Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Qupperneq 48
miðvikudagur 4. apríl 200748 Sport DV
Kvennalið Stjörnunnar í hand-
knattleik tryggði sér á dögunum sinn
fyrsta Íslandsmeistaratitil í níu ár.
Liðið hefur sýnt mikinn stöðugleika
á tímabilinu og er búið að tryggja sér
sigur á Íslandsmótinu þegar enn eru
þrjár umferðir eftir. Af þessu tilefni
hittum við þjálfara liðsins Aðalstein
Reyni Eyjólfsson sem þekktur er fyrir
ákveðnar og skeleggar skoðanir á ís-
lenskum handknattleik.
Metnaðarfullur hópur
Við byrjuðum á að spyrja Að-
alstein út í lið hans, nýkrýnda Ís-
landsmeistara. „Stjörnuliðið er
mjög vel mannað í dag. Við höfum
góða blöndu af duglegum og góð-
um leikmönnum sem hafa metnað
til að ná enn lengra. Allt sem við-
kemur kvennahandbolta í Garða-
bæ er til fyrirmyndar. Þeir Þorsteinn
Rafn Johnsen og Bragi Bragason hafa
ásamt góðum hópi fólks mótað um-
gjörð í kringum liðið sem fáir þekkja.
Það má segja að ég sé ofdekraður
þjálfari. Ég held að ég hafi bara ekki
fengið neitun við þeim óskum sem
ég hef borið fram við þá,“ sagði Að-
alsteinn sem er einnig á því að þeir
félagar, Þorsteinn og Bragi, hafi sýnt
mikla framsýni og fagmensku þeg-
ar þeir ákváðu að ráða Ragnar Her-
mannsson honum til aðstoðar. Sú
ákvörðun sýni í raun að þeim sé al-
vara í að byggja upp stórveldi á göml-
um merg.
Frábært að vinna með Ragnari
Aðalsteinn er ekki í vanda með að
lýsa Ragnari félaga sínum. „Raggi er
frábær þjálfari, hann einbeitir sér að
þeim hlutum sem mestu máli skipta
og sinnir þjálfuninni gríðarlega vel.
Hann opnaði augu mín fyrir því hve
mikilvægt er að byggja leikmenn-
ina upp líkamlega áður en farið er
út í fínni vinnu. Hann byggir þjálf-
un sína upp á einföldum gildum sem
gagnast mjög vel. Setur hlutina upp
á einfaldan og skýran hátt í stað þess
að flækja þá of mikið. Hann hefur
sýnt það áður að hann nær frábær-
um árangri með lið sín. Þau eru allt-
af í besta forminu og byggjast upp
á góðri vörn, markvörslu og hraða-
upphlaupum,“ sagði Aðalsteinn og
bendir á að margir leikmenn sem
Ragnar hefur þjálfað í gegnum tíð-
ina hafa einmitt náð sínum bestu
árum um það leyti sem hann vann
með þá. „Tökum kvennalið Hauka
tímabilið 2000-2001 sem dæmi. Þar
voru leikmenn á borð við Hönnu G.
Stefánsdóttur og Hörpu Melsted sem
hreinlega blómstruðu undir hans
stjórn. Hann hefur sýnt það oftar en
einu sinni að lið hans geisla af krafti
og sjálfstrausti.“ Þetta er einmitt það
sem Aðalsteinn telur að Ragnari hafi
tekist að hjálpa sér með hjá Stjörn-
unni síðastliðin tvö ár.
Fagmennska og framsýni
Eins og Aðalsteinn kom inn á fyrr
í viðtalinu, einkennast vinnubrögð
stjórnarmanna í Garðabæ af fram-
sýni og fagmennsku. „Það er mikill
hugur í Stjörnufólki. Við ætlum að
byggja upp metnaðarfullt og mark-
visst starf hjá okkur.
Afrekslína í handknattleik er í
uppbyggingu og frekari uppbygg-
ing á innra starfi okkar er hafin.
Raggi hefur tekið að sér þjálfun á 4.
og unglingaflokki kvenna og hef-
ur þar með mótun og uppbyggingu
leikmanna enn fyrr en ella. Það á að
vera einn ákveðinn rauður þráður
í gegnum starfið hjá okkur því ekk-
ert veldi er byggt upp á einni nóttu.
