltaf sömu vinirnir. Al- veg sama hvað hefur gerst... Tveir okkar urðu formenn stjórnmála- flokka, ég og Ragnar Arnalds og við rifumst oft grimmilega sem pólit- ískir andstæðingar. Halldór Blöndal var einhvern tíma með mér í ríkis- stjórn og ég gerði hann að landbún- aðarráðherra, sem ég sé náttúrlega eftir alla tíð, því hann var alveg kol- ómögulegur landbúnaðarráðherra! En það breytir engu. Það er alveg sama hvað við rífumst og alveg sama þótt við hittumst ekki, þegar við strákarnir úr Skeggjabekknum hittumst, þá erum við vinir.“ Strákarnir úr Skeggja- bekknum Verða alltaf Vinir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum ráðherra og sendiherra á marga vini frá æskuárunum. Þeir voru kallaðir Nonni, Gaggi, Stymmi, Maggi, Dóri og Dædi og kynntust í barnaskóla. Nú eru þetta allt landsfræg- ir menn og Jón Baldvin segir okkur af vináttunni. Leiðir Legið saman á ótrúLegan hátt „Sigmar er nokkrum árum eldri en ég og þess vegna get ég viðurkennt, kinnroðalaust, að fyrir tuttugu árum leit ég ákaflega upp til hans,“ segir Inga Lind.„Ég hef sennilega verið 12 ára og hann 19 ára. Ég hefði aldrei vitað neitt um manninn hefði ég ekki deilt sama áhuga- máli, nefnilega ræðumennsku, auk þess sem bróðir minn þjálfaði hann og lið hans fyrir MORFÍS. Simmi var geysilega góður ræðumaður, flugmælskur og sjálfsör- yggið uppmálað í pontunni. Svo ég skráði mig auðvitað á ræðunámskeið hjá honum. Held alveg örugglega að ég hafi farið á fleira en eitt. Svo rann mikið vatn til sjávar án þess að leiðir okkar lægu neitt sérstaklega saman, þær sköruðust kannski aðeins hér og þar. Einu sinni vann Simmi til dæmis á Að- alstöðinni og ég man að þá hringdi ég í hann til að vita hvort hann vantaði ekki útvarpskonu í vinnu. Þetta gerð- ist seint á síðustu öld. Hann svaraði því til að kæmi ég með góða hugmynd að útvarpsþætti, væri hann mjög til í að skoða málið. Ég fékk svo bara enga hugmynd. Seinna kynntist ég elstu dóttur Simma og eitthvað gætti hún barnanna minna. Ákaflega vönduð ung, kona þar á ferð. En auk þess að eiga sameiginlega vini hér og þar, býr fyrrverandi sambýliskona hans og barnsmóð- ir með fyrrverandi sambýlismanni mínum sem tók um tíma þátt í uppeldi dóttur minnar en tekur nú þátt í upp- eldi dóttur hans.“ Framhald á næstu síðu Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpsdrottning tengist Sigmari Guðmundssyni órjúfanleg- um böndum. Hún hefði meira að segja getað fengið vinnu hjá honum fyrir mörgum árum, hefði hún fengið réttu hugmyndina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.