Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Síða 73
Breski leikarinn Ian McKellen gagnrýnir framleiðend-
ur fyrir að hvetja samkynhneigða leikara til að bæla
kynhneigð sína:
Hvetur samkynhneigða
leikara út úr skápnum
Ian McKellen stórleikari
sem leikið hefur í myndum á
borð við The Da Vinci Code,
Hringadróttinssögu og X-Men,
hefur gagnrýnt framleiðendur í
Hollywood sem hann segir hvetja
samkynhneigða leikara til að
halda sig inni í skápnum. Hinn 67
ára gamli leikari tilkynnti í bresku
útvarpi árið 1988 að hann væri
samkynhneigður og hefur síðan
þá hvatt aðra samkynhneigða
leikara til að gera slíkt hið sama.
McKellen segir að miðað við
frjálslegt viðhorfið í Hollywood
sé undarlegt að þar sé starfræktur
svona stór iðnaður á borð við
kvikmyndaiðnaðinn sem
virkilega banni fólki að vera
samkynhneigt í vinnunni.
„Ég hugsa nú bara með mér
hvort fólk með svona hugarfar
sé fært um að framleiða góðar
kvikmyndir,“ segir leikarinn
og bætir svo við að það séu
í rauninni framleiðendurnir
sjálfir sem eigi við vandamál að
stríða fyrst það sé svona erfitt
fyrir þá að ímynda sér að fólk
geti hrifist af aðila af sama kyni.
„Þeir hljóta bara að lifa alveg
ofsalega óspennandi lífi,“ lætur
Ian McKellen hafa eftir sér að
lokum.
Gandálfur í Hringadróttinssögu
Segir framleiðendur í Hollywood
lifa óspennandi lífi.
Ian McKellen
kom út úr
skápnum 1988
Ósáttur við
skilningsleysi í
garð samkyn-
hneigðra.
Neitar
nektarsenum
Leikkonan Scarlett Johansson
krefst þess nú að það verði sett
ákvæði sem kveði á um að hún
leiki ekki í nektaratriði inn í alla
kvikmyndasamninga sína. Hin
lostafulla 22 ára gamla leikkona er
staðráðin í því að fá fólk til að líta
á sig sem alvöru leikkonu og mun
héðan í frá ekki líta við neinum
hlutverkum sem innihalda nekt.
Scarlett gæti hins vegar þurft að
hugsa sig aðeins um í sambandi
við nektina ef hún fær hlutverk sem
Jenna Jameson í fyrirhugaðri mynd
um líf klámmyndaleikkonunnar
en það má búast við þó nokkrum
nektarsenum í þeirri mynd og
Scarlett er ein af þeim sem er orðuð
við aðalhlutverkið.
Mynd um
Flórída-
talninguna
Óskarsverðlaunahafinn Sydney
Pollack mun leikstýra mynd
sem er byggð á hinni umdeildu
atkvæðatalningu í Flórída í
bandarísku forsetakosningunum
árið 2000. Myndin sem mun bera hið
viðeigandi nafn Recount mun fara á
bak við tjöldin þegar George W. Bush
og Al Gore tókust á í kosningunum.
Myndin mun sýna þá valdabaráttu
sem átti sér stað meðan á mánaðar-
löngum ósköpunum stóð en Bush
sigraði þrátt fyrir að fá færri atkvæði.
Paula Weinstein framleiðandi
myndarinnar segir: „Mér finnst
handritið magnað og núna erum við
með hinn fullkomna leikstjóra.“
Páska
The Science of Sleep
Græna ljósið býður upp á þessa
súrrealísku gamanmynd eftir Michel
Gondry. Hann hefur áður gert
myndina Eternal Sunshine of the
Spotless Mind með Jim Carrey en er
þekktastur fyrir tónlistarmyndbönd
sín.
Myndin fjallar um hinn unga og
óörugga Stéphane Miroux, sem
flytur til Parísar eftir dauða föður
síns til að vera nærri móður sinni.
