Fréttatíminn - 26.11.2010, Side 2

Fréttatíminn - 26.11.2010, Side 2
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – Þú nnur ölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is Vera Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu innrás Bandaríkjanna í Írak 2003, hefur verið tilefni langvinnra deilna. Enn hefur ekki verið að fullu skýrt hvernig staðið var að þeirri ákvörðun að nafn Íslands fór á listann, sem var fyrst lesinn upp af talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins, Richard Boucher, hinn 18. mars 2003. Tveimur dögum síðar réðust Bandaríkin, ásamt Bret- landi og fleiri ríkjum, inn í Írak. Fyrir liggur að ákvörð- unin var tekin af Davíð Oddssyni, þáverandi for- sætisráðherra, og Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra. Mjög hefur verið deilt á það að ráðherr- arnir báru ákvörðun sína um stuðninginn við hernaðaraðgerðirnar ekki undir utanríkismálanefnd Alþingis. Ítrekað hefur verið bent á að málsmeðferð þeirra hljóti að hafa stangast á við 24. gr. laga um þingsköp Alþingis, en þar segir: „Utanríkis- málanefnd skal vera ríkis- stjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkis- mál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum.“ Deilurnar hafa þó langt í frá aðeins snúist um formlega afgreiðslu ráðherranna fyrrverandi. Andstaða þjóðarinnar við stuðninginn við innrásina vegur þar ekki síður þungt. Skoðanakann- anir staðfestu ítrekað að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar var mjög mót- fallinn veru Íslands á lista hinna viljugu þjóða. Ein af getgátunum um ástæðurnar að baki ákvörðun Davíðs og Halldórs er að stuðningurinn við innrásina hafi átt að tryggja áframhaldandi veru bandaríska varnarliðsins hér á landi. Minnis- blaðið hér til hliðar bendir til að sú hafi verið raunin, en þó ekki dugað til. Stuðningur Ís- lands var aldrei ræddur á þingi, né öðrum opinberum vettvangi, áður en upplýst var um hann af talsmanni bandaríska utanríkisráðu- neytisins. Eftir að málið komst i hámæli voru ýmis rök tiltekin fyrir ákvörðun- inni. Meðal annars að Bandaríkin væru sögu- legir bandamenn Íslands. Fjöldi Nato-ríkja var þó ekki á listanum, né hefð- bundnir stuðningsmenn Bandaríkjanna í Suður- og Mið-Ameríku. Innrásin var í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Íslands var ekki aðeins pólitískur heldur greiddu Ís- lendingar um 500 þúsund evrur fyrir átta til níu flugferðir með vopn, skotfæri og annan varning frá Slóveníu til Íraks. Vilja öll gögn birt Sendiherra og sendifulltrúi gengu í dag á fund Heather Conley, varaaðstoðarutanríkisráðherra fyrir Norður- og Mið-Evrópu í utanríkisráðuneytinu. Sendiherrann vísaði til símasamtals við varaaðstoð- arutanríkisráðherrann í gær og svör við málaleitan Bandaríkjastjórnar um stuðning íslenskra stjórnvalda við fyrirhugaðar hernaðaraðgerðir Bandaríkja- stjórnar gagnvart Írak. Sendiherra upplýsti um nýja ákvörðun varðandi afstöðu íslenskra stjórnvalda í dag. Ákveðið hefði verið að styðja aðgerðirnar og að nefna mætti Ísland á lista yfir stuðningsríki. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefði verið upplýst um þetta fyrr um daginn. Heather Conley þakkaði fyrir þessar upplýsingar og kvað afstöðu Íslendinga hafa mikla þýðingu fyrir Bandaríkjastjórn. Sendiherra sagðist vilja undirstrika, að þessi ákvörðun hefði ekki verið auðveld fyrir íslensk stjórn- völd, einkanlega í ljósi þess að Ísland hefði ekki yfir herafla að ráða, og því ekki auðvelt fyrir stjórnvöld að samsama sig hernaðaraðgerðum með þessum hætti, auk þess sem almenningur á Íslandi væri frábitinn hernaðaraðgerðum. Í ljósi komandi alþingiskosninga, hefði ríkisstjórnin því hætt miklu með þessum afger- andi stuðningi við hernaðaraðgerðir án samþykkis Öryggisráðsins. Conley kvað bandarísk stjórnvöld átta sig vel á hinni erfiðu aðstöðu stjórnvalda á Íslandi. Í því sam- bandi minntist hún á hina snörpu umræðu sem danski forsætisráðherrann hefði orðið að taka þátt í á Ríkisdeginum. Sendiherrann minntist á að Ísland gæti orðið skot- mark hryðjuverkamanna vegna stuðningsins. Conley tók undir þetta og sagði bandarísk stjórnvöld taka hótanir Íraka um hefndaraðgerðir mjög alvarlega. Viðbúnaður vegna hættuástands í Washington hefði verið hækkaður um eitt stig. Sendiherra kvaðst vilja nota tækifærið í þessu sambandi, til að vekja athygli á fjórðu máls- greininni, sem lesin hefði verið upp fyrir bandaríska sendiherrann á föstudag þess efnis að stuðn- ingur Íslands með þessum hætti hefði þýðingu fyrir öryggismál Íslands, sem þyrfti að fjalla