Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 29
Bróðirinn Sigurður Örn Hilmarsson „María Sigrún er mjög góð systir, hefur reynst mér vel og er einn af mínum bestu vinum. Svo er til eftirbreytni hvað hún er dugleg að halda sambandi við vini og fjölskyldu. Hún gerir t.d. mjög mikið að því að bjóða öldruðum frænkum og frændum í kaffi og ræktar frændgarðinn.“ María, María húsa og fylgjast með kröfuhöfum bjóða í eignir fólks á spottprís. „Maður kynnist oft dapurleg- um hliðum samfélagsins í starfinu og fólki sem er í mjög erfiðum sporum. Þegar ég fylgdi sýslu- mannsfulltrúanum þennan dag og hann bauð upp hverja íbúðina á fætur annarri fékk ég illt í hjartað því eins og við vitum þá eru einstaklingar eða fjöl- skyldur á bak við flestar nauðungarsölurnar, fólk sem nú burðast með svo erfiðar tilfinningar og er í mikilli óvissu með sín mál. Þetta er ein birtingar- mynd efnahagshrunsins sem hér varð. Ég gleymi seint þessari löngu helgi þegar ég stóð fyrir utan ráðherrabústaðinn fyrstu helgina í október 2008 þegar bankakerfið féll saman eins og misheppnað eggjafrauð. Réttum tveimur árum seinna er maður svo kominn inn í stofu til fólks sem er að missa heimili sín vegna fjárhagsvandans. Þetta eru ömur- legar aðstæður. Ég vona að það séu bjartari tímar fram undan,“ segir María Sigrún alvarleg í bragði. Starfið ekki stökkpallur María Sigrún er menntaður hagfræðingur og er að ljúka meistaragráðu í fréttamennsku. Hún hefur starfað í fimm ár á fréttastofu Sjónvarps- ins og er hæstánægð með starfsvalið. „Þetta á vel við mig. Ég hef pínulítið gaman af látunum sem fylgja þessu. Það ætti ekki við mig að vera í þægi- legri innivinnu sem væri bara frá níu til fimm og þar sem allir dagar væru eins. Auðvitað er álag og oft er maður hlaupandi hérna um gangana í kapp við tímann. Fréttir eru að breytast fram á síðustu stundu eða hlutir að gerast rétt fyrir beina útsendingu.“ Fréttalesturinn er aukastarf því María Sigrún var og er í fullu starfi sem fréttamaður. „Lesturinn bættist bara við. Við erum sex sem lesum frétt- irnar og ég les nokkur kvöld í mánuði. Var erfitt að taka við af Elínu Hirst? „Ég lít ekki þannig á að ég hafi tekið við af henni. Það áttu sér stað gífurlegar breytingar hér innan- húss í janúar í fyrra og Margrét Marteinsdóttir hætti til dæmis líka. Þetta var skrýtinn tími. Allir vissu að þessar uppsagnir voru yfirvofandi. Svo liðu einhverjar vikur þar til ég var beðin um að taka fréttalesturinn að mér. Fólk var sett í próf. Þetta var eins og í Idol!“ segir María Sigrún og hlær. „Þegar ég var beðin að gera þetta sagði ég bara já. Mér fannst gaman að fá nýja áskorun. Ég lít ekki á starfið sem stökkpall í eitthvað annað, enda hef ég sérmenntað mig í þessu. Ég sé mig þroskast, þróast og vera í þessu starfi.“ Finnurðu fyrir því að vera orðin heimilisvinur þjóðarinnar? „Nei,“ segir hún hikandi. „Ég veit það ekki. Mað- ur verður kannski meira áberandi þegar maður er líka farinn að lesa fréttirnar. En ég finn lítið fyrir því. Ég á það til að vera svolítið í mínum eigin heimi þegar ég er ekki í vinnunni og er ekki mikið að velta svona hlutum fyrir mér. Eitt af því sem ég hef tekið eftir er að fólk sem ég þekki ekki neitt er farið að heilsa mér í búðum eins og það þekki mig. Kannski af því að það kannast við mig en gerir sér ekki grein fyrir hvaðan. Dagsdaglega er ég ekki eins vel til höfð og ég er í Sjónvarpinu og held þess vegna að ég sé með öllu óþekkjanleg,“ segir María og hlær. „Mér finnst nú bara huggulegt þegar þetta gerist og heilsa með virktum á móti.