Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 36
Lionel Messi,
Barcelona
Aldur: 23 ára
Númer: 10
Hæð: 1,69 m
Þyngd: 67 kg
Staða: Framherji
Leikir/mörk á þessu tímabili: 18/23
Leikir/mörk samtals: 232/150
Hjörvar um Ronaldo
„Hann er með einstakt líkamlegt atgervi
fyrir knattspyrnumann. Líkami hans er
stútfullur af vöðvum og nánast engri fitu.
Hann er hávaxinn og nausterkur. Ronaldo
er með ótrúlega spyrnugetu. Setur ristina
ofarlega á boltann og hann svífur í loftinu.
Þar fylgir hann í kjölfarið á mönnum eins og
Juninho (Lyon) og Andrea Pirlo. Tæknin er
mögnuð. Hann getur gert hluti með boltann
sem venjulegir fótboltamenn geta ekki
gert með blöðru. Hann hefur sýnt heim-
inum nýjar útgáfur af skærum og alls konar
trixum. Ekki má heldur gleyma því að hann
er einn sterkasti skallamaður heims þar
sem líkamlegir yfirburðir hans njóta sín.
Og eigum við að tala um hraðann? Hann
hefur ótrúlegan hraða og er einn af allra
fljótustu knattspyrnumönnum heims.
Ronaldo virðist vera mikill leiðtogi og
fer nú fyrir ungu liði Real Madrid. Það
má eiginlega segja að hann hafi allt
í sínu vopnabúri. Fyrst þegar hann
steig fram var talað um að hann væri
svokallaður „one trick pony“. Kynni
bara flott skæri en svo kæmi ekk-
ert út úr því. Hann kann hins
vegar allt í íþróttinni. Það eina
neikvæða við hann er að hann
á það til að vera með grát-
legan leikaraskap. Nú síðast
gegn AC Milan á Ítalíu fyrr
í mánuðinum. Slík vitleysa
hefur gert Ronaldo að
frekar umdeildum leik-
manni sem knattspyrnu-
áhugamenn annað hvort
elska eða hata.“
Staðan í deildinni
Real Madrid 12 10 2 0 33:6 32
Barcelona 12 10 1 1 33:8 31
MarkahæStu Menn:
Cristiano Ronaldo, Real Madrid 14
Lionel Messi, Barcelona 13
Porto
Mónakó – Porto úrslita-
leikur meistaradeildar
Evrópu 2004
Vitor Baia 35
Paulo Ferreira 25
Jorge Costa 33
ricardo Carvalho 26
nuno Valente 30
Costinha 29
Pedro Mendes 25
Maniche 27
deco 27
derlei 29
Carlos alberto 20
Meðalaldur 27,8
Chelsea
Manchester United –
Chelsea úrslitaleikur
enska bikarsins 2007
Petr Cech 25
Paulo Ferreira 28
Michael essien 25
John terry 27
Wayne Bridge 27
Calude Makelele 34
Frank lampard 29
John Obi Mikel 20
Shaun Wright-Phillips 26
Joe Cole 26
didier drogba 29
Meðalaldur 26,9
inter Milan
Bayern München –
Inter Milan úrslitaleikur
meistaradeildarinnar 2010
Julio Cesar 31
Maicon 29
lucio 32
Walter Samuel 32
Christian Chivu 30
Javier Zanetti 37
esteban Cambiasso 30
Wesley Sneijder 26
Samuel eto'o 29
Goran Pandev 27
diego Milito 31
Meðalaldur 30,4
real Madrid
Real Madrid – Athletic
Bilbao spænska úrvals-
deildin 2010
iker Casillas 29
Sergio ramos 24
ricardo Carvalho 32
Pepe 27
Marcelo 22
Xabi alonso 29
Sami khedira 23
Cristiano ronaldo 25
angel de Maria 22
Mezut Ozil 22
Gonzalo higuaín 23
Meðalaldur 25,3
EL CLásICo
Einvígi tveggja bestu
hinn dvergvaxni lionel Messi mætir risanum Cristiano ronaldo í stórleik ársins í spænska boltanum á mánudag.
Madrid langyngsta lið Mourinho
A nnar þeirra lítur út eins og grískur guð en hinn eins og hann hafi verið dreginn út
úr ævintýrinu um Mjallhvíti og
dvergana sjö. Þeir eiga það þó
sameiginlegt að geta báðir gert til-
kall til titilsins Besti knattspyrnu-
maður í heimi. Um það getur enginn
deilt. Argentínski snillingurinn Lionel
Messi og portúgalska hraðlestin Cristiano
Ronaldo mætast á mánudag í El Clásico –
Barcelona gegn Real Madrid. Þessa leiks er
beðið með gríðarlegri eftirvæntingu, jafnvel
meiri en oft áður. Bæði liðin eru í toppformi
og hafa skilið önnur lið í deildinni eftir í reyk.
Real Madrid er fyrir leikinn með eins stigs
forystu á Barcelona. Þetta eru bestu liðin,
með bestu leikmennina og sennilega bestu
þjálfarana, Jose Mourinho og Pep Guardiola.
Og í liðunum tveimur eru tveir bestu
leikmenn heims. Lionel Messi sem
hefur skorað 22 mörk í 17 leikjum fyr-
ir Barcelona á þessu tímabili og Cris-
tiano Ronaldo sem hefur gert 17 mörk
í 18 leikjum fyrir Real Madrid. Báðir í
besta formi lífsins og skoruðu þrennu
um síðustu helgi. Fréttatíminn fékk knatt-
spyrnuspekinginn Hjörvar Hafliðason til að
segja sitt álit á þessum tveimur snillingum.
Hjörvar um Messi
„Messi er afar vinsæll leikmaður. Ég kalla hann
stundum Vigdísi Finnbogadóttur fótboltans því
það er í raun og veru ekki hægt að vera illa við
hann. Hann er góður íþróttamaður sem spilar
leikinn án allra stæla. Knattrak hans er ein-
stakt. Hann er með öll grunnatriði knatt-
spyrnunnar upp á tíu. Þegar hann kemst
á ferðina er ekki hægt að stoppa hann.
Messi er frábær markaskorari og hefur
gert sex þrennur á þessu ári. Þá er það
þekkt að örfættir leikmenn séu mjög
einfættir eins og stundum er sagt.
En Messi beitir hægri fætinum
mun meira en tíðkast hjá flestum
örfættum leikmönnum. Hann er
með jafnvægi sem líklega þekkist
ekki hjá nokkrum öðrum íþrótta-
manni. Hann er með þyngdar-
punktinn mjög neðarlega, sem
gerir það ómögulegt að stöðva
hann þegar hann er kominn á ferð-
ina og varnarmenn líta oft út eins
og keilur þegar Messi svigar fram
hjá þeim. Öfugt við marga fljóta leik-
menn sem hafa treyst á hraða sinn alla
tíð hefur Messi gríðarlega mikinn leik-
skilning og kann leikinn út og inn. Þess
vegna hefur samvinna hans, Iniesta og Xavi
gengið svona vel. Þetta eru allt menn með
afar háa „fótboltagreindarvísitölu“. Oft hefur
verið talað um að veikleiki Messi sé í loftinu.
Það er einfaldlega ekki rétt. Vegna undraverðs
sprengikrafts er hann mjög góður skallamaður.
Mark hans gegn Manchester United í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar árið 2009 undirstrikar það. Þar
hékk hann í loftinu í lengri tíma áður en hann setti pönn-
una í boltann.“
Cristiano Ronaldo,
Real Madrid
Aldur: 25 ára
Númer: 7
Hæð: 1,86 m
Þyngd: 75 kg
Staða: Framherji
Leikir/mörk á þessu tímabili: 19/18
Leikir/mörk samtals: 377/174
36 fótbolti helgin 26.-28. nóvember 2010