Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 42
miðvikudagur 4. apríl 200742 Akureyri DV
Velkomin í Glerárkirkju um páska!
Skírdagur 5. apríl - messa kl 20.30
Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar.
Föstudagurinn langi 6. apríl - messa kl 11.00
Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar.
Föstudagurinn langi 6. apríl - fyrirlestur kl 14.00
Dr. Róbert Harðarson dósent í heimspeki flytur erindi
um leitina að tilgangi lífsins andspænis hinu illa.
Laugardagur 7. apríl - Páskavaka kl 23.00
Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar.
Páskadagur 8. apríl - Hátíðarmessa kl. 9.00
Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar.
Léttur morgunverður í safnaðarsal eftir athöfn.
Páskadagur 8. apríl - Kvöldguðsþjónusta kl. 20:30
Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar.
II í páskum - Fjölskylduguðsþjónusta kl 13.00
Æskulýðskór Glerárkirkju leiðir söng.
www.glerarkirkja.is
Veitingastöðum á Akureyri hef-
ur fjölgað og gæðin hafa aukist. Í
eina tíð var um fátt að velja ef menn
vildu fara fínt út að borða í höfuðstað
Norðurlands en nú er öldin önnur.
Gamlir og grónir staðir eins og Baut-
inn og Greifinn hafa gengið í endur-
nýjun lífdaga og nýir staðir hafa ver-
ið opnaðir sem auka samkeppni og
skapa fordæmi með afar vönduð-
um vinnubrögðum. Þegar fjalla á um
veitingastaði, marga í einu, ber að
hafa í huga hve ólíkir þeir geta ver-
ið, hver með sín markmið og á ólíku
verðlagi. Tveir staðir á Akureyri eru í
algjörum sérflokki, með einstaklega
góðan mat og ljúfa þjónustu. Um leið
eru þeir líka í örlítið hærri verðflokki
en hinir enda uppfylla þeir öll skil-
yrði „fínt út að borða“ gestanna og
vel það.
Tvískiptur staður
Café Karolína, í Listagilinu, er tví-
skiptur staður með kaffihús á neðri
hæð og veitingastað á þeirri efri.
Kaffihúsið er beintengt inní menn-
ingargeirann, bæði vegna staðsetn-
ingarinnar og kúnnanna og vilji
menn hitta leikhúsfólk eða mynd-
listamenn er ágæt hugmynd að hefja
leitina þar. Veitingastaðurinn uppi
státar af margverðlaunuðum lista-
kokki og skemmtilegu rými þar sem
hluti borðanna er á svölum með yf-
irsýn. Eldamennskan fer fram í saln-
um og það er gaman að fylgjast með
verklagi afreksmanns í eldamennsku
þegar hann töfrar fram fjölbreytta
fiskréttina. Þjónustan er yfirlætislaus
og þægileg.
Með bestu stöðum landsins
Það er á engan hallað þó sagt sé
að veitingastaðurinn Friðrik V. sé í
flokki bestu veitingastaða landsins.
Eins og á Karolínu eru eigendurnir
sjálfir við stjórnvölinn og það gefst
vel. Friðrik Valur á það til fylgja rétt-
unum eftir alla leið á borðið og út-
skýra fyrir gestunum eldunaraðferð-
ir og kryddnotkun og er það síst til
að draga úr eftirvæntingunni. Fimm
rétta gourmet matseðill er vinsæll
en af fjölbreyttum al-a-carte seðlin-
um ættu menn að geta fundið margt
sem freistar. Framundan eru miklar
breytingar og mun Friðrik V. flytja í
Listagilið og styrkja enn frekar þann
góða kjarna sem þar er fyrir.
Fjölskylda og útsýni
Greifinn er fjölskyldustaður. Þar
eru pizzur, samlokur og borgarar í
boði og ágætur matseðill, hóflega
verðlagður. Sérlega vel er tekið á
móti börnum og herbergi hefur ver-
ið útbúið fyrir þau með leiktækjum
og sjónvarpi. Greifinn er vinsæll há-
degisstaður, réttur dagsins í boði og
súpa og salatbar, auk matseðils. Ken-
gúrusteikin er forvitnileg.
Þar sem áður var Fiðlarinn á þak-
inu er nú Strikið, veitingastaður þar
sem fer saman sanngjarnt verð og
einstakt útsýni, Pollurinn og Eyja-
fjörður á aðra hönd og táknmynd
Akureyrar, Akureyrarkirkja, upplýst á
hina. Silungurinn frá Húsavík er afar
bragðgóður.
Nýjasta viðbótin í skyndibitaflór-
una á Akureyri er Hamborgarabúll-
an. Sama gæðanautakjötið og hefur
skipað Búllunni sess á suðvestur-
horninu er hér í öndvegi. Auk borg-
aranna góðu er hægt að fá kjúklinga-
borgara og fyrir alvöru nautabana er
200 gramma nautasteik á matseðlin-
um.
Vilji menn ítalskan mat er óhætt
að mæla með La Vita é Bella, í kjall-
ara Bautans, ekta ítalskur veitinga-
staður með ferskt pasta og nýbakað
ítalskt brauð.
Fjölbreytt og gott úrval
Af þessari stuttu upptalningu má
sjá að úrval veitingastaða á Akureyri
er afar fjölbreytt og gott. Sameiginleg-
ur með öllum stöðunum er metnað-
ur veitingamannanna til að gera vel,
bæði í mat og þjónustu. Enginn sem
heimsækir Akureyri þarf að rangla
um svangur í leit að mat. Af nógu er
að taka og á akureyri.is er, undir liðn-
um „daglegt líf, matur og drykkur“ að
finna upptalningu á flestum stöðun-
um sem vert er að heimsækja.
Gæðin hafa aukist og veitingastöðum fjölgað á Akureyri. Að und-
anförnu hafa gamlir staðir gengið í endurnýjun lífdaga og nýir
staðir opnað. Þeir keppast um hylli matargesta. Hjörtur Howser
skoðaði veitingahúsalandslagið í höfuðstað Norðurlands:
Páskar á Akureyri
Hamborgarabúllan Nýjasta viðbótin í
skyndibitaflóruna á akureyri er
Hamborgarabúllan.
Café Karólína Einn margra staða á
akureyri, beintengdur inn í menningar-
geirann.
Strikið Þar sem áður var Fiðlarinn á
þakinu er nú Strikið, veitingastaður þar
sem fer saman sanngjarnt verð og
einstakt útsýni.
Aukið úrval á
Akureyri
Þeir dagar eru liðnir
þegar fólk hafði um fátt
að velja þegar það vildi
fara fínt út að borða í
höfuðstað Norður-
lands.