Fréttatíminn - 26.11.2010, Qupperneq 74

Fréttatíminn - 26.11.2010, Qupperneq 74
50 tíska Helgin 26.-28. nóvember 2010 Mánudagur Skór: Lítil búð á Strikinu í Kaupmannahöfn Sokkabuxur: Vero Moda Kjóll: Vila Peysa: Vero Moda Klútur: Vila Eyrnalokkar: Gyllti kötturinn Þriðjudagur Peysa: Gerði hana sjálf Pils: Second hand-markaður í Kaupmannahöfn Skór: Gjöf frá vinkonu minni Sokkabuxur: Blend Miðvikudagur Pels: Fatamarkaður Skór: Fókus Pils: Zara Bolur: Top Shop Litrík og aldrei í svörtu Karítas Björg Úlfarsdóttir er 27 ára Hafnfirðingur sem leggur stund á viðskiptafræði í Háskólanum. Hún mun útskrifast nú um jólin og hlakkar mikið til þess. Hún er mikill heimsborgari og hefur búið víða. „Það er svo mikið að gera í skólanum hjá mér að ég hef ekki mikinn tíma fyrir áhugamál. Þegar ég er búin að læra mun ég trúlega finna mér eitthvert áhugamál sem ég get farið að eyða frítíma mínum í. Annars hef ég mest gaman af alls konar tónlist og matargerð er mjög mikil ástríða hjá mér,“ segir Karítas. „Stíllinn minn er mjög litríkur og ég er sjaldan í svörtu. Ég kaupi þær flíkur sem mér finnst flottar og höfða til mín, einhvern veginn bara það sem hentar mér. Ég er mest í kjólum eða pilsum og geng mjög sjaldan í buxum. Ég prjóna og sauma mikið sjálf af þeim fötum sem ég klæðist. Annars kaupi ég fötin mín yfirleitt í Zöru, Vero Moda eða Vila, verslunum sem selja ekki dýran fatnað. Hins vegar er uppáhaldsbúðin mín Andrea sem er í Hafnarfirðinum. Rosalega flott búð,“ bætir Karítas við. 5 dagar dress Föstudagur Kjóll: Frá ömmu minni Skór: Kaupfélagið Belti: Warehose Sokkabuxur: Oroblue Fimmtudagur Kjóll: Lítil búð í Barcelona Buxur: Vero Moda Skór: Bianco tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Leyfum draumunum að rætast Kreppa, kreppa, kreppa. Eitthvert hugtak með leiðinlegum fylgikvillum sem leysast út í samfé- lagið? Maður er alveg kominn með upp í kok af öllu þessu krepputali sem hefur gengið síðustu mánuði og ár. Ég vill helst ímynda mér að þetta sé aðeins hugarástand sem breytist og bætist með jákvæðum hugsunum. Þetta var auðvitað mikið áfall fyrir þjóðina á sínum tíma en það þýðir ekki að leyfa öllu að renna sér úr greipum, standa í sömu sporunum og skima í kringum sig eftir bætingu. Bíða eftir að allt lagist og verði betra. Málið er bara að geta tekið hlutina í sínar hendur, stækka markmið sín og leyfa draumunum að rætast. Það eru svo margir sem hafa gefist upp í kjölfar þessarar kreppu. En það eru þó aðrir sem taka áhættu, stofna sín eigin fyrirtæki og láta þau ganga. Það er ekki svo galið að opna verslanir, sama hvaða ástand ríkir og hversu illa við erum stödd. Þörfin er alltaf til staðar til þess að líta vel út, kaupa sér föt og snyrtivörur. Síðustu misseri hef ég einmitt rekist á óvenju- margar fata- og skóverslanir sem nýlega hafa verið opnaðar eða hafa stækkað við sig. Á einu göngugötu okkar Reykvíkinga hafa glæsilegar tískuverslanir risið frá grunni og gengið svo óvenjuvel. Þegar ég geng niður Laugaveginn sé ég að það vantar ekkert. Tískuvöruverslanir, nær- fataverslanir og nóg af skóverslunum. Endalaust get ég talið upp. Það er sama hvaða ástand liggur á þjóðinni, við sækjum alltaf í þetta. Kannski erum við ekkert svo illa stödd eftir allt saman. Við höfum ennþá allar þessar verslanir og fólkið í kringum okkur hefur ekkert breyst. Ástandið hefur vissulega versnað en sjaldan látum við það stoppa okkur þegar kemur að innkaupum. Lanvin for H&M slær í gegn Nú í nóvember hefur verslunin Hennes & Mauritz staðið að sinni stærstu kynningar- herferð frá upphafi. Nýjasta fatalínan þeirra, Lanvin for H&M hefur fengið gríðarlega góða gagnrýni frá áhugafólki um tísku. Flíkurnar eru hannaðar af meistaranum Alber Elbaz ásamt fleiri stærstu fatahönnuðum heims. Þetta eru listrænar flíkur, hver annarri ólík. Það var ekki fyrr en síðastliðinn þriðjudag, 23.nóvember, að fólk átti kost á að fjárfesta í þessum flíkum. Fatalínan fær nú að njóta sín í yfir tv- hundruð verslunum H&M úti um allan heim. Litagleði kætir nærstadda Sokkar og sokkabuxur hafa alltaf gegnt því hlutverki að halda á okkur hita. Förum varla út úr húsi án þeirra. En þetta er ekki bara einhver skylduflík. Þetta eru fylgihlutir sem þurfa að fá að njóta sín og úrvalið er orðið svo mikið að við höfum endalaust að velja um. Í ár er áberandi mikið af háum sokkum, úr ull eða bómull, sem ná langt upp fyrir hné. Ótal litir og mynstur. Láttu þetta vera sem fjöl- breyttast og mundu: Litagleði kætir nærstadda!  vara vikunnar Gallalaust útlit Húðin er okkar stærsta líffæri og mikil- vægt er að við hlúum vel að henni og nauðsynlegt að halda hreinlætinu í há- marki. Endalaust er talað um ný andlitskrem og handáburð sem nauðsynlegt sé að eign- ast. En er ekki mikilvægt að halda fótleggjunum einnig vel til höfðum? Á skömmum tíma er auðvelt að öðlast kynþokka- fulla fætur með gallalaust út- lit. Snyrtivörudeild Hagkaupa selur úðabrúsa með efni sem gerir fæturna heilbrigða og gljáandi og auka lit húðarinnar. Án hjálpar frá sólinni. Brúsinn kostar 3.549 krónur. Opnunartími virka daga 12-18 laugardag 12-16 Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040 LAGERSALA www.xena.is Gönguskór St. 36-46 Verð áður 14.995 Verð nú 9.995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.