Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Side 29
DV Páskablað miðvikudagur 4. apríl 2007 29
„Einu sinni fyrir langa löngu voru
músík-elskir drengir í Menntaskól-
anum í Hamrahlíð. Þeir ráfuðu þar
um ganga skólans eins og gengur í
leit að einhverju sem hugsanlega
gæti gefið lífinu lit og tilgang. Einn
var bjartur yfirlitum, meira á lengd-
ina en hitt og stikaði stóran, svo var
annar sömuleiðis ljós og hávaxinn,
sérlundaður og snilldargóður á gít-
arinn, og enn annar fíngerður með
skeggló á höku eins og pardusdýr,
skáldmæltur, þá var einn jarphærð-
ur, átti ættir austur á firði og var
sérdeilis laginn við að galdra fram
eitthvað sem hann sjálfur kallaði
„púkalega söngva“ og svo var einn
söngvin, en þó hlédrægur og hélt sig
helst með veggjum. Þeir vissu hver
af öðrum og sá bjarti stórstikandi og
sérlundaða ljósa gítarhetjan og þá
sá jarphærði, með púkalegu söngv-
ana, höfðu verið saman í hljómsveit
sem einhvern tíman hafði verið
skýrð hallærislegasta hljómsveitar-
nafni sem þekktist þá; Stuðmenn.
Hljómsveitin hafði komið fram einu
sinni á árshátíð skólans í Súlnasal,
Hótel Sögu. Þrátt fyrir nokkra hrifn-
ingu sem þeim félögum tókst að
vekja í Súlnasal Bændahallarinn-
ar fór ekki mjög mörgum sögum af
þeirri útgáfu sveitarinnar lengi vel,
uns hún birtist nútíðarmönnum fyr-
ir skömmu sem Frummenn, en það
er önnur saga.
Pardusdýrið með skegglóna, og sá
jarphærði og veggjamaðurinn stofn-
uðu í kjölfarið nokkrar hljómsveit-
ir innan skólans, sem skýrðar voru
nöfnum eins og; Hljómsveit Árna
Vilhjálmssonar ( kennd við trommu-
leikara sveitarinnar, sem nú starfar
sem lögmaður), Hassansmjör, Egils
og svo að lokum Spilverk Þjóðanna.
Eftir að skólagöngu lauk hélt Spil-
verkið áfram að starfa og þá gerðist
það; að sá er stikaði áður um ganga
skólans, bjartur yfirlitum og aðsóps-
mikill, kallaði Spilverkið á fund og
þar var ákveðið að halda til Lund-
úna og freista þess að taka upp efni
undir merkjum púkalegasta hljóm-
sveitarnafns í heimi - úr varð hljóm-
platan „Sumar á Sýrlandi“. Þegar
þarna var komið sögu bættist enn
einn ljósálfurinn í hópinn, sá var
hinn slyngi töframaður fjórstrengja
bassagígjunnar, Tómas Magnús úr
Skeiðarvogi, síðar kom svo sérlund-
aði gítarsnillingurinn aftur til liðs við
sveitina og enn bættist í hópinn Mýr-
dælingurinn Ásgeir Óskarsson, stó-
ískur slagverksmaður og um svipað
leyti gekk svo fegurðin sjálf til liðs við
renglulega drengina, hún Ragga.
Ekki þarf að fjölyrða um fram-
haldið, en hljómsveit þessi er enn
starfandi og nú hefur hrifningin og
æskuþrótturinn, sem áður dró þetta
fólk hvað að öðru, breyst í ævilanga
vináttu.“
Hrifning og æskuþróttur
Hafa breyst í ævilanga vináttu
Egill Ólafsson tónlistarmaður er einn
Stuðmanna. Þeirra vinátta hefur varað lengi
eins og þjóðinni er kunnugt og stundum
getur maður ekki hugsað sér neitt þeirra án
hinna. Við gefum Agli orðið.