Stéphane fær leiðinlega vinnu og er
hálfleiður á lífinu þegar hann
kynnist nágranna sínum, Stéphanie,
og verður ástfanginn af henni, en
það er enginn dans á rósum að tjá
henni það. Hann ákveður því að
flýja inn í draumaheiminn til þess að
vinna hana á sitt band. Hvað er
draumur og hvað er raunveruleiki?
IMDB: 7,6/10
Rottentomatoes: 69%/100%
Metacritic: 70/100
Sunshine
Það er snillingurinn
Danny Boyle sem
leikstýrir myndinni
Sunshine. Hann
hefur áður gert
myndir eins og
Shallow Grave,
Trainspotting, A Life
Less Ordinary og 28
Days Later.
Myndin gerist eftir
50 ár. Sólin er að
deyja og mannkynið
með. Síðasta von
mannkynsins er eitt geimskip og áhöfn
þess sem samanstendur af átta
mönnum og einni konu. Geimfararnir
eru með búnað meðferðis sem mun
hleypa nýju lífi í sólina sé honum
komið fyrir á réttum stað. Þegar
leiðangur þeirra er hálfnaður gerast
hræðilegir hlutir. Mistök sem hafa
skelfilegar afleiðingar. Þau ná engum
samskiptum við jörðina en fá merki frá
geimskipi sem hvarf sjö árum áður.
Áhöfnin þarf að berjast fyrir lífi sínu og
geðheilsu.
Fínir leikarar eru í myndinni og ber þar
helst að nefna Cillian Murphy sem lék
meðal annars aðalhlutverkið í 28 Days
Later. Hann hefur einnig leikið í
Batman Begins og Red Eye. Þá leika
einnig í myndinni þau Rose Byrne,
Chris Evans og Cliff Curtis.
IMDB: 7,4/10
Rottentomatoes: ekki til
Metacritic: ekki til
Happily N‘Ever After
Paul J. Bolger og Yvette Kaplan
leikstýra þessari teiknimynd. Paul er
óreyndur en Kaplan hefur áður verið
meðleikstjóri í myndinni Beavis and
Butt-Head Do America.
Myndin er byggð á hinu klassíska
ævintýri um Öskubusku eða Cinderella.
Frieda er ill stjúpmóðir Ellu. Hún
stjórnar hópi óþokka sem ráða ríkjum.
Ella er orðin þreytt á óréttlætinu sem á
sér stað og stofnar andspyrnuhreyf-
ingu. Í heimi þar sem hamingjusöm
endalok eru fyrir bý reynir Ella að
bjarga konungsríkinu.
IMDB: 2,3/10
Rottentomatoes: 4%/100%
Metacritic: 28/100
FRÁ DANNY BOYLE
LEIKSTJÓRA 28 DAYS LATER
OG TRAINSPOTTING KEMUR
SPENNUTRYLLIR ÁRSINS!
SÓLIN ER AÐ DEYJA.
ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI?
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á
MIÐASALA Í BORGARBÍÓ Á
SUNSHINE kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA
THE SCIENCE OF SLEEP kl. 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA
ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 6
TMNT kl. 6 B.I. 7 ÁRA
SCHOOL FOR SCOUNDRELS kl. 5.45, 8 og 10.15
THE ILLUSIONIST kl. 8 og 10.15
SUNSHINE kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA
MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11
MR. BEAN´S HOLID. SÝND Í LÚXUS kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11
ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 2 og 4
TMNT kl. 2, 4, 6, og 8 B.I. 7 ÁRA
SCHOOL FOR SCOUNDRELS kl. 5.45, 8 og 10.15
THE HITCHER kl. 10 B.I. 16 ÁRA
EPIC MOVIE kl. 1.50 og 3.50 B.I. 7 ÁRA
HOT FUZZ kl. 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
SCHOOL FOR SCOUNDRELS kl. 8 og 10
ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 6
TMNT kl. 6 B.I. 7 ÁRA
STRANGLEGA BÖNNUÐ
INNAN 16 ÁRA
PÁSKAMYNDIN Í ÁR
PÁSKAMYNDIN Í ÁR
ANNAR ÞESSARA
TVEGGJA
HEFUR
HEILA
Á STÆRÐ
VIÐ HNETU !
PÁSKAMYNDIN 2007
HEIMSFRUMSÝNING