Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Síða 57
Starfsferill
Lúðvík fæddist í Reykjavík 21.4.
1959 en ólst upp í Hafnarfirði. Hann
lauk prófum frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1978, var við nám í bak-
araiðn hjá Brauðgerð KÁ á Selfossi
1974-77 og í bakaríinu Kringlunni
og Bernhöftsbakaríi 1977-78, lauk
sveinsprófi í bakaraiðn 1978, lauk
stúdentsprófi frá Flensborgarskóla
1978 og BA-prófi í íslensku frá HÍ
1984.
Lúðvík var starfsmaður á skrif-
stofu Alþýðubandalagsins 1978,
blaðamaður á Þjóðviljanum 1979-89,
fréttastjóri þar 1987-89, starfsmaður
Blaðamannafélags Íslands frá 1989-
2002 auk kennslustarfa og margvís-
legra starfa við ritstörf og fjölmiðla.
Hann var formaður æskulýðsnefnd-
ar Alþýðubandalagsins 1978, ritstjóri
bæjarblaðsins Vegamóta 1979-95,
formaður bæjarmálaráðs Alþýðu-
bandalagsins í Hafnarfirði 1986-94,
bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins
í Hafnarfirði 1994-98, bæjarfulltrúi
og oddviti Fjarðarlistans 1998-2002,
oddviti Samfylkingarinnar í Hafnar-
firði og bæjarstjóri þar frá 2002, sat í
bæjarráði 1994-95 og aftur frá 1998,
í Hafnarstjórn Hafnarfjarðar 1986-
90 og 1994-98, í Húsnæðisnefnd
Hafnarfjarðar 1990-98, í byggingar-
nefnd Suðurbæjarlaugar 1986-90,
auk setu í fjölmörgum öðrum ráðum
og nefndum á vegum Hafnarfjarðar-
bæjar. Hann var formaður Samtaka
sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu 2004-2006 og situr í stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga frá
2006.
Lúðvík var varaformaður BÍ
1985-87, formaður þess 1987-98,
sat í samninganefnd BÍ 1985-2002,
í stjórn Norræna blaðamannasam-
bandsins 1987-98, í framkvæmda-
stjórn Alþjóðablaðamannasam-
bandsins, IFJ, 1987-98, í skólastjórn
Norrænu blaðamannamiðstöðvar-
innar í Árósum 1991-96, formaður
Fjölmiðlasambandsins frá stofn-
un 1998-2001 og formaður knatt-
spyrnufélagsins Hauka 1992-2002.
Bækur Lúðvíks sem út hafa
komið: Saga knattspyrnufélags-
ins Hauka, útg. 1990; Saga Fé-
lags byggingariðnaðarmanna, útg.
1992; Verslunarsaga Hafnarfjarðar
í sex hundruð ár, útg. 1994, og Saga
Skógræktarfélags Hafnarfjarðar,
útg. 1996.
Fjölskylda
Lúðvík kvæntist 25.6. 1995
Hönnu Björk Lárusdóttur, f. 2.11.
1959, húsmóður. Hún er dóttir Lár-
usar Sigurðssonar, f. 1919, nú lát-
inn, verslunarmanns í Hafnarfirði,
og k.h., Guðlaugar Hansdóttur, f.
1920, húsmóður.
Synir Lúðvíks og Hönnu Bjarkar
eru Lárus Lúðvíksson, f. 31.7. 1984,
viðskiptafræðinemi við Hí; Brynjar
Hans Lúðvíksson, f. 3.3. 1989, nemi
við Flensborg; Guðlaugur Bjarki
Lúðvíksson, f. 2.10. 1996, grunn-
skólanemi.
Systkini Lúðvíks eru Gunnar
Geirsson, f. 15.1. 1953, viðskipta-
fræðingur og fisktæknir á Fáskrúðs-
firði; Hörður Geirsson, f. 19.5.
1962, tölvunarfræðingur í Hafnar-
firði; Ásdís Geirsdóttir, f. 1.10. 1966,
þroskaþjálfi í Hafnarfirði; Þórdís
Geirsdóttir, f. 1.10. 1966, húsmóðir
í Hafnarfirði.
Foreldrar Lúðvíks eru Geir
Gunnarsson, f. 12.4. 1930, fyrrv.
alþm. og nú vararíkissáttasemjari,
og k.h., Ásta Lúðvíksdóttir, f. 9.12.
1930, framhaldsskólakennari.
Geir er sonur Gunnars Ingi-
bergs, sjómanns Hjörleifssonar, b.
á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka Há-
konarsonar. Móðir Gunnars var
Guðbjörg Gunnarsdóttir. Móð-
ir Geirs er Björg Björgólfsdóttir,
húsmanns á Litlu-Háeyri Ólafs-
sonar, b. í Einkofa, Björgólfssonar.
Móðir Bjargar var Elín Pálsdóttir,
formanns í Nýjabæ, bróður Katr-
ínar, ömmu Guðmundar Í. Guð-
mundssonar ráðherra. Bróðir Páls
var Eyjólfur, faðir Andrésar, alþm.