“ Verðurðu fyrir símaáreiti? „Nei. Ég hef bara fengið ánægjulega tölvupósta. Mér þótti eiginlega vænst um póst sem ég fékk frá konu sem hafði misst heyrnina. Hún sagðist vera svo ánægð með að ég hreyfði munninn þegar ég læsi fréttirnar. Ég viðurkenni að ég fæ meira af póstum en áður en það eru allt ánægjulegir póstar. Engin leiðindi. Ég hef verið heppin með það.“ Stoltust af kambódíumyndinni Þið fréttamenn þurfið að halda andlitinu þegar mikið gengur á. Er það stundum erfitt? „Ég fann meira fyrir því sumarið 2008. Þá fór ég til Kambódíu til að gera heimildarmynd um barna- þrælkun. Þar var ég í þrjár vikur og þá þurfti ég virkilega að brynja mig til að geta klárað tökurnar. Við vorum að taka erfið viðtöl og aðstæður voru hryllilegar. Mikil fátækt og eymd lítilla barna sem höfðu verið misnotuð.“ Hvað fékk þig til að velja þetta viðfangsefni? „Það var leitað til mín þar sem það þurfti að vekja athygli á þessu geigvænlega vandamáli í Kambó- díu. Þetta hentaði mér ágætlega því ég hafði hugs- að mér að gera mynd sem hluta af lokaverkefni í meistaranáminu í Háskólanum. En þetta var of- boðslega átakanlegt. Á kvöldin brotnaði ég alveg saman. Þá þurfti ég að fá útrás fyrir tilfinningar sem ég hafði byrgt inni yfir daginn. Um haustið kom ég heim og þá reið þetta efna- hagshrun yfir. Eftir að hafa horft í stór, svört augu lítilla barna, sem höfðu verið misnotuð og seld í þrældóm, fannst mér þetta hrun kannski ekki eins hræðilegt og mér hefði annars fundist, ef ég hefði ekki farið til Kambódíu. Þar upplifði ég raunveru- lega og skelfilega eymd og mannlegt eðli eins og það gerist verst. Við tökumaðurinn minn vorum sammála um þetta.“ Af hverju ertu stoltust? „Ætli ég sé ekki stoltust af þessari heimildar- mynd, sem sýnd var í apríl 2009 í Sjónvarpinu. Hún opnaði augu fólks. Það er svo mikil ritskoðun í Kambódíu og það er ekki talað um þetta vandamál. Þetta er margfalt verra en fólk á Vesturlöndum ger- ir sér grein fyrir. Mér fannst ég gera gagn þarna.“ Svo ertu að vinna heimildarmynd um Reyni Pétur? „Já. Það er skemmtilegt! Við Guðmundur Berg- kvist myndatökumaður ákváðum að þegar við værum búin með Kambódíumyndina skyldi næsta verkefni okkar vera skemmtilegt. Heimildarmynd- in um Reyni Pétur er gerð í tilefni þess að það eru 25 ár síðan hann gekk hringinn í kringum Ísland. Svo eiga Sólheimar líka 80 ára afmæli. Ég hafði gengið með þessa hugmynd í nokkur ár en var alltaf að bíða eftir rétta tilefninu til að framkvæma hana. Vildi líka vera búin að hvíla mig eftir hina myndina. Þessi tímamót voru tilvalin.“ María hyggst flétta gamalt efni, sem til er í safni Sjónvarpsins, saman við ný viðtöl við Reyni Pétur. „Reynir Pétur hefur svo mikið fram að færa. Hann hefur gleðina að leiðarljósi í lífinu og er svo jákvæð- ur! Ég held að hann eigi fullt erindi við íslensku þjóðina núna. Við erum einmitt að leggja lokahönd á klippingu en myndin verður sýnd 21. nóvember í Sjónvarpinu.“ Hún segir það gefa sér mikið að fá tilbreytingu frá daglegum störfum. „Fréttirnar eru dagbundnar og unnar hratt. En við heimildarmyndagerð er hægt að leggjast í meiri heimildavinnu, grúska og nostra, velja tónlist og gefa sér meiri tíma. Þegar ég er ekki á vakt er ég að vinna í þessari mynd. Svo að þessar vikurnar er ég í rauninni í 200% starfi. En ég fæ mikla hvíld út úr því að vinna við eitthvað annað en fréttir. Reynir Pétur veitir mér mikinn innblástur. Hann kætir mig og gefur mér orku, af því að hann er svo einlægur og jákvæður. Ég get hugsað mér að gera meira af þessu. Ég hef einhverja sköpunarþörf. Mér finnst líka ágætt að vinna mikið núna á meðan ég hef tíma, áhuga og þrek.“ Settleg í settinu María Sigrún, sem er fædd í krabbamerkinu, 30. júní 1979, er dóttir hjónanna Hilmars Þórs Björns- sonar og Svanhildar Sigurðardóttur. Hún er trú- lofuð Pétri Árna Jónssyni og segist eiga auðvelt með að aðskilja vinnu og einkalíf. „Mér finnst gott að skilja vinnuna eftir í vinnunni. Ég hef fyrir vana að fara heim og „þvo af mér daginn“ – svo fer ég bara í jogginggalla og slappa af. Síðan kemur nýr dagur með nýjum verkefnum. Það þýðir ekkert að vera í sama fas- anum heima hjá sér og maður er í hérna í vinnunni. Hérna er meiri hraði en heima.“ Ertu barnlaus? „Jú, ég er það.“ Enda kornung ... „Mér finnst ég alltaf vera kornung. Ég hef aldrei spáð í aldur. Um daginn var ég spurð að aldri og ég mundi ekki hvað ég var gömul!“ Að því sögðu tekur María Sigrún fram að hún sé lítið fyrir að tjá sig um einkalífið. „Mitt einkalíf er ekkert merkilegra en einkalíf annarra. Ég er hamingjusöm og mér líður vel en ég sé ekki tilganginn með því að vera að þvaðra um mitt annars ágæta einkalíf í fjölmiðlum. Maður verður að hafa eitthvað fyrir sig. Það er nóg að vera áberandi í vinnunni.“ María Sigrún kippir sér þó ekkert upp við að vera spurð um áhuga sinn á tísku en hún er ann- áluð smekkmanneskja í þeirri deildinni. „Maður þarf náttúrlega að vera settlegur í sett- inu!“ segir hún og kímir. „Maður fylgist með. Ég reyni að vera ekki í íburðarmiklum tískufatnaði í vinnunni því það tekur athyglina frá því sem maður er að segja. Reglan er að klæðnaðurinn sé einfald- ur. Svo er það einhvern veginn þannig að það sem er einfalt er yfirleitt flott. Þá tekur maður ekki of mikla áhættu. Ég kaupi mér sjaldan föt en þegar ég geri það þá reyni ég að kaupa slatta. Kaupi kannski tvo til þrjá jakka í einu en kaupi svo ekkert meira í hálft ár eða svo. Þá passar þetta allt saman. Ég reyni líka að hafa þá reglu að kaupa mér ekki flík nema ég sé mjög ánægð með hana. Ég er lengi að velta fatakaupum fyrir mér, þarf að máta oft og sofa á ákvörðuninni.“ Stefnt fyrir að lesa fréttir Þessa dagana á María Sigrún í málaferlum við Pálma Haraldsson í Fons en hann stefndi frétta- manninum Svavari Halldórssyni, fyrir meintar rangfærslur í frétt um Fons, og Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Maríu Sigrúnu til vara. „Það er nú svolítið merkilegt. Þetta kvöld var ég að lesa fréttirnar og var ekki einu sinni á vakt. Pálmi stefndi mér fyrir að lesa fréttina sem Svavar samdi. Ég býst við niðurstöðu í málinu fljótlega eftir áramót. Ég hef litlar áhyggjur af þessu máli.“ Hvernig er að vinna í fjölmiðlaumhverfi þar sem blaðamenn hafa verið dæmdir til að greiða miska- bætur vegna orða viðmælenda sinna og fréttaþulir bera mögulega ábyrgð á þeim texta sem þeir fá í hendur til upplestrar? „Ég held að þetta sé dæmi um að kominn sé tími til að endurskoða útvarps- og prentlögin. Mér fyndist sérkennilegt ef ég fengi dóm. Ég er ekki í aðstöðu til þess rétt fyrir útsendingu að neita að lesa einhverja frétt. Það er ekki í boði þegar allt er á síðustu stundu og fréttatíminn að byrja. Þá get ég ekki hleypt öllu upp með því að vantreysta því sem vinnufélagar mínir hafa skrifað og neitað að lesa inngangana þeirra. Ekki á þessum tímapunkti, rétt fyrir útsendingu. Ég hef ekki vald til þess.