Við höfum séð það í gegnum tíðina
að ekkert lið getur haldið úti öflugu
liði í meistaraflokki í lengri tíma án
þess að sinna yngri flokkum sínum
af alúð.“ Aðalsteinn bendir á að gott
starf í yngri flokkum Fram, Gróttu
og HK komi til með að skila sér í öfl-
ugum meistaraflokkum þegar fram í
sækir, máli sínu til stuðnings.
„Við erum ekki hættir uppbyggingu
á líkamlegu atgervi okkar leikmanna.
Við erum aðeins komnir vel á veg en
enn er hægt að bæta liðið mikið. Það
er fyrst og fremst á þeim vígstöðvum
sem við ætlum að bæta okkur. Við
stefnum á að keppa í Meistaradeild
Evrópu á næsta tímabili. Þá þurfum
við að geta hlaupið með þessum lið-
um í sextíu mínútur og staðið vörn
maður á mann. Ef það tekst verður
gaman að sjá hvað við komumst upp
með að stríða þessum liðum,“ sagði
Aðalsteinn.
Hann gerir sér þó grein fyrir að það
verði síður en svo auðvelt að keppa
við bestu lið álfunnar. „Það eru fullt
af góðum liðum sem hafa ekki náð að
festa sig í sessi þegar kemur að Meist-
aradeildinni. Þýska liðið Leipzig, sem
er mjög vel þjálfað, hefur til dæmis
átt erfitt með að komast upp úr riðla-
keppninni síðastliðin ár. Þetta er hörð
keppni og við eigum sjálfsagt eftir að
kynnast því,“ sagði Aðalsteinn sem er
þó alls ekki hræddur við að takast á
við það verkefni sem keppni í Meist-
aradeildinni hefur upp á að bjóða og
bendir á að það sé íslenskum kvenna-
handknattleik mjög mikilvægt að eiga
fulltrúa í þessari keppni. „Þarna eru
allar bestu handboltakonur heims og
það er mikilvægt fyrir okkur að fá að
mæla getu okkar saman við þeirra.
Einnig væri frábært að geta boðið Ís-
lendingum upp á alvöru heimsklassa
kvennahandbolta í okkar húsum.“
Erfitt að byggja upp leikmenn í
því umhverfi sem hefur skapast
Við fetum okkur inn á viðkvæm-
ar brautir og spyrjum Aðalstein út í
þá gagnrýni sem hann hefur haldið
á lofti vegna verkefna landsliða Ís-
lands. „Já það er rétt, ég hef gagn-
rýnt HSÍ fyrir þau vinnubrögð sem
hafa verið viðhöfð í gegnum tíðina
þegar kemur að landsliðunum. Ég er
á þeirri skoðun að við séum að gera
leikmönnum okkar mikinn grikk
með því að taka þá út úr þeim upp-
byggingartímabilum sem þeir þarfn-
ast,“ sagði Aðalsteinn og bendir á
að þeir Ragnar hafi verið gagnrýnd-
ir mikið fyrir líkamlegt atgervi leik-
mann sinna á síðastliðnu tímabili.
„Þegar við tökum við liðinu voru allt
of margir leikmenn í álagsmeiðlsum
og hreinlega ekki í formi. Við gátum
ekkert unnið í þessu á undirbúnings-
tímabilinu því þær voru flestar í verk-
efnum með landsliðunum. Þegar
þær skiluðu sér aftur þurftu þær að
sjálfsögðu á hvíld að halda því álag-
ið var búið að vera mikið. Síðan tók
keppnistímabilið við þar sem leikið
er einu sinni í viku. Við ákváðum að
hefja uppbyggingu leikmanna okk-
ar strax og við gátum. Ragnar hóf þá
uppbyggingarvinnu þrátt fyrir að við
vissum að það kæmi niður á hraða
liðsins í leikjum. Þetta var einfald-
lega nauðsynlegt fyrir þeirra framtíð
á þeim tímapunkti.“
Þessa gagnrýni taldi Aðalsteinn
óvæga á sínum tíma því leikmenn
þeirra voru aldrei á staðnum þegar
Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar sem
hampaði Íslandsmeistaratitlinum um síðustu helgi. Hann hefur lifað
og hrærst í heimi handboltans síðan hann man eftir sér og er
þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum.
Enginn er verri þó hann vökni aðalsteinn fékk væna gusu frá Stjörnustúlkum eftir
að íslandsmeistaratitillinn var í höfn.
Frábær liðsheild aðal-
steinn segir Stjörnuliðið góða
blöndu af duglegum og
góðum leikmönnum.