Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 31

Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 31
einstaklingarnir koma alltaf upp á réttum tíma. Það var enginn að tala um Jóhönnu sem leiðtoga í að­ draganda þess að hún tók við en hún var akkúrat rétta manneskjan á réttum tíma. Ingibjörg Sólrún og Össur voru mjög afgerandi leiðtogar árum saman og Össur fyrir sína vísu ennþá. Þannig að það er í sjálfu sér ekki vandamálið. Það er fullt af öfl­ ugu fólki og tíminn og tíðarandinn kalla eftir ákveðnum manngerðum þegar að því kemur.“ Brenndur og reiður Björgvin talar í bók sinni um algeran trúnaðarbrest á milli stjórnarflokkanna hina örlagaríku Glitnishelgi, sem og fullkominn trúnaðarbrest á milli hans og for­ ystufólks ríkisstjórnarinnar. Hann ber þó ekki lengur kala til þess fólks sem hélt honum úti í kuldanum á meðan einhverjir stærstu atburðir í sögu þjóðarinnar áttu sér stað. „Ég ber ekki kala til þessa fólks lengur en ég gerði það auðvitað þá og í eftir­ málunum. Það hefur mikil áhrif á mann að lenda í svona miklum eldi sem brennir mann og laskar og þá fer maður auðvitað í gegnum allt litróf tilfinninganna; reiði, gremju og allt þetta. En þegar upp er staðið og frá líður er ég þeim ekki reiður. Ég hef einfaldlega tekið þá stefnu að eigi ég eitthvað vantalað við ein­ hverja um þessa atburði þá ræði ég það bara við þetta fólk. Ég hef rætt þetta við Ingibjörgu Sólrúnu, Geir Haarde og aðra. Það fór ýmislegt úrskeiðis. Þau gerðu mistök. Ég gerði mistök. Við gerðum öll mistök. Glitnishelgin var ein mistakasería út og suður. Úr þessu unnum við eins og staðan var á þeim tíma en það er bara svo erfitt að horfa til baka á meðan maður gengur áfram. Þá hrasar maður í hverju skrefi og ég ætla ekki að gera það. Ég vinn bara úr þessum atburðum og er ekkert að velta mér upp úr því. Þessir atburðir liggja einfaldlega fyrir og ég fjalla al­ veg hispurslaust um þetta í bókinni. Björgvin er harður á því að þær hremmingar sem hann gekk í gegn­ um sem viðskiptaráðherra hafi ekki bundið enda á pólitískt líf hans. „Það hvarflar ekki að mér að láta hrekj­ ast undan þessu. Ég hóf tiltölulega óvænt þátttöku í pólitík af því að ég ætlaði mér aldrei að verða stjórn­ málamaður. Ég ætlaði að vinna við skriftir, fræðastörf og ýmislegt annað og var að mennta mig í því þegar mér bauðst að taka sæti á lista flokksins 1999. Þá var ég í masters­ námi úti á Írlandi og ætlaði að helga mig því. Ég mun sjálfsagt hætta jafn óvænt og ég byrjaði þegar að því kemur en þessa atburði læt ég ekki feykja mér um koll eða hrekja mig í burtu, svo lengi sem ég hef traust og umboð kjósenda. Ég fór í galopið prófkjör hálfu ári eftir hrun og vann það með yfirburðum. Ég leiddi flokkinn í kjördæminu á með­ an stanslaust dundu á mér, sérstak­ lega svona neðanmáls, ásakanir og upprifjan­ ir um hrunið, banka­ málin og allt. En kjós­ endur kusu með kalt höfuð og ég fékk til­ tölulega lítið af út­ strikunum miðað við aðstæður. Það hefði verið léttur leikur að skauta mér út af list­ anum en flokkurinn var stærstur og ég er fyrsti þingmaðurinn í kjördæminu. Á meðan ég nýt trausts og stuðnings er mér ekkert að vanbúnaði og á meðan ég hef löngun og vilja til að taka þátt í þessu þá geri ég það.“ Í estu sem viðkemur jólahaldinu er best að halda í hefðirnar og þar er MS rjóminn hvergi undanskilinn. MS rjóminn er þessi gamli góði sem er samt alltaf ferskur. Nú er hann fáanlegur í nýjum umbúðum með skrúfuðum tappa. Hann myndi endast á milli jóla og nýárs – ef hann væri ekki svona góður. Björgvin blaðar í fyrsta eintaki bókarinnar Stormurinn – Reynslusaga ráðherra með dætrum sínum Guðrúnu Rögnu og Elísabetu en þegar Guðrún Ragna áttaði sig á að pabbi væri búinn að skrifa heila bók datt henni ekkert annað til hugar en að um matreiðslubók væri að ræða. Sem þykir nokkuð skondið þar sem Björgvin er þekktur fyrir flest annað en fimi og hugmynda- auðgi við eldavélina. Mynd/Björn Ingi Bjarnason Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hélt Björgvini utan við mál er vörðuðu hann og ráðuneyti hans í banka- hruninu en hann hefur farið yfir þá atburði með fyrrverandi formanni sínum. Geir H. Haarde og Björgvin höfðu ekki hist síðan Geir gekk af hinu pólitíska sviði og Björgvin sótti hann því óvænt heim þegar bókin kom út og færði honum eintak. Ég hef rætt þetta við Ingibjörgu Sólrúnu, Geir Haarde og aðra. Það fór ýmislegt úr- skeiðis. Þau gerðu mis- tök. Ég gerði mistök. Við gerðum öll mistök. viðtal 31 Helgin 26.-28. nóvember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.