Fréttatíminn - 26.11.2010, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 26.11.2010, Qupperneq 32
Í reglulegu tékki hjá kvensjúk- dómalækninum mínum spurði hann mig hvort ég ætlaði að eignast fleiri börn. Mín fyrstu viðbrögð voru nei, ég væri 38 ára móðir tveggja drengja, sá eldri nálægt tvítugu og sá yngri að verða tíu ára. Það var ekki í plönum okkar að eignast fleiri börn. Hins vegar leit- aði þessi spurning á mig og ég fann að mig langaði í þriðja barnið. Ég trúi ekki á tilviljanir heldur tel að mér hafi verið hjálpað til að taka þessa ákvörð- un – því hefði ég ekki tekið hana, hefði ristilkrabbameinið líklega ekki upp- götvast í tíma og ég stæði kannski ekki hér,“ segir Íris Björk Viðarsdótt- ir sem, þrátt fyrir fósturmissi á átt- undu viku meðgöngu, lét ekki deig- an síga heldur reyndi aftur og varð ófrísk tveimur mánuðum síðar. Nú eru tæp fjögur ár frá því að íslenskir læknar framkvæmdu á henni aðgerð, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Aðgerðin krafðist þess að rúmlega 25 vikna fóstri hennar væri lyft í leginu úr móðurkviði svo að hægt væri að fjar- lægja tæpan helming ristilsins. Litla stúlkan sem hún og maður hennar, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, væntu var svo lögð aftur á sinn stað og við tók bið eftir því hvort líkaminn hafnaði barninu eftir svo stóra aðgerð. „Eiginleikar líkamans eru þeir að þegar eitthvað bjátar á vill hann losa sig við allt sem hann telur aðskota- hluti og við svona aðstæður lítur hann á barnið sem slíkan. Ég fékk því hríð- ir þar sem ég lá á gjörgæsludeildinni eftir aðgerðina, var sprautuð niður og hríðirnar stoppaðar. Við komumst einnig yfir þennan þröskuld eins og svo marga á leiðinni.“ Þannig lýsir Íris Björk eftirköstum tímamóta-aðgerð- arinnar þar sem læknar skáru æxli á stærð við egg úr ristli hennar. Æxl- ið hafði vaxið út úr vegg ristilsins og áhættan því talin mikil á að það hefði náð að hreiðra um sig í eitlum. Læknar sögðust hafa verið nær vissir um að svo væri og voru hissa á að það hefði ekki gerst. Æxlið sögðu þeir hafa vax- ið á átta til tíu árum. Íris Björk hafði þó ekki kennt sér neins meins en lækn- arnir sögðu henni að þrýstingurinn á æxlið vegna óléttunnar og hormóna- sveiflna hefði valdið blæðingunni. Ætlaði að hrista af sér slenið „Ég fann engin einkenni sem fólk lýsir gjarna þegar það veikist, en þegar ég varð ófrísk og sagði frá því í skoðun að mig svimaði og að ég væri orku- lítil, var það talið eðlilegt því það hrjái oft ófrískar konur og var því ekkert skoðað frekar. Daginn fyrir blæð- inguna miklu, daginn fyrir gamlárs- dag 2006, ákvað ég að fara í ræktina uppi í Spöng. Ég man að ég píndi mig áfram, kríthvít í framan, því ég vildi hrista af mér þetta slen. Ég var svo þreytt að ég komst ekki í sturtuna, heldur staulaðist heim og hlammaði mér niður í sófann. Þá hefur blóðið verið farið að sankast niður í ristilinn.