Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Qupperneq 42
miðvikudagur 4. apríl 200742 Akureyri DV Velkomin í Glerárkirkju um páska! Skírdagur 5. apríl - messa kl 20.30 Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Föstudagurinn langi 6. apríl - messa kl 11.00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Föstudagurinn langi 6. apríl - fyrirlestur kl 14.00 Dr. Róbert Harðarson dósent í heimspeki flytur erindi um leitina að tilgangi lífsins andspænis hinu illa. Laugardagur 7. apríl - Páskavaka kl 23.00 Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar. Páskadagur 8. apríl - Hátíðarmessa kl. 9.00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Léttur morgunverður í safnaðarsal eftir athöfn. Páskadagur 8. apríl - Kvöldguðsþjónusta kl. 20:30 Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. II í páskum - Fjölskylduguðsþjónusta kl 13.00 Æskulýðskór Glerárkirkju leiðir söng. www.glerarkirkja.is Veitingastöðum á Akureyri hef- ur fjölgað og gæðin hafa aukist. Í eina tíð var um fátt að velja ef menn vildu fara fínt út að borða í höfuðstað Norðurlands en nú er öldin önnur. Gamlir og grónir staðir eins og Baut- inn og Greifinn hafa gengið í endur- nýjun lífdaga og nýir staðir hafa ver- ið opnaðir sem auka samkeppni og skapa fordæmi með afar vönduð- um vinnubrögðum. Þegar fjalla á um veitingastaði, marga í einu, ber að hafa í huga hve ólíkir þeir geta ver- ið, hver með sín markmið og á ólíku verðlagi. Tveir staðir á Akureyri eru í algjörum sérflokki, með einstaklega góðan mat og ljúfa þjónustu. Um leið eru þeir líka í örlítið hærri verðflokki en hinir enda uppfylla þeir öll skil- yrði „fínt út að borða“ gestanna og vel það. Tvískiptur staður Café Karolína, í Listagilinu, er tví- skiptur staður með kaffihús á neðri hæð og veitingastað á þeirri efri. Kaffihúsið er beintengt inní menn- ingargeirann, bæði vegna staðsetn- ingarinnar og kúnnanna og vilji menn hitta leikhúsfólk eða mynd- listamenn er ágæt hugmynd að hefja leitina þar. Veitingastaðurinn uppi státar af margverðlaunuðum lista- kokki og skemmtilegu rými þar sem hluti borðanna er á svölum með yf- irsýn. Eldamennskan fer fram í saln- um og það er gaman að fylgjast með verklagi afreksmanns í eldamennsku þegar hann töfrar fram fjölbreytta fiskréttina. Þjónustan er yfirlætislaus og þægileg. Með bestu stöðum landsins Það er á engan hallað þó sagt sé að veitingastaðurinn Friðrik V. sé í flokki bestu veitingastaða landsins. Eins og á Karolínu eru eigendurnir sjálfir við stjórnvölinn og það gefst vel. Friðrik Valur á það til fylgja rétt- unum eftir alla leið á borðið og út- skýra fyrir gestunum eldunaraðferð- ir og kryddnotkun og er það síst til að draga úr eftirvæntingunni. Fimm rétta gourmet matseðill er vinsæll en af fjölbreyttum al-a-carte seðlin- um ættu menn að geta fundið margt sem freistar. Framundan eru miklar breytingar og mun Friðrik V. flytja í Listagilið og styrkja enn frekar þann góða kjarna sem þar er fyrir. Fjölskylda og útsýni Greifinn er fjölskyldustaður. Þar eru pizzur, samlokur og borgarar í boði og ágætur matseðill, hóflega verðlagður. Sérlega vel er tekið á móti börnum og herbergi hefur ver- ið útbúið fyrir þau með leiktækjum og sjónvarpi. Greifinn er vinsæll há- degisstaður, réttur dagsins í boði og súpa og salatbar, auk matseðils. Ken- gúrusteikin er forvitnileg. Þar sem áður var Fiðlarinn á þak- inu er nú Strikið, veitingastaður þar sem fer saman sanngjarnt verð og einstakt útsýni, Pollurinn og Eyja- fjörður á aðra hönd og táknmynd Akureyrar, Akureyrarkirkja, upplýst á hina. Silungurinn frá Húsavík er afar bragðgóður. Nýjasta viðbótin í skyndibitaflór- una á Akureyri er Hamborgarabúll- an. Sama gæðanautakjötið og hefur skipað Búllunni sess á suðvestur- horninu er hér í öndvegi. Auk borg- aranna góðu er hægt að fá kjúklinga- borgara og fyrir alvöru nautabana er 200 gramma nautasteik á matseðlin- um. Vilji menn ítalskan mat er óhætt að mæla með La Vita é Bella, í kjall- ara Bautans, ekta ítalskur veitinga- staður með ferskt pasta og nýbakað ítalskt brauð. Fjölbreytt og gott úrval Af þessari stuttu upptalningu má sjá að úrval veitingastaða á Akureyri er afar fjölbreytt og gott. Sameiginleg- ur með öllum stöðunum er metnað- ur veitingamannanna til að gera vel, bæði í mat og þjónustu. Enginn sem heimsækir Akureyri þarf að rangla um svangur í leit að mat. Af nógu er að taka og á akureyri.is er, undir liðn- um „daglegt líf, matur og drykkur“ að finna upptalningu á flestum stöðun- um sem vert er að heimsækja. Gæðin hafa aukist og veitingastöðum fjölgað á Akureyri. Að und- anförnu hafa gamlir staðir gengið í endurnýjun lífdaga og nýir staðir opnað. Þeir keppast um hylli matargesta. Hjörtur Howser skoðaði veitingahúsalandslagið í höfuðstað Norðurlands: Páskar á Akureyri Hamborgarabúllan Nýjasta viðbótin í skyndibitaflóruna á akureyri er Hamborgarabúllan. Café Karólína Einn margra staða á akureyri, beintengdur inn í menningar- geirann. Strikið Þar sem áður var Fiðlarinn á þakinu er nú Strikið, veitingastaður þar sem fer saman sanngjarnt verð og einstakt útsýni. Aukið úrval á Akureyri Þeir dagar eru liðnir þegar fólk hafði um fátt að velja þegar það vildi fara fínt út að borða í höfuðstað Norður- lands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.