um. Hann vísaði einnig til samræðna skrifstofustjóra alþjóða- skrifstofu við sendifulltrúa bandaríska sendiráðsins í dag, sbr. símasamtal, þar sem skrifstofustjórinn hefði vakið athygli á því, að á sama tíma og Banda- ríkjastjórn væri að leita eftir stuðningi Íslendinga við hernaðaraðgerðir, væri á borðinu fyrirætlanir um breytingar á vörnum Íslands, sem íslensk stjórnvöld teldu kippa stoðunum undan vörnum landsins. Conley sagðist skilja vel að þessar spurningar kæmu núna fram hjá Íslendingum og taldi þær sann- gjarnar. Hún kvaðst hafa meðtekið þessar röksemdir. Hún sagði margar hugmyndir um varnarfyrir- komulag vera á lofti og að þær tengdust ekki endilega flugsveitinni. Hún kvaðst vilja segja, án þess að það yrði haft eftir, að Bandaríkjastjórn áttaði sig vel á því að stuðningur ríkja við aðgerðirnar væri nokkru verði keyptur. Mátti á henni skilja að stuðningur íslenskra stjórnvalda myndi hafa jákvæð áhrif á umfjöllun bandaríska utanríkisráðuneytisins um málefni, sem útistandandi eru í varnarsamstarfi ríkjanna, hver svo sem niðurstaðan yrði. Kom fram hjá henni megn óánægja með framgöngu Evrópusambandsins í málinu, og kvað hún ESB hafa beinlínis haft í hótunum við tvö austur-evrópsk um- sóknarrríki í því skyni að halda þeim frá formlegum stuðningi við Bandaríkin. Sendiherrann lauk máli sínum með því að vísa til hádegisverðarfundarins með Conley um daginn, og sagði að ljós væri að Ísland væri aftur komið á radarinn hjá Banda- ríkjastjórn. Guðni Bragason  Íraksskjöl Fundur Í bandarÍska utanrÍkisráðuneytinu Í Washington Minnisblað sendifulltrúans Hér má sjá í heild minnisblaðið sem Guðni Bragason sendifulltrúi sendi íslenska utanríkisráðu- neytinu 18. mars 2003, þar sem gerð er grein fyrir fundi hans og Helga Ágústssonar sendiherra í bandaríska utanríkisráðuneytinu í Washington.  listi hinna viljugu ÞingmannaneFnd rannsaki málið Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartil- laga um að kosin verði rannsóknar- nefnd sem fái það hlutverk að kanna aðdraganda ákvörðunar um stuðning Íslands við innrásina í Írak árið 2003. Samkvæmt tillögunni á nefndin að fá í hendur öll gögn stjórn- valda, þar með taldar fundargerðir, minnisblöð og greinargerðir, sem varpað geti ljósi á málið. Gögnin á að gera opinber. Fundir nefndar- innar eiga að vera opnir og á hún að hafa heimild til að kalla hvern þann til fundar við sig sem kann að geta upplýst um tildrög ákvörðunarinnar. Ef tillagan verður samþykkt munu sitja í henni fimm þingmenn, fulltrúar allra flokka. Sendiherrann minntist á að Ísland gæti orðið skotmark hryðjuverka- manna vegna stuðn- ingsins. Conley tók undir þetta ...  Íraksskjöl davÍð og halldór Ákveðið af tveimur mönnum  stjórnvaldssektir olÍuFélögin Freista Þess að Fá sektirnar lækkaðar Fyrir dómi Fimm ára sektargreiðslur enn fyrir héraðsdómi Það er galli á réttarfarinu í landinu að mál olíufélaganna Essó, Olís og Skelj- ungs gegn Samkeppniseftirlitinu og ríkinu sé enn fyrir héraðsdómi fimm árum eftir að það var fyrst dómtekið. Þetta segir Heimir Örn Herbertsson, lögmaður ríkisins og Samkeppniseftir- litsins í máli olíufélaganna þar sem þau freista þess að fá hrundið ákvörðun um 1,5 milljarða sekt vegna samráðs á ár- unum 1993-2001. Heimir Örn segir það gagnrýnivert að héraðsdómur, sem og Hæstiréttur, hafi leyft lögmönnum olíufélaganna að afla nýrra matsgerða óháðra sérfræð- inga á skaðanum sem félögin ollu með samráðinu, eftir að ríkið og Samkeppnis- eftirlitið gagnrýndu fyrri matsgerðina og fengu að vinna sína eigin. Fá ef nokkur fordæmi séu fyrir svo langri málsmeð- ferð fyrir héraðsdómi frá því að núver- andi dómskerfi hafi tekið til starfa sam- kvæmt lögum frá 1989. Olíufélögin greiddu sektirnar á sínum tíma með fyrirvara um niðurstöðu dóms- ins. Fái þau sektirnar lækkaðar fara þau fram á endurgreiðslu með dráttarvöxt- um. Fengju þau alla upphæðina endur- greidda má varlega áætla að dráttar- vextirnir næmu um þremur milljörðum króna. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Kers sem rak ESSÓ, segir olíufélögin einfaldlega vera að láta reyna á atriði sem þau telji að hafi ekki verið rétt í úr- skurði Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma. Heimir Örn segir fyrirhugað að taka málið fyrir um miðjan desember. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is stjórnvaldssektir olÍuFélaganna vegna samráðs Þeirra Skeljungur greiddi 450 MILLjóNIR kR. Essó greiddi 495 MILLjóNIR kR. Olís greiddi 560 MILLjóNIR kR. 2 fréttir Helgin 26.-29. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.