Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Qupperneq 54
miðvikudagur 4. apríl 200754 Páskablað DV
hættulegt að fara snemma á fætur á
laugardögum!“ segir hann hlæjandi.
„Mér finnst vanta sveitaveruna inn
í uppeldismynstrið nú til dags. Það
var gott veganesti fyrir þá sem fengu
að njóta þess að vera á góðum sveita-
bæ og fengu að umgangast skepnur.“
Hann talar af svo miklum hlýhug
um árin austur í Sólheimahjáleigu
að það er ekki hægt annað en spyrja
hvort hann sé svolítill sveitastrákur
inn við beinið?
„Já, ég get alveg fallið í stafi ef ég
finn töðulykt,“ svarar hann án um-
hugsunar. „Ég hafði gott af því upp-
eldi sem ég hlaut fyrir austan og bý að
því alla tíð.Það að fara í sveit er stórt
þroskaskref. Bóndabær er í rauninni
lítið fyrirtæki þar sem maður lærir að
fara vel með hlutina, ganga vel um og
virða verðmæti. Margt ungt fólk sem
við erum að ráða í vinnu núna kann
ekki á kúst, tusku eða fægiskóflu. Því
er ekki kennt að nota þessi áhöld
heima hjá sér og kann þar af leiðandi
ekki á þau. Mér ofbýður oft að sjá að
það sem ég hef alltaf talið sjálfsagð-
an hlut sé ekki þáttur af uppeldi nú-
tímans.“
Ungur að árum var hann farinn
að sniglast í kringum pabba sinn í
vinnu hans hjá Sláturfélagi Suður-
lands og átti síðar eftir að starfa við
hans hlið í hartnær aldarfjórðung.
„Pabbi var medium plús í lifi-
standard og afkomu,“ segir hann.
„Hann var í góðri vinnu hjá Sláturfé-
lagi Suðurlands alla sína starfsævi, í
55 ár. Hann hóf störf hjá Sláturfélag-
inu fimmtán ára og hætti ekki fyrr en
lögin kváðu um að hann væri orðinn
of gamall til að vinna úti. Hann var
ekkert að skipta um atvinnu bless-
aður og fékk því launaseðil frá einum
stað allt sitt líf. Félagið gerði vel við
hann alveg fram til hinsta dags.“
Mannvonska á bak við laga-
setningu
Það var ósáttur gutti sem flutti úr
Reykjavík suður í Kópavog og þrátt
fyrir að elska sveitina elskaði hann
ekki þá sveit sem honum fannst
Kópavogur þess tíma vera.
„Pabbi og félagi hans, Sigurð-
ur kaupmaður í Hamborg byggðu
sér hús hlið við hlið á Kópavogs-
brautinni. Þar bjuggum við þangað
til við systkinin fluttum að heiman.
Mamma var heldur aldrei sátt við að
búa í Kópavogi því hún er Reykjavík-
urdama, Vesturbæingur í húð og hár.
Það fór líka svo á endanum að for-
eldrar mínir fluttu á Ásvallagötu og
bjuggu þar síðustu árin sem pabbi
lifði.“
Kristín móðir Jóhannesar ólst upp
á Öldugötunni, þar sem faðir hennar
rak verkstæði í litlum skúr við húsið.
„Mamma er ein átta barna
ömmu, Sigríðar Þórðardóttur og afa,
Jóhannesar Þórðarsonar. Af þessum
átta börnum voru þrennir tvíburar,“
segir hann og af svip hans má ráða
að hann er að hugsa um hvernig fólk
fór að á þeim tímum sem enga fé-
lagslega aðstoð var að fá.
„Afi hafði verið bóndi en bæklað-
ist mikið eftir að hann féll af hestbaki.
En hann hafði sjálfsbjargarviðleitni
og var þúsundþjalasmiður. Hann
smíðaði verkfæri sín sjálfur og gerði
við koppa og kirnur, klukkur og stóla.
Ég segi að fólk sem er fætt 40+ eld-
ist öðruvísi en þeir sem fæddust tut-
tugu árum fyrr. Við höfum ekki liðið
vosbúð, þrældóm eða hungur eins
og þetta fólk bjó víða við. Svo kveða
lögin á um að fólk í fullu fjöri eigi að
hætta að vinna úti, 67 ára. Þetta hlýt-
ur að eiga að þróast með öðru og fólk
að eiga kost á því að fá að vinna eitt-
hvað áfram ef kraftar þess leyfa. Að
fólk með fulla starfskrafta megi ekki
vinna eftir ákveðinn aldur nema að
ellilífeyrir þeirra skerðist finnst mér
fáránlegt. Þetta fólk má vinna sér inn
25 þúsund krónur á mánuði án þess
að lífeyrir skerðist, en mér finnst nær
að miða upphæðina við 100 þúsund
krónur. Það myndu allir græða á því.
Fyrst og fremst fólkið sjálft að vera
ekki dæmt úr leik, ríkið fengi tekju-
skatt og lyfjakostnaður myndi snar-
lækka. Þegar fólk í fullu fjöri - eins
og sjötugt fólk er í dag - er dæmt til
að vera heima og bíða þess eins hvað
verði næst, þá er ekki við góðu að bú-
ast.“
Faðir í heimi þunglyndis
Jóhannes veit hvað hann er að
tala um. Hann horfði á föður sinn
hverfa inn í heim þunglyndis að lok-
inni starfsævi sinni.
