Fréttatíminn - 22.10.2010, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 22.10.2010, Qupperneq 34
Einfaldur kjúklingur kjúklingabringur kjúklingakrydd eða krydd að smekk kókosfita, ef vill Kryddið kjúklingabringurnar og bakið í ofni við 180°C í um 30 mín. Kjúklingabringurnar eru einnig góðar steiktar upp úr kókosfitu. Berið fram með hrísgrjónum eða bökuðum, sætum kartöflum. Brakandi ferskt salat 1 poki klettasalat 1/2 poki spínat 1/2 gúrka 2-3 tómatar fræblanda vínber, melóna eða jarðarber Skerið gúrku og tómata í bita. Skerið melónu í bita. Blandið öllu saman og berið fram. Prótínpönnu- kökur 8-10 stk. Hollari útgáfa af amerískum klöttum. 2 bollar haframjöl 8 eggjahvítur 2 tsk. kanill ananas, eftir smekk, eða stapp- aður banani hnefafylli af rúsínum mjólk eða vatn 2 skeiðar hreint prótín með vanillu eða súkkulaðibragði kókosfita, til steikingar Blandið þurrefnum saman í skál. Bætið vatni eða mjólk út í þar til deigið er orðið hæfilega þykkt. Bræðið kókosfitu á pönnu og steikið litlar pönnukökur. 34 matartíminn Helgin 22.-24. október 2010 E va Sveinsdóttir kann vel að meta góðan mat og er svo heppin að eiga mann sem er liðtækur í eldhúsinu. Þessa dagana þarf hún þó að gæta vel að matar- æðinu því hún er að undirbúa sig fyrir fitness-mót. Eva stefnir á verðlaunasæti, enda þrefaldur Ís- landsmeistari í Icefitness. Eva hefur lengi haft áhuga á hollu mataræði og líkamsrækt. Hún var lögregluþjónn í nokkur ár en eitt af skilyrðunum fyrir því að komast í lögregluna er hreysti og gott úthald. Í dag vinnur hún hjá tryggingafélagