Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 28
K omið þið sæl. Það er komið að fréttum og Kastljósi, mánudaginn átjánda október.Á skjánum heima í stofu er María Sig- rún Hilmarsdóttir, yfirveguð og virðuleg, klædd svörtum jakka og með hálsfesti sem minnir á stórar, bleikar tyggjókúlur. Fyrstu fréttir kvölds- ins eru af stjórnlagaþingi og Landeyjahöfn. Hálf- tíma síðar, í húsnæði RÚV við Efstaleiti, tek- ur María Sigrún þétt í höndina á blaðamanni. Ennþá svartklædd og með bleiku festina sem við nánari skoðun reynist vera úr þæfðri ull. Það er eiginlega hálfskrýtið að sjá konuna svona í þrí- vídd. Hún er hress og lífleg í framkomu og alls ólík settlega fréttaþulinum á skjánum. Þótt aðalfréttatíminn sé búinn má skynja spennuþrungið andrúmsloft á fréttastofunni. Kastljósið er komið í loftið og tíu fréttirnar skammt undan. Handan við hornið fer frétta- stjóri yfir fréttatímann með hópi fréttamanna sem halla sér upp að vegg. Hvað var vel gert og hvað mátti betur fara? Einhverjir gjóta hornauga til aðkomumanneskjunnar. Hvað er hún að gera hér? Vaktin er langt í frá búin. Fyrst þarf María Sigrún að lesa inn texta fyrir tíu fréttirnar. Það gerir hún inni í litlum klefa og rumpar því verk- efni af í fljótheitum. Að því búnu setjumst við inn í annan klefa, settið þar sem tíu-fréttir eru lesnar. „Hérna getum við fengið að vera í friði smástund,“ segir hún. „Að minnsta kosti svona hálftíma. Ég þarf nefnilega að hringja aðeins vegna fréttar sem fer í loftið á eftir.“ Fann fyrir hræðslu og óvissu Nokkur kvöld í mánuði birtist andlit Maríu Sig- rúnar á skjánum á um það bil hverju íslensku heimili; í sveit og borg, á þingi og í þjóðvega- sjoppum. Hún er konan sem stóð vaktina við ráð- herrabústaðinn þegar hagkerfið hrundi. Konan sem var á vakt þegar ævintýralegustu atburða- rás í manna minnum vatt fram eina helgina í október 2008. Síðan eru liðin tvö ár. Henni finnst lítið hafa breyst. „Ég hef aldrei upplifað annað eins og þessa helgi í vinnunni. Þetta var mjög eftirminnilegt og skrýtið. Fólk var hlaupandi inn og út úr ráð- herrabústaðnum, bæði stjórnmálamenn og stjórn endur og eigendur bankanna. Auðvitað gerði maður sér grein fyrir því að eitthvað undar- legt lá í loftinu. Það hefði svo auðveldlega getað brotist út panikkástand. Fólk rauk út í bankana og tók peninga út af reikningunum sínum. Við unnum langar vaktir, langt fram á nætur, átján til tuttugu tíma í senn. Það var ofboðslega kalt úti þannig að við hírðumst inni í bíl og pöntuðum okkur pitsur á milli beinna útsendinga og auka- fréttatíma. Svo var maður bara í símanum og beið eftir nýjum upplýsingum. Erlendum blaða- mönnum fjölgaði sífellt. Ég hugsa að ég gleymi þessu aldrei.“ Kitlaði þetta blaðamanninn í þér eða upplifð- irðu þetta eins og hver annar borgari? „Ég held að ég hafi upplifað þetta eins og hver annar. Ég fann fyrir hræðslu og óvissu. Mér finnst þessi óvissa hafa hreiðrað um sig í samfélaginu. Tveimur árum síðar er hún ennþá til staðar. Ég get alls ekki sagt að ég hafi verið neitt spennt. Frekar slegin. Ég reyndi bara að vera skynsöm, heiðarleg og segja frá því sem ég vissi og hafði sannreynt. Vann þetta eins og hvað annað.“ Enn er bankahrunið í aðalhlutverki í frétta- tímanum en nú hafa fréttir um blákaldar afleið- ingar þess fyrir almenning tekið við. Fyrir rúmri viku vann María Sigrún áhrifamikla frétt um nauðungarsölur fasteigna í Reykjanesbæ þar sem hún fékk að fylgja fulltrúa sýslumanns milli María, María Þjóðin hefur tekið ástfóstri við Maríu Sigrúnu Hilmars- dóttur sem hefur flutt okkur fréttirnar síðustu mánuði. Hér segir hún Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur frá því hvernig var að standa í eldlínunni þegar hrunið reið yfir, máls- sókninni á hendur henni, gleðigjafanum Reyni Pétri og nauðsyn þess að konur hætti að kenna kynferði sínu um allt sem aflaga fer. LJÓSMYNDIR/HARI 28 viðtal Helgin 22.-24. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.