Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 41
DV Akureyri miðvikudagur 4. apríl 2007 41
Vettvangur þjóðfélagsumræðu
Hjónin Friðrik V. Karlsson og
Arnrún Magnúsdóttir reka veitinga-
staðinn Friðrik V. í miðbæ Akureyrar.
„Þegar við ákváðum að opna staðinn
fyrir sex árum fannst okkur hjónun-
um að staðurinn ætti að tengjast fjöl-
skyldunni líkt og algengt er á Ítalíu.
Félagi minn sem var að vinna með
mér kom með þetta nafn. Ég heiti
Friðrik Valur og þetta var fimmti veit-
ingastaðurinn sem ég er yfirkokkur á
hér í bænum. Mér fannst nafnið ekk-
ert sérstakt fyrst, en það óx á mér, ég
er yfirleitt kallaður Freddi. Þetta er
auðvitað konunglegt líka sem er dá-
lítið jákvætt,“ segir Friðrik yfirkokkur.
Friðrik V. er íslenskur veitinga-
staður, sem leggur áherslu á íslenska
matargerð, eldaða á nútíma vísu.
„Þegar flestir Íslendingar af yngri
kynslóðinn hugsa um íslenskan mat
þá dettur þeim í hug svið og þorra-
matur. Okkar mottó er að nota ís-
lenskt hráefni og þá helst héðan af
svæðinu í kringum Eyjafjörð, eld-
að eins og hentar í nútímanum. Við
höfum verið að gera nýstárlegar út-
færslur af íslenskri kjötsúpu, slátri og
jafnvel sviðasultu. Ég myndi telja að
íslenskt eldhús í dag sé annars vegar
hráefnið og hins vegar hefðir færðar í
nútímabúning,“ segir hann. „Þetta er
eitthvað sem tíðkast úti í heimi og við
ætlum okkur að elta það.“
Friðrik segir hjónin leggja mikla
áherslu á að nota norðlenskt hráefni.
„Við notum nánast eingöngu kjöt af
Norðurlandi, gæsir sem eru skotn-
ar hér á svæðinu og lambið er frá
Norðlenska. Við erum með saltfisk
úr Hauganesi, bláskel úr Eyjafirði
og fleiri afurðir úr sveitinni. Þetta er
okkar svæði og við viljum að matur-
inn sem fólk borðar sé héðan. Okkur
fyndist hálf fáránlegt ef við værum að
bjóða upp á nautalund frá Nýja-Sjá-
landi með sveppum frá Frakklandi.“
Hjónin segja að Friðrik V. skeri sig
úr frá öðrum stöðum á svæðinu fyr-
ir þessa smámunasemi að vita upp-
runa og sögu hráefnisins. „Við eldum
eftir Slow food menningunni, en þau
samtök voru stofnuð á Ítalíu og hafa
það að markmiði að fólk borði hrein-
an og góðan mat sem tekinn er í sátt
og samlyndi frá náttúrunni. Okkar
markmið er að fólk komi hingað til
okkar og taki frá heila kvöldstund til
þess.“ Hann segir þróunina í veitinga-
mennsku vera í þessa átt. „Þessi þró-
un er að hefjast alls staðar. Við erum
farin að sjá þessa þróun allt niður í
skyndibita, sem oft á tíðum er orð-
inn mjög vandaður. Fólk er að panta
sér fisk í raspi sem er búið til úr byggi
og sósur úr skyri. Fólk gerir þær kröf-
ur í dag að það viti hvað það er að
setja ofan í sig. Ekki bara heilsunn-
ar vegna, heldur vill fólk vita hvað er
á bak við þetta. Við erum stolt af af-
urðum okkar og við viljum að fólk viti
hvaðan þær koma.“
Friðrik V. er einn af vinsælustu veitingastöðum Akureyrar. Staðinn reka hjónin Friðrik V. Karlsson, yfirkokk-
ur og Arnrún Magnúsdóttir. Friðrik V. leggur mikla áherslu á að þekkja sögu og uppruna hráefnisins sem
staðurinn notar.
Íslenskar hefðir í nútímabúning
Arnrún
Magnúsdóttir
og Friðrik V.
Karlsson
Hjónin reka
glæsilegt
veitingahús á
akureyri.
Konungleg stemming
„við fengum þetta málverk gefins þegar
staðurinn var tveggja ára.“
Lúða með spínati
Á Friðriki v. er íslensk matargerð færð í nýjan búning.