Fréttatíminn - 26.11.2010, Side 68
Bókadómur alvara lífsins Árni Bergmann
n ú dylst engum sem lent hefur í skipsrúmi með Gunnari Eyjólfs-syni að maðurinn er mikill og lif-
andi sögumaður. Frá innkomu hans í hvaða
ból sem er tekst honum að gera sig fljótt
að miðju athygli, bæði með alþýðlegu fasi,
hlýju og áhuga á öðrum, en líka með því
að stilla sig þannig í rýminu. Hann vill
vekja athygli og kann það frá löngum ferli.
Honum er líka tamt í hversdagslegu tali að
kalla fram epísóður úr eigin lífi eða þeirra
sem tengdir eru honum og gera úr sam-
felldan bálk þar sem hlustandi, sögumaður
og söguefnið renna saman í lifandi heild.
Í þessu felst list, gæska og athyglissýki í
rammri blöndu og flestir njóta sem heyra
því Gunnar er snjall sögumaður, næmur á
hið sjónræna í sögu hverri, kann að svið-
setja, fer með langar tilvitnanir í mál þeirra
sem við sögu koma eins og hann hafi staðið
þar hjá með hraðritunarblokk og greypt í
letur þagnir, setningaskil og upphrópanir.
Sögutækni sína hefur hann líklega þróað
um áratugi.
Ítarlegust og best heppnuð í ævisögu
hans, sem Árni Bergmann skráir, er upp-
rifjun hans á lífinu í Keflavík fyrir stríð.
Okkur sem ókunnugir erum Keflavíkur-
skrám frá fyrri tíð er sá lestur dægileg
skemmtun. Þorpið verður ljóslifandi í lýs-
ingum Gunnars. Sá hluti kemur líka mest
á óvart. Gunnar á í meiri vandræðum með
að fylla unglings- og námsár sín í Reykja-
vík lífi, og það sem furðu vekur, námsár-
in í London. Þar kemur reyndar fram sá
ágalli ritarans að hann lítur ekki til fleiri
heimilda; eru þó endurminningar RADA-
manna nokkrar til og flestir þeirra reyna að
greina þá breytingu sem varð eftir stríðið
í breskri leikarastétt sem endurspeglaðist
síðan í leikritun eftirstríðsáranna. Ef til vill
markast þessi munur í áhuga söguhetjunn-
ar (því það er Gunnar í þessari sögu sem
öðrum) og ritara af því að báðir ólust þeir
upp í Keflavík; ef til vill er Gunnar einfald-
lega orðinn of gamall til þess að Reykjavík-
ur- og Lúndúnaárin standi honum glöggt
fyrir sjónum. Sjálfsævisögur eiga menn að
festa á blað á meðan minnið er ekki tekið
að velja úr bestu bitana.
Gunnar snýr heim 1958 og þá hefst
hinn eiginlegi ferill hans sem þjóðleikara,
einkum fyrir dálæti Guðlaugs Rósinkranz
á hæfileikum hans. Þeir Róbert Arnfinns-
son keppa í nær tvo áratugi um helstu karl-
hlutverk heimsbókmenntanna á sviði Þjóð-
leikhússins, raunar lengur. Gunnar og Árni
gera sér ekki mikinn mat úr því. Gunnar
segir enda fátt um innanhússdeilur þessara
áratuga í húsinu, hvernig ný kynslóð höf-
unda leit inn, hvernig erlendir leikstjórar
sem hingað komu voru metnir í samanburði
við íslenska, sem leikhússöguleg heimild
reynist saga hans heldur rýr – sem er mið-
ur. Hvers vegna hann kærir sig ekki um
að gera sig gildan sem heimild um þenn-
an tíma er athyglisvert. Hér er maður sem
hefur unnið með öllum þjóðleikhússtjórum
frá upphafi og kýs að ræða ekki kosti þeirra
– og galla.
Sögur Gunnars
Best heppnaði kafli ævisögu Gunnars Eyjólfssonar, sem Árni Bergmann skráir, er upprifjun
hans á lífinu í Keflavík fyrir stríð.
alvara leiksins
Árni Bergmann
297 bls. JPV
44 bækur Helgin 26.-28. nóvember 2010
Bókardómur PétursPostilla Pétur gunnarsson
Þokan vinsæl
Þorgrímur Þráinsson
kemur sterkur inn á
sölulista Eymunds-
son. Er í þriðja sæti
með Þokuna á aðal-
listanum.
Á síðari árum ferils síns átti Gunnar
sér marga starfa: Talskóla rak hann um
árabil, leiðsögn hans var þekkt, hann
hafði áður verið í framvarðasveit þeirra
sem voru leiðsögumenn á erlendri grund.
Hann var með þeim fyrstu sem lögðu sig
skipulega eftir kvikmyndaleik, kunnur
hestamaður, leiðtogi í skátastarfi um ára-
bil. Og svo praktíserandi kaþólikki og í
kínverskri líkamsþjálfun. Hann er ekki
einhamur.