„Í Menntaskólanum í Reykjavík -
sem ég reyndar droppaði út úr - til-
heyrði ég stórri klíku sem leit ansi
stórt á sig og gerði sig mjög breiða í
skólanum,“ segir Egill. „Kannski þykj-
ast einhverjir muna að þessi hópur
hafi aðallega haft áhuga á að drekka
og djamma en það er reyndar ekki
alveg satt, því við tókum mikinn þátt
í félagslífinu líka. Sjálfur var ég for-
maður Herranætur, Illugi Jökulsson
sem hafði fylgt mér síðan í Haga-
skóla var í ritstjórn Skólablaðsins, þar
var líka Hrafn Þorgeirsson sem nú
starfar hjá Icelandair – og var líklega
skemmtilegasti maðurinn í hópnum,
en bróðir hans, Halldór Þorgeirsson,
nú kvikmyndagerðarmaður, var for-
seti Framtíðarinnar. Þórhallur Ey-
þórsson málfræðingur þótti gáfað-
astur, andríkastur og best lesinn úr
okkar hópi. Er það ábyggilega ennþá.
Hann var formaður Listafélagsins.“
Egill rifjar upp skemmtilega sögu
af því þegar hann þýddi kvæði eftir T.
S.Eliot og fékk tiltal rektors.
„Við Þórhallur og Illugi geng-
umst mjög upp í því að vera bók-
menntamenn. Það var svo sem ekki
tóm sýndarmennska. Sjálfur tók ég
mér fyrir hendur þá vitleysu að þýða
kvæðið The Waste Land eftir T.S. Eliot
og birta í skólablaðinu. Guðni rekt-
or sagði að ég hefði „þýtt mig út úr
skólanum“. Við gengum með bækur í
frakkavösum og síteruðum alveg eins
og við ættum lífið að leysa. Eftir á að
hyggja var þetta samt ágætis mennt-
un. Það voru fleiri bráðskemmtilegir
menn sem tengdust þarna. Ég var líka
í hljómsveit sem nefndist Gaukarn-
ir með bræðrunum Haraldi Hrafns-
syni og Einari Hrafnssyni, einhverj-
um skemmtilegustu náungum sem
ég hef nokkurn tíma kynnst. Þar var
líka snillingurinn Ásgeir Sverrisson,
blaðamaður á Mogganum. Þessi sveit
fór í hreint ævintýralega hringferð
um landið og spilaði í Atlavík. Þeg-
ar við fórum í fótbolta spiluðu með
okkur Magnús Erlingsson, prestur á
Ísafirði, og Sigurður Ármann Sigur-
björnsson sem hefur um árabil starf-
að hjá Sameinuðu þjóðunum á verstu
ófriðarsvæðum heimsins. Svo var það
auðvitað Mímir – Mímir Völundarson
– sem var einna bestur vinur minn á
þessum árum.“
En strákarnir tengdust líka sér
eldri vinaáttuböndum.
„Í skólanum var fólk sem var að-
eins eldra en tengdist okkur vináttu-
böndum. Ég nefni fremstan Finn-
boga Rút Arnarson, sendifulltrúa í
París. Hann var þá í sambúð með
Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur, aldeil-
is stórbrotinni konu. Þarna var líka
afar virðulegur maður, launfyndinn,
Guðni Bragason sem líka starfar í ut-
anríkisráðuneytinu - ég held hann sé
í Róm. Jafnaldrar þeirra voru Hilmar
Oddsson, Karl Roth og Hróðmar Sig-
urbjörnsson - við fórum saman í öku-
ferð um Evrópu sumarið 1983, keyrð-
um um á fínum Benz en gistum á
tjaldstæðum. - Eitthvað gerði maður
sem maður vill kannski ekki að sé rifj-
að upp. Samt ekki svo margt. Líklega
drakk maður og drabbaði of mik-
ið. Stundum hitti ég fólk sem fannst
ég vera hálfgerð ótukt í Menntaskóla
– þetta var jú tími pönksins, anark-
isma og borgarskæruliða - en verður
hálf undrandi yfir því að ég sé þetta
ljúfmenni sem ég held að ég sé. Þegar
ég horfi yfir þennan hóp sem ég um-
gekkst á unglingsárum og fram yfir
tvítugt er ég býsna ánægður. Þetta var
skemmtilegt fólk og mér sýnist hafa
ræst ágætlega vel úr því flestu.“
gengumst upp í að vera bókmenntamenn
Egill Helgason
fjölmiðlamaður og
Illugi Jökulsson eru
vinir frá menntaskóla-
árunum. Báðir eru
gáfumenn sem hafa
skarað fram úr en
Egill segir vin þeirra,
málfræðinginn
Þórhall Eyþórsson
hafa þótt gáfaðastan.