Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 64
miðvikudagur 4. apríl 200764 Páskablað DV Umsjón: Sigga Ella og Ása Ottesen. Netfang: tiska@dv.is Tíska Nýja Nikitaretró í Smáranum og Smash í kringlunni eru að fá nýju línuna frá Nikta núna um helgina. Eins og aðalhönnuður Nikita, hún Helga Birgisdóttir segir þá er þetta stærsta og jafnvel flottasta línan sem hefur komið í búðir hingað til. Það er mikið um nýja og flotta jakka sem og buxur og boli.Fyrir þá sem langar að sjá meira af nýju línunni eða bara að forvitnast geta kíkt á slóðina: http://nikitaclothing.com/nikita2007/ Kate Moss manía Eins og flestir vita þá er madonna búin að vera að hanna fyrir H&m en það sem færri vita er að kate moss sýndi nýju línuna sína fyrir Top Shop núna á þriðjudaginn sem leið. Þessi eðalpía sem flestir dýrka og dá, bæði fyrir þokka sem og flottan stíl olli engum vonbrigðum frekar en fyrri daginn. Talsmenn Top Shop segja að línan hennar verði ekki lengi að tæmast úr búðunum enda ekki við neinu öðru að búast. Tiger of Sweden rís hærra og hærra. Hið sænska fatamerki Tiger of Sweden opnaði nýverið nýja og stærri búð í annari höfuðborg íslendinga, kaupmannahöfn. Þetta sænska fatamerki hefur risið hærra og hærra með hverju árinu og frændur vorir í Norðurlönd- unum virðast vera mjög uppteknir af merkinu. Það er því um að gera fyrir versluna- glaða íslendinga í danmörku að láta ekki merkið og þessa nýju búð fram hjá sér fara á röltinu um miðbæinn. Tiger of Sweden er staðsett á Fiolstræde 3, 1171 köbenhavn k. aukahluturiNN er... hárskraut Chanel, haust/vetur 2007-8. luis vuitton, vor/haust 2007. Sonia rykiel, haust/vetur 2007-8. Jean paul gaultier haust/vetur 2007-8. Gulur, rauður, grænn og blár Jean paul gaultier haust/vetur 2007-8 Ozio, Smáralind. Oasis, Smáralind. Spútnik, kringlunni. Top Shop, Smáralind. Spútnik, kringlunni. Spútnik, kringlunni. Spútnik, kringlunni. Ozio, Smáralind. Noa Noa, kringlunni. Noa Noa, kringlunni. aukahluturinn að þessu sinni í tískuheiminum er höfuðskraut eða höfuðbönd. allt frá mjög einföldum svörtum höfuðböndum eins og hjá Burberryprosum eða gullböndum með grískum sjarma eins og frá Hermés. Hvort sem um er að ræða silki eða bómul, perlur eða blóm er allt leyfilegt. veldu þitt uppáhalds og það sem undirstrikar þinn persónulega stíl. gulur er heitur litur eins og rauður, hann er sólin, gleði og hamingja. Þó svo hann sé í litaspekinni einnig tengdur við svik og hugleysi. verum sætir gulir páskaungar í tilefni páskanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.