Á þessu öllu er stiklað snögglega.
Gunnari virðist eins og skrásetjaranum
mikilverðast að greina upphaf sitt, að-
standendur og örlög þeirra, feðrasam-
bönd sín og þær konur sem gengu honum
sumpart í móðurstað. Sagan endurspegl-
ar því á sinn hátt, eins og margar aðrar
sögur, hversu sterk tök móðirin og fað-
irinn hafa á gljúpri sál og hverfi þau að
hluta eða alveg á brott fylgja svipir þeirra
þér til lokadags.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Þegar fyrsti þriðjungurinn af ævisögu Mark
Twain kom loksins út óstyttur fór svo sem
marga hafði grunað að bókin vakti mikla
athygli og salan varð framar bestu vonum.
Sjö þúsund og fimm hundruð eintök hurfu
og nú eru prentuð eintök af fimm hundruð
þúsund orða hlunk orðin hátt á þriðja
hundrað þúsund – metsölubók. Víða um
Bandaríkin eru biðlistar í smærri bókaversl-
unum, bókin fellur vel að hugmyndum um
verðuga gjöf: stór, söguleg, um frægan kall
og skemmtilegan. Hún hefur líka fengið
góðar umsagnir á s+inum eigin vef, www.
thisismarktwain.com, og er vel læsileg með
margbrotinni frásögn á 736 blaðsíðum.
Óvænt hylli
Árni Bergmann
ólst upp í Keflavík
eins og Gunnar,
Í þeirra með-
förum verður bær
æskuára þeirra-
ljóslifandi.
Gunnar er snjall sögumaður, næmur á hið sjón-
ræna í sögu hverri, kann að sviðsetja, fer með
langar tilvitnanir í mál þeirra sem við sögu koma
eins og hann hafi staðið þar hjá með hraðritunar-
blokk og greypt í letur þagnir, setningaskil og
upphrópanir.
Færið ykkur aftar í vagninn
Péturspostilla
Pétur Gunnarsson
219 bls. JPV
Í nýútkomnu ræðusafni
sínu tæpir Pétur Gunnars-
son á ýmsu sem honum hef-
ur þótt miður fara á liðnum
áratugum. Hann endurnýtir
tvö kunn heiti á ritum 19.
aldar, sem yfir- og undir-
heiti á safnið sitt, nokkuð
stór nöfn – Péturspostilla
og Hugvekjur handa Íslend-
ingum – annars er hofmóð-
ur fjarri Pétri. Hann hefur
aldrei verið ofvirkur í þjóð-
félagsumræðunni frekar en
aðrir af hans kynslóð, það
voru eldri menn sem rifu
sig, einkum Guðbergur,
sem þegar leitað er virðist
sá íslenskur höfundur sem
hefur mest takið þátt í sam-
félagsumræðu liðna áratugi.
Greinar Péturs eru frá liðn-
um einum og hálfum áratug.
Petur er alltaf hugkvæm-
ur, sér eitt og annað sem
aðrir greina ekki. Hann
er fyndinn, smíðar flottar
setningar utan um hugsun
sína, er þjálfaður í byggingu
og kemur stöðugt á óvart.
Hann horfir langt aftur og
rýnir fram, segir sem er að
það sé ekki mikil framtíð í
neyslukapítalismanum, eins
og margir aðrir sem hafa
grillt inn í hið ókomna.
Það er fengur í þessu safni
Péturs. Hann var strax mik-
il vonarstjarna þess hóps
sem snöri frá námi eftir 68:
mannvinur, stilltur, sann-
gjarn og rök hans alltaf sett
fram af hófsemi. Hann var
til hlés lengi, stundum nær
utangarðs, en er nú sestur
á friðarstól, á hraðri leið í
öldungaráðið vilji einhver
hlusta á eldra fólk. -pbb
Petur er alltaf
hugkvæmur,
sér eitt og
annað sem
aðrir greina
ekki. Hann
er fyndinn,
smíðar flottar
setningar
utan um
hugsun sína,
er þjálfaður
í byggingu
og kemur
stöðugt á
óvart.
Eykst hagur Google
Risinn Google heldur áfram að sanka að sér bókverkum
sem gerð eru aðgengileg á netinu. Risaútgáfan
franska Hachette ætlar nú, í samstarfi við Google, að
koma bókum sínum sem
ekki eru aðgengilegar í
endurútgáfum inn í bóka-
banka ameríska risans.
Engum dettur í hug að
áhugi Google á þessari
almannaþjónustu stafi af
gæskunni einni saman. Samtök rithöfunda hafa varað
eindregið við þessari þróun víða um heim og eykst nú
þungi á þjóðlegar stofnanir á borð við landsbókasöfn að
koma eldri bókverkum á stafrænt form. Þá er eftir sá
stóri hluti útgefinna verka sem bundinn er höfundar-
rétti. Um þau segja fulltrúar höfunda að ríkið verði að
koma til verndar fyrir ásókn alþjóðlegra netrisa.