„Mér finnst það tóm mannvonska
sem liggur að baki lagasetningu sem
þeirri að fólk megi ekki vinna eftir að
ákveðnu aldursmarki er náð,“ seg-
ir hann. „Þetta er afburða fólk með
þjónustulund og verksvit í fartesk-
inu. Fólk verður einmana og þung-
lynt þegar það er dæmt frá þátttöku
í þjóðfélaginu. Ég get auðvitað ekki
fullyrt að starfslok föður míns hafi
átt allan þátt í þunglyndi hans, en tel
þau vera undirrót sjúkdómsins. Líf-
ið er svo hverfult. Pabbi, sem hafði
verið hvers manns hugljúfi og allra
manna kátastur, hvarf í heim þung-
lyndis eftir að hann hætti að vinna.
Hann lifði í fimmtán ár eftir það og
leið mikið í sínu sálarástandi. Lykill-
inn að því að maður sættir sig við að
kveðja foreldra sína held ég að hljóti
að vera sá að maður hafi lifað í sátt
og samlyndi við þá. Við faðir minn
vorum mjög samrýmdir og vörðum
miklum tíma saman. Þegar hann
féll frá eftir þessi veikindi, held ég að
hann hafi verið saddur lífdaga og þar
af leiðandi var ég sáttur líka þegar að
kveðjustundinni kom.“
Starfsfólk er bensínið á bílinn
Aðspurður segist Jóhannes þeirrar
skoðunar að framkoma yfirmanna og
eigenda fyrirtækja ráði engu minna
um það hvernig fyrirtækjum haldist
á starfsfólki heldur en launakjör.
„Við erum með fátt en mjög gott
fólk á skrifstofu Bónuss. Bónus er
átján ára fyrirtæki og tvær konur á
skrifstofunni hafa verið hjá okkur í
sautján ár. Auðvitað reynir maður að
halda utan um gott fólk. Starfsfólkið
er bensínið á bílinn. Ef það vantar
bensín þá höktir bíllinn.“
Engu að síður er það svo að fólk
skiptir oft um vinnu, einkum hinir
ungu. Hvað telur Jóhannes að valdi
því?
„Þetta er kannski sá mórall sem
hefur skapast í þenslunni,“ svar-
ar hann. „Það er svo auðvelt að fara
milli fyrirtækja. Margir halda að gras-
ið sé grænna hinum megin. Þegar
það er 110% atvinna í landinu, þá er
fólk óhrætt við að skipta um starf. En
þá er líka ákveðin hætta á því að fólk
verði ekki eins trútt sínu fyrirtæki og
tíðkaðist áður fyrr. Húsbóndaholl-
ustan er ekki eins mikil. Auðvitað
skiptir öllu máli hvernig fólki líður
á vinnustað og hvernig yfirmenn og
eigendur koma fram við starfsfólk
sitt. Laun hafa talsvert mikið að segja
en það skiptir fólk ekki síður máli
hvernig það er virt á vinnustaðnum.
Það er orðin svo mikil hreyfing og
hraði á ungu fólki í dag,“ bætir hann
við. „Ungt fólk er stöðugt að leita að
einhverju meira spennandi og það
er svo auðvelt nú til dags að hætta
einhvers staðar og komast inn ann-
ars staðar. Þess vegna myndast ekki
sá stöðugleiki sem við þekkum sem
eldri erum. Margt ungmennið átt-
ar sig hins vegar ekki á því að þegar
starfað er lengi á einum stað og fólk
nær betri tökum á starfi sínu, þeim
mun betur er hægt að gera við fólk í
launum.“
Jón Ásgeir líkari Óla í Olís
Úr þessari umræðu læði ég inn
því allra nýjasta sem ég heyrði um
Jóhannes í Bónus. Að hann og Óli í
Olís hafi verið bræðrasynir?
„Já, við Óli erum bræðrasynir
og vorum miklir vinir. Við töluðum
saman nánast daglega og áttum mik-
il og góð samskipti, líkt og feður okk-
ar. Sigurður pabbi Óla og Jón pabbi
minn, voru einu synir ömmu og afa
sem komust á legg og því samskiptin
innan fjölskyldunnar kannski meiri
og nánari en algengt er. Þeir bræður
báru mikla umhyggju hvor fyrir öðr-
um og það féll aldrei styggðaryrði
milli þeirra. Þannig hefur það líka
verið milli okkar systkinanna – það
er enginn hávaði í kringum okkur
Ester!“ segir hann brosandi.
Óli í Olís var mikill athafnamað-
ur og áberandi í íslensku samfélagi.
Hann lést langt fyrir aldur fram árið
1992. Þegar Jóhannes er spurður
hvort viðskiptavit þeirra frænda liggi
í genunum svarar hann að bragði:
„Nei, ég held að það sé bara
meira og minna áunnið. Og hvað
er viðskiptavit? Er það ekki bara
verksvit og áræðni í bland? Óli var
HúSbÓndaHOlluSta
ekki SJÁlFgeFin
Jóhannes við opnun fyrstu Bónusversl-
unarinnar fyrir 18 árum. „Þar er fámennt
starfslið, en tvær konur hafa unnið hjá
okkur í sautján ár af þessum átján.“
Óli var djarfur, miklu
djarfari en ég og ég
myndi frekar segja að
Jón Ásgeir sé líkur Óla en
ég. Kannski er eitthvað
af þessu í genunum?