Fréttatíminn - 26.11.2010, Page 21

Fréttatíminn - 26.11.2010, Page 21
 TölvupósTsamskipTi Heiðars más og seðlabankasTjóra Kallaðir mig fífl, ekki einu sinni heldur fjórum sinnum Neðangreindir tölvupóstar fóru á milli Heiðars Más Guðjónssonar og Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra 16. október síðastlið- inn, daginn eftir að seðlabanka- stjóri hafði samband við Birgi Tjörva Pétursson, lögmann kaup- endahópsins, en í því samtali seg- ir Heiðar Már að seðlabankastjóri hafi talið líklegustu leiðina til að ganga frá sölunni vera án Heiðars Más og félagsins Ursusar: Sæll Már, Ég er nú reyndar á ferðalagi með fjöl- skylduna þar sem skólafrí er í Sviss. Mér kom óþægilega á óvart að heyra af símtali sem þú áttir við lögfræðing kaupendahópsins í dag. Þar sem fram kom að líklegast til árangurs væri að sleppa mér úr hópnum. Mér kom þetta sérstaklega á óvart þar sem þú hringdir í mig í síðustu viku og baðst mig um að setja mig í samband við Jón Karlsson í gjaldeyriseftirliti til að ræða aðkomu Ursus að viðskiptunum. Ég fékk aldrei samband við Jón, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en loks fékk ég samband við Sigríði Logadóttur, sem ég ræddi við stuttlega og reyndi að skýra mál mitt og að þú hefðir beðið mig um það. Hún sagði mér að þú værir væntanlegur aftur til vinnu um miðja vikuna eftir fundi í Washington. Ég sendi þér beiðni um símafund, en fékk ekkert svar. Okkar upphaflega samtal varði í um 90 sekúndur, en því miður sást þú þér ekki fært að ræða frekar við mig. Hins vegar ræddir þú við lögfræðing kaupendahópsins sem ég fer fyrir í 20 mínútur í gær. Ég verð að lýsa yfir furðu minni með þetta. Kannski á ég ekki að vera hissa því í þarsíðasta skiptið sem við hittumst, á Þingholti í kvöldverðarboði Seðla- banka Íslands, kallaðir þú mig fífl, að fjölda vitna viðstöddum, og ekki einu sinni heldur fjórum sinnum. Heiðar Sæll Heiðar, Lýsingin á samtali mínu við lögfræðing kaupendahópsins er ekki rétt. Ástæð- an fyrir því að ég taldi mig þurfa að hringja í hann var sú sama og var fyrir því að ég hringdi í þig, þ.e. þrýstingur á starfsmenn Sölvhóls/ESÍ að ganga frá kaupunum. Drátturinn sem hefur orðið á málinu að undanförnu hefur ekkert með þessa starfsmenn að gera en þrýstingurinn hefur verið óþægilegur fyrir þá. Mér sýndist á tölvupósti frá lögfræðingnum að annað hvort vissi hann ekki um ástæðuna eða léti sem hann vissi það ekki. Ég sagði honum frá ástæðu dráttarins en þá kom í ljós að honum var kunnugt um málið. Síðan sagði ég honum að við hefðum verið að rannsaka málið frá ýmsum hliðum, þ.m.t. að afla okkur ytri og innri lögfræðilegrar ráð- gjafar. Endanleg afstaða um hvernig Seðlabankinn myndi snúa sér í málinu hefði ekki verið tekin en þá síðar um daginn yrði fundur þar sem sú afstaða yrði rædd og jafnvel tekin ákvörðun. Ég útskýrði fyrir honum að gjald- eyriseftirlitið væri sjálfstætt í sínum rannsóknum og að ég hefði aldrei haft afskipti af þeim málum að öðru leyti en að setja upp það skipulag sem um starfsemina gildir. Ég get auðvitað spurt spurninga en ákvörðun um hvaða mál eru rannsökuð og í hvaða málum er kært liggur hjá eftirlitinu. Ég sagði honum að ef það yrði niður- staða eftirlitsins að þetta mál færi í kærumeðferð yrði nánast útilokað fyrir Seðlabankann að ganga frá fyrir- liggjandi samningum óbreyttum. Þá kæmu upp tveir möguleikar, þ.e. að kaupendahópurinn breytti sér eða þessu söluferli væri lokið og að ríkið setti kraft í að reka Sjóvá þar til nýir sölumöguleikar opnuðust. Taktu eftir því að þetta þýðir að enn eru þrír möguleikar á borðinu. Ég vil hins vegar vera heiðarlegur við þig með það að líkurnar á því að eftir- litið komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um brot að ræða hafa minnkað frá því við töluðum saman. Þú verður að trúa mér með það að mér þykir það óendanlega leiðinlegt að þessi staða skyldi koma upp. Þar til gjaldeyriseftirlitið flaggaði um hugsanlegt brot taldi ég að við værum á leiðinni að lenda samningum sem fælu það í sér að þú myndir leika stórt hlutverk í endurreisn Sjóvá. Mér leist vel á þær horfur og sló á einstaka gagnrýnisraddir. Ástæðan er sú að ég hef haft töluvert álit á þér og hef að sumu leyti enn. Það kann að vera að þú hafir rétt eftir það sem ég kann að hafa sagt við þig á Þingholti um árið en ekki get ég staðfest það og spyr hvort einhver misskilningur sé á ferðinni? Sé þetta hins vegar rétt, og þú tekið ummælin alvarlega, biðst ég afsökunar á því. Ef þetta gerðist þykir mér líklegt að þetta hafi verið í hita umræðunnar um einhliða upptöku evru eða eitthvað því um líkt enda endurspegla þau orð sem þú hefur eftir alls ekki viðhorf mitt til þín. (Sent af Má Guðmundssyni) úttekt 21 Helgin 26.-28. nóvember 2010 Staðgreiðslulán Borgunar eru einföld leið fyrir verslanir til að bjóða viðskiptavinum sínum að dreifa greiðslum á kreditkort í allt að 48 mánuði. MasterCard og VISA korthafar eiga kost á að nýta sér þessa greiðsluleið. Kostir Staðgreiðslulána Bætt þjónusta Engin þjónustugjöld Uppgjör á öðrum degi Borgun ábyrgist uppgjör til seljanda Hafðu samband við okkur í síma 560 1600 eða á fyrirtaeki@borgun.is og kynntu þér kosti lánanna. Ármúla 30 • 108 Reykjavík Sími 560 1600 • www.borgun.is Auðveldaðu viðskiptin með Staðgreiðslulánum Borgunar glæsilega r jólagja fir! frábært v erð! Northbrook blizzard Parka Vetrarúlpa með hettu og loðkraga. Vindhelt efni sem hrindir frá sér vatni. Svört og dökkbrún í herrastærðum. Svört og ljósbrún í dömustærðum. úlPa frábært verð 16.990 HELGARBLAÐ Sími 531 3300

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.