“ Hefur þér eða kollegum þínum einhvern tíma verið hótað einhverju ef þið færuð fram með frétt? „Nei, ég hef ekki orðið vör við það. Auðvitað eru menn missáttir. Oft er verið að fjalla um viðkvæm mál og segja óþægilegar fréttir sem koma sér illa fyrir hina og þessa. En þannig er það bara og ekk- ert við því að gera. Við förum aðeins með það í loftið sem við teljum okkur hafa vissu fyrir.“ „Hugsa ekki um mig sem konu í vinnunni“ Hvað segirðu um þá lífseigu fullyrðingu að það sé erfiðara að fá konur í viðtöl en karla? „Ég hef ekki fundið fyrir því en ég tala reyndar bara við þann sem mér finnst rétt að tala við. Mér er alveg sama hvort það er karl eða kona. Mér finnst að það eigi að ráða för. Maður vill bara tala við besta mögulega viðmælandann.“ Veltirðu kynjahlutfalli viðmælenda eða frétta- manna fyrir þér, svona yfirleitt? „Nei,“ segir María Sigrún ákveðin. „Ég hugsa aldrei um mig sem konu þegar ég er að vinna. Ég held að það sé ekki vænlegt til árangurs að konur séu alltaf að velta sér upp úr því að þær séu konur og að þeim sé mismunað af því að þær séu konur. Ég held að það sé orkusuga. Við verðum að gefa okkur það að við stöndum jafnfætis körlum, gera ráð fyrir því og gefa ekki færi á neinu öðru. Ég hef alltaf gert það. Ég hef heldur aldrei upplifað neitt annað.“ Ertu alin upp þannig? „Já. Ef maður gerir bara ráð fyrir því að manni bjóðist sömu tækifæri og karlar – þá fær maður þau. En ef maður er fastur í hugsunum á borð við: „Ég get þetta ekki af því að ég er kona“/„Ég fæ þetta örugglega ekki af því að ég er kona“/„Ég er með lægri laun af því að ég er kona“ – þá er það bara líklegra til að gerast. Það er náttúrlega staðreynd að ennþá er einhver mismunun í samfé- laginu en ég held að það sé konum ekki endilega til framdráttar að vera alltaf að leita skýringa á þessu.“ Þú ert ekkert gefin fyrir eitthvert væl? „Æ, nei. Ég held að það sé ekki leiðin til árang- urs.“ Vinnufélaginn Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir „María Sigrún er jákvæð, skemmti­ leg, skapgóð og hefur góðan húmor. Það er mjög mikil vægt í anna sömu starfi þar sem unnið er á vöktum. Hún hefur mikinn áhuga á starfinu og skilar því svo sannarlega með sóma. Það er mikill fengur fyrir frétta stofu RÚV að hafa hana að liðsmanni.“ Mamman Svanhildur Sigurðardóttir „María Sigrún hefur alltaf verið fjörugur og líflegur persónuleiki. Sem barn var hún sífellt að setja upp leikrit, myndlistarsýningar og tombólur. Snemma vaknaði áhugi á bakstri og matargerð og í dag er hún snilldarkokkur og les matar­ uppskriftir eins og fagurbókmennt­ ir. María hefur alltaf haft dálæti á gömlu fólki og talaði oft um það sem krakki hvað þessi og hinn gamli borgarinn væri fallegur. “ Yfirmaðurinn Bogi Ágústsson „María Sigrún er yndislegur vinnufélagi, skörp og fljót til verka. Hún er alltaf í góðu skapi og leysir verk sín með prýði. Hún er nú þegar orðin frábær fréttaþulur. Við þetta má bæta að ég er upp með mér af því að hún hafi leitað ráða hjá mér um hvernig góðir fréttaþulir eigi að vera.“ Æskuvinkonan Ásgerður Ragnarsdóttir „Maja er mikill orkubolti og hefur frá nokkurra ára aldri verið full af hugmyndum að hinum ýmsum uppátækjum sem hafa verið fram­ kvæmd í gegnum tíðina (reyndar með misgóðum árangri). Maja er ákveðin, metnaðarfull og virkilega skemmtileg manneskja.“ Ég gleymi seint þegar ég stóð fyrir utan ráðherra­ bústaðinn fyrstu helgina í október 2008 þegar banka­ kerfið féll saman eins og misheppnað eggjafrauð. viðtal 29 Helgin 22.­24. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.