Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 41
DV Akureyri miðvikudagur 4. apríl 2007 41 Vettvangur þjóðfélagsumræðu Hjónin Friðrik V. Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir reka veitinga- staðinn Friðrik V. í miðbæ Akureyrar. „Þegar við ákváðum að opna staðinn fyrir sex árum fannst okkur hjónun- um að staðurinn ætti að tengjast fjöl- skyldunni líkt og algengt er á Ítalíu. Félagi minn sem var að vinna með mér kom með þetta nafn. Ég heiti Friðrik Valur og þetta var fimmti veit- ingastaðurinn sem ég er yfirkokkur á hér í bænum. Mér fannst nafnið ekk- ert sérstakt fyrst, en það óx á mér, ég er yfirleitt kallaður Freddi. Þetta er auðvitað konunglegt líka sem er dá- lítið jákvætt,“ segir Friðrik yfirkokkur. Friðrik V. er íslenskur veitinga- staður, sem leggur áherslu á íslenska matargerð, eldaða á nútíma vísu. „Þegar flestir Íslendingar af yngri kynslóðinn hugsa um íslenskan mat þá dettur þeim í hug svið og þorra- matur. Okkar mottó er að nota ís- lenskt hráefni og þá helst héðan af svæðinu í kringum Eyjafjörð, eld- að eins og hentar í nútímanum. Við höfum verið að gera nýstárlegar út- færslur af íslenskri kjötsúpu, slátri og jafnvel sviðasultu. Ég myndi telja að íslenskt eldhús í dag sé annars vegar hráefnið og hins vegar hefðir færðar í nútímabúning,“ segir hann. „Þetta er eitthvað sem tíðkast úti í heimi og við ætlum okkur að elta það.“ Friðrik segir hjónin leggja mikla áherslu á að nota norðlenskt hráefni. „Við notum nánast eingöngu kjöt af Norðurlandi, gæsir sem eru skotn- ar hér á svæðinu og lambið er frá Norðlenska. Við erum með saltfisk úr Hauganesi, bláskel úr Eyjafirði og fleiri afurðir úr sveitinni. Þetta er okkar svæði og við viljum að matur- inn sem fólk borðar sé héðan. Okkur fyndist hálf fáránlegt ef við værum að bjóða upp á nautalund frá Nýja-Sjá- landi með sveppum frá Frakklandi.“ Hjónin segja að Friðrik V. skeri sig úr frá öðrum stöðum á svæðinu fyr- ir þessa smámunasemi að vita upp- runa og sögu hráefnisins. „Við eldum eftir Slow food menningunni, en þau samtök voru stofnuð á Ítalíu og hafa það að markmiði að fólk borði hrein- an og góðan mat sem tekinn er í sátt og samlyndi frá náttúrunni. Okkar markmið er að fólk komi hingað til okkar og taki frá heila kvöldstund til þess.“ Hann segir þróunina í veitinga- mennsku vera í þessa átt. „Þessi þró- un er að hefjast alls staðar. Við erum farin að sjá þessa þróun allt niður í skyndibita, sem oft á tíðum er orð- inn mjög vandaður. Fólk er að panta sér fisk í raspi sem er búið til úr byggi og sósur úr skyri. Fólk gerir þær kröf- ur í dag að það viti hvað það er að setja ofan í sig. Ekki bara heilsunn- ar vegna, heldur vill fólk vita hvað er á bak við þetta. Við erum stolt af af- urðum okkar og við viljum að fólk viti hvaðan þær koma.“ Friðrik V. er einn af vinsælustu veitingastöðum Akureyrar. Staðinn reka hjónin Friðrik V. Karlsson, yfirkokk- ur og Arnrún Magnúsdóttir. Friðrik V. leggur mikla áherslu á að þekkja sögu og uppruna hráefnisins sem staðurinn notar. Íslenskar hefðir í nútímabúning Arnrún Magnúsdóttir og Friðrik V. Karlsson Hjónin reka glæsilegt veitingahús á akureyri. Konungleg stemming „við fengum þetta málverk gefins þegar staðurinn var tveggja ára.“ Lúða með spínati Á Friðriki v. er íslensk matargerð færð í nýjan búning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.