“ Íris Björk svaf illa aðfaranótt gaml- ársdags og bylti sér í myrkrinu. „Þeg- ar ég opna augun finn ég að ég er að líða út af. Ég kalla á manninn minn og segi honum að eitthvað sé að. Hann rýkur upp, kveikir ljósið og sér hvar blóðið bunar úr mér. Við maðurinn minn lágum í blóðbaði og það lak fram á gólf. Ég fann þó ekki hvað var að gerast og bæði héldum við að ég væri að missa fóstrið. Hann hljóp fram, greip símann og hringdi í Neyðarlín- una. Sjúkraflutningamennirnir komu í hvelli.“ Þarna hafði Íris misst tvo lítra af blóði. Þegar þau hjónin komu á spítalann stóðu vaktaskipti yfir og skurðlæknir var kallaður út því taka átti barnið með bráðakeisaraskurði. „Skurðstofan var gerð klár og svæf- ingalæknirinn kom inn, sem og barna- læknir. Okkur var sagt að 50% líkur væru á því að barnið lifði af og þarna var ákveðið að ég væri að missa það og talið mjög mikilvægt að reyna að bjarga því.“ Læknarnir óttuðust að súr- efnismettun barnsins væri ekki næg. Grét af hræðslu við barnsmissi „Mamma var mætt á spítalann og barnalæknir útskýrði aðgerðina fyr- ir henni. Glervagga var komin inn á sjúkrastofuna og ég grét yfir því að vera hugsanlega að missa barnið,“ seg- ir Íris, en þar sem vaktaskipti voru á þeim tíma sem þetta gekk á voru fleiri á vakt en ella. „Maðurinn minn sniglaðist þarna í kringum læknana og benti þeim í sífellu á að það væri svo skrítin lykt af blóðinu en fannst einnig skrítið hve sterkur og taktfastur hjartsláttur barnsins var. Hann spurði því ítrek- að hvort þeir vissu hvað þeir væru að gera. Ég var svolítið inn og út – var hálf rænulaus – en ég man að ég var ekki alveg sátt við kallinn og hálfpart- inn farin að skammast mín fyrir þess- ar síendurteknu athugasemdir. Hvað þættist hann vita? Hann yrði að hætta að tuða. Í sömu andrá kemur annar læknir, skoðar mig og segir svo allt í einu að blóðið komi ekki úr leggöng- unum. Allt ferlið stöðvaðist.“ Íris lýsir því að í flýtinum og sann- færingunni um að hún væri að missa barnið hafi farist fyrir að skoða hvað- an blóðið kom. „Það var blóð úti um allt, sem ruglaði starfsfólkið,“ segir hún. „Við þessi orð læknisins létti mér svo mikið. Ég hefði getað flogið út um gluggann. Málið var leyst í mínum huga, barnið var í lagi og lifði og ég hugsaði ekkert um hvað annað gæti verið að.“ Með blóð í æð á fæðingargangi Eftir að blæðingin hafði verið stöðv- uð var Íris Björk flutt upp á fæðing- argang. Það var komið gamlárskvöld og hún hlustaði þarna á hávaðann frá flugeldasýningu landsmanna þegar þeir skutu inn þensluárið mikla, 2007, í bland við óp kvennanna í fæðingar- stofunum í kring sem voru að koma síðustu börnum ársins 2006 og þeim fyrstu 2007 í heiminn. Á meðan var blóði dælt í Írisi Björk í staðinn fyrir það sem hún missti. Eins og hefð var fyrir í fjölskyldunni voru drengirnir þennan örlagaríka gamlársdag hjá foreldrum Írisar Bjarkar. „Þeir strák- arnir borðuðu þar en maðurinn minn hjá mér þetta kvöld – ég borðaði ekki, heldur varð að fasta. Litur var farinn að færast í kinnarnar og mér leið betur. Jóhann var búinn að lofa strák- unum að skjóta upp flugeldunum með þeim og gerði það, enda vorum við á þessari stundu alsæl yfir því að ekkert væri að barninu og vissum ekki – og það hvarflaði ekki að okkur – að ég væri með krabbamein.“ Strax um morguninn hófust rann- sóknir. „Við ristilspeglun kom æxlið í ljós. Að kvöldi 2. janúar var okkur skýrt frá því að það væri illkynja og að morgni 4. janúar var svo aðgerðin Með kraftaverk fyrir augunum hvern dag Íris Björk Viðars- dóttir komst yfir hverja hindrunina af annarri á örlagaríkum gamlársdegi fyrir tæpum fjórum árum. Hún vaknaði rænulítil í tveggja lítra blóðpolli á heimili sínu, komin rúmar 25 vikur á leið með þriðja barnið sitt, en sat þremur mánuðum síðar með það í fanginu eftir fulla meðgöngu. Þá hafði hún farið í stóra aðgerð þar sem krabbameinsæxli á stærð við egg var fjar- lægt úr ristlinum. Skorið var niður eftir allri vinstri síðunni og undir kvið til að komast að ristlinum og barninu lyft í belgnum úr móðurkviði. Íris Björk segir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur sögu sína. Ljósmynd/Hari framkvæmd.“ Hún lýsir því að þegar hún var svæfð fyrir aðgerðina hafi svæfingin einnig virkað á litlu stúlk- una sem hún bar undir belti. Sú stutta hafi þarna í móðurkviði verið rétt um þrjár og hálf mörk og ástand hennar í leginu undir stöðugu eftirliti lækna, sem héldu því eins langt frá kviði hennar og hægt var á meðan á aðgerð- inni stóð. „Þarna voru aftur taldar helmings- líkur á því að barnið hefði það af.“ Eftir aðgerðina, þar sem tæpur helmingur 1,5 metra langs ristilsins var fjarlægð- ur, sögðu læknar að hún hefði gengið vonum framar, enda hefðu þeir und- irbúið sig vel og ráðfært sig við erlenda sérfræðinga sem hefðu framkvæmt svipaðar aðgerðir á ófrískum konum. „Ég var mjög heppin því ég var hárs- breidd frá því að fá stóma sem hefði þýtt að ég gengi með poka við kviðinn fyrir lífstíð.“ Engin lyf þrátt fyrir fortölur lækna Eftir leguna á gjörgæsludeild Land- spítalans, þar sem hríðirnar voru stöðvaðar, jafnaði Íris Björk sig eftir aðgerðina innan veggja sjúkrahúss- ins. „Ég gekk við göngugrind og hafði verið rúmföst fyrstu fjóra daga með mænurótardeifingu. Rétt fyrir útskrift viðruðu læknarnir fyrst við mig að þeir vildu að ég færi í lyfjameðferð. Krabba- meinslyfjameðferð er yfirleitt sett af stað fimm vikum eftir aðgerð svo að hún virki sem best. Þá hefði ég verið komin rúmar þrjátíu vikur á leið. Því hófust miklar hugleiðingar hjá okkur hjónum um líf barnsins og í raun og veru rosalega erfiður tími. Fram að þessu hafði allt gengið mjög vel en nú þurfti ég að ákveða hvort ég ætti að fara í lyfjameðferð og fæða barnið með inngripi lækna fyrir tímann. Þeir vildu þó jafnvel bíða fram á 33. viku til að auka lífslíkur þess,“ segir Íris Björk sem var mjög mótfallin lyfjameðferð- inni því hún vildi geta verið með barn- ið á brjósti og verið í formi til að sjá um það þegar það fæddist. „Læknarnir bentu á að þegar líf móður eða barns væri í húfi, réði líf móðurinnar. Það var rosalega erfitt að Þegar ég opna augun finn ég að ég er að líða út af. Ég kalla á mann- inn minn og segi honum að eitthvað sé að. Hann rýkur upp, kveikir ljósið og sér hvar blóðið bunar úr mér. Við maðurinn minn lágum í blóðbaði og það lak fram á gólf. Ég fann þó ekki hvað var að gerast og bæði héld- um við að ég væri að missa fóstrið. Framhald á síðu 34 32 viðtal Helgin 26.-28. nóvember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.