í Síðumúla. Annar bróðir Páls var
Magnús, prófastur og alþm. á Gils-
bakka, faðir Péturs, ráðherra og
varaformanns Sjálfstæðisflokksins.
Páll var sonur Andrésar, hrepp-
stjóra í Syðra-Langholti Magn-
ússonar, alþm. í Syðra-Langholti
Andréssonar. Móðir Andrésar var
Katrín, systir Kolbeins á Hlemmi-
skeiði, langafa Guðríðar í Tryggva-
skála, ömmu Guðlaugs Tryggva
Karlssonar. Katrín er dóttir Eiríks,
ættföður Reykjaættar Vigfússonar,
og Ingunnar Eiríksdóttur, ættföð-
ur Bolholtsættar Jónssonar. Móðir
Elínar var Geirlaug Eiríksdóttir, b. í
Húsatóftum á Skeiðum Jónssonar,
og Ingibjargar Freysteinsdóttur.
Ásta er dóttir Lúðvíks, bakara-
meistara á Selfossi, bróður Guðna
prófessors, föður Bjarna, prófess-
ors og fyrrv. alþm. Lúðvík var son-
ur Jóns, formanns á Gamla-Hrauni
Guðmundssonar, formanns á
Gamla-Hrauni, bróður Jóhanns, afa
Ragnars í Smára. Guðmundur var
sonur Þorkels, formanns í Munda-
koti Einarssonar, spítalahaldara í
Kaldaðarnesi Hannessonar. Móðir
Jóns var Þóra Símonardóttir, smiðs
á Gamla-Hrauni Þorkelssonar.
Móðir Símonar var Valgerður Ara-
dóttir, b. í Neistakoti Jónssonar, b.
á Grjótlæk, Bergssonar, ættföður
Bergsættar Sturlaugssonar. Móðir
Lúðvíks var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í
Miðhúsum Jónssonar, bróður Hall-
dórs, afa Halldórs Kiljans Laxness.
Jón var sonur Jóns yngra, á Núpum,
bróður Einars, langafa Garðars,
kaupmanns í Hafnarfirði, föður
Guðmundar H., fyrrv. alþm. Móð-
ir Jóns í Miðhúsum var Sigríður
yngri, systir Guðna, langafa Sigríð-
ar, móður Vigdísar Finnbogadótt-
ur. Gísli var sonur Guðna, ættföður
Reykjakotsættar Jónssonar. Móðir
Ástu var Lovísa Þórðardóttir, verka-
manns í Sjólyst Björnssonar, b. í
Móeiðarkotshjáleigu Árnasonar.
DV Ættfræði miðvikudagur 4. apríl 2007 57
Framvegis mun DV birta tilkynning-
ar um stórafmæli, afmælisbörnum
að kostnaðarlausu. Tilkynningarnar
munu birtast á ættfræðiopnunni sem
verður í helgarblaði DV á föstudög-
um. Með stórafmælum er hér átt við
40 ára, 50 ára, 60 ára, 70 ára, 75 ára,
80 ára, 85 ára, 90 ára, 95 ára og 100
ára afmæli.
Þær upplýsingar sem hægt er að
koma á framfæri í slíkum tilkynn-
ingum eru nafn afmælisbarnsins,
fæðingardagur þess og ár, starfsheiti,
heimilisfang, nafn maka, starfsheiti
maka, nöfn barna (án fæðingardags,
starfsheitis eða maka), nöfn foreldra
afmælisbarnsins og tilkynning um
gestamóttöku eða önnur áform varð-
andi afmælisdaginn.
Á hverjum föstudegi verða birtar
slíkar tilkynningar um þá sem eiga
afmæli á föstudeginum sem blaðið
kemur út á til fimmtudags í vikunni á
eftir. Þannig verða tilkynningarnar
um afmæli á sjálfum útgáfudeginum
og næstu viku fram í tímann.
Senda skal afmælistilkynningar á
netfangið kgk@dv.is. Tilkynningarn-
ar verða að berast blaðinu eigi síðar
en kl. 15 á miðvikudegi. Það er afar
brýnt að þeim fylgi skýr andlitsmynd
af afmælisbarninu.
AfmælistilkynningAr á ættfræðisíðu
MAÐUR VIKUNNAR
Lúðvík Geirsson
bæjarstjóri í Hafnarfirði
Lúðvík Geirsson, bæjar-
stjóri í Hafnarfirði, hefur
öðrum pólitíkusum frem-
ur verið í sviðsljósi stjórn-
málanna síðastliðna viku
vegna kosninganna um
deiliskipulag fyrir stækkað
álver í Straumsvík. Hann
hefur verið gagnrýndur af
pólitískum andstæðingum
fyrir að láta ekki uppi per-
sónulega afstöðu sína til
kosningamálefnisins. En
honum hefur jafnframt
verið hrósað af samherj-
um og mótherjum fyrir að
standa að kosningunum og
fyrir góða skipulagningu og
framkvæmd kosninganna.
Veisla í miðborginni
Veislukompaníið er alhliða veislu- og
fundaþjónusta, nýr og spennandi valkostur
í miðborginni. Þú gengur að fyrsta flokks
húsnæði með öllum tæknibúnaði, frábærum
veitingum og þjónustu á besta stað í bænum.
Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is