Fréttatíminn - 26.11.2010, Side 12

Fréttatíminn - 26.11.2010, Side 12
J ú, ég get staðfest það að ég sendi þennan póst á alla fasteignasala á mánudaginn,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, að- spurður um póst sem fasteignasalar fengu frá honum þar sem þeir voru varaðir við því að selja blokkaríbúð í austurbænum vegna gruns um að óprúttnir aðilar væru að þvinga eldri konu til að selja hana. Í póstinum eru fasteignasalar beðnir skoða mjög vel öll tilboð sem koma í eignina og ganga ekki frá samningum án þess að ráðfæra sig við Grétar. „Við fengum ábendingu um þetta. Svo virðist sem hjón hafi vingast við konuna til að fá hana til að selja íbúðina og hirða síðan af henni peningana. Þessi kona er einstæðing- ur og því auðvelt skotmark fyrir óheiðarlegt  félag fasteignasala Varar Við að ákVeðin eign sé seld Óttast að óprúttnir aðilar beiti eldri konu þvingunum Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, sendi tölvupóst til allra félaga þar sem þeir voru varaðir við að selja ákveðna eign í austurbæ Reykjavíkur. Grétar Jónasson „Það eina sem við getum gert er að reyna að fyrirbyggja að þessir hlutir gerist.“ Ljósmynd/Hari Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði fyrir héraðsdómi síðastliðinn föstu- dag að hafa orðið Hannesi Þór Helga- syni að bana sunnudaginn 15. ágúst síðastliðinn. Í játningunni sem Frétta- tíminn hefur undir höndum kemur fram að Gunnar Rúnar hafi skipu- lagt morðið á Hannesi í meira en ár og sankað að sér dóti til að fremja verknaðinn – dóti sem hann geymdi í farangursgeymslu bíls síns. Hann segist hafa framið morðið vegna þrá- hyggjukenndrar ástar sinnar á kær- ustu Hannesar, sömu manneskju og hann sendi landsfræga ástarjátningu á youtube. Gunnar viðurkenndi við yfirheyrslu að hafa stungið Hannes í bringu og bak á meðan hann lá sof- andi í rúmi sínu og síðan háls þegar hann reyndi að komast undan. Jónína seldist upp á klukkutíma Neytendur virtust kunna vel að meta þá ákvörðun Of- fice 1 síðastliðinn föstudag að bjóða upp á þrjú hundruð eintök af bókinni Jónína Ben á helmingi lægra verði en N1 býður, og auk þess með skilarétti. Eintökin seldust upp á tæpum klukkutíma í fimm verslunum Office 1, í Skeifunni, Smáralind, Selfossi, Hafnarfirði og Egilsstöðum, og segir Erling Valur Ingason, markaðsstjóri Office 1, að biðröð hafi myndast fyrir utan verslunina í Smáralind áður en hún var opnuð. Hann sagði menn mjög ánægða með árangurinn. Bókin gerði usla á sölulista bókaútgefenda í síðustu viku en þá var hún tvítalin, bæði hjá N1 og Office 1. Sólheimar rétta fram sáttahönd Framkvæmdastjórn Sól- heima leitar nú allra leiða til að komast að samkomulagi við félagsmálaráðuneytið um áframhaldandi rekstur vistheimilisins í Gríms- nesi. Í bréfi sem Guðbjarti Hannessyni félagsmálaráð- herra var sent kemur fram að óhjákvæmilegt verði að loka Sólheimum eftir mánuð og hætta þar með þjónustu við fatlaða eftir áttatíu ára starf ef samkomulag næst ekki.  lögreglumál Játning Stakk Hannes í bringu og háls Kokkalandsliðið vann gull og silfur Íslenska kokkalandsliðið gerði það gott á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg sem lauk á þriðju- daginn. Íslenska liðið vann silfurverðlaun í kalda borðinu á sunnudag og síðan gullverðlaun á heita borðinu á þriðjudag. Árangur íslenska liðsins er stórglæsilegur og sagði landsliðs- kokkurinn Hrefna Rósa Sætran í samtali við fjölmiðla að sigurinn hefði verið ótrúlega sætur. kalkúnn Pipar- grafinn lax á fersku salatbeði Fyllt kalkúnabringa með sætkartöflu- mús, salati og sultuðum rauðlauk Pekan- hnetupie með rjóma Komdu í hátíðar­ stemmingu á Grillhúsinu. Þriggja rétta hátíðar­ matseðill fram að jólum. Kr. 3.700 Fyrir 4 fjóra eða fleiri Föstudaga til sunnudaga eftir kl. 18.00 hátíðar Borðapantanir í síma 5275000 Grillhúsið | Tryggvagötu og Sprengisandi | www.grillhusid.is Jólagjön fæst hjá epli.is Ný MacBook Air fólk,“ segir Grétar. Aðspurður hvort svona atvik séu algeng segir Grétar svo ekki vera en þó hafi komið upp nokkur tilvik. Hann nefnir dæmi sem kom upp fyrr á þessu ári. Þar hafði ung kona vingast við eldri konu sem átti skuldlausa íbúð. Unga konan sannfærði gömlu konuna um að selja sína íbúð og fá í staðinn þrjátíu prósent hlut í hennar húsi. Að sögn Grétars fékk unga konan peningana en gamla konan hluta í yfir- veðsettu húsi. „Sú gamla vill ekki gera neitt í þessu máli og því er afskaplega erfitt fyrir okkur að gera nokkuð. Það eina sem við getum gert er að reyna að fyrirbyggja að þessir hlutir gerist,“ segir Grétar. oskar@frettatiminn.is Svo virðist sem hjón hafi vingast við konuna til að fá hana til að selja íbúðina og hirða síðan af henni pen- ingana.” 12 fréttir Helgin 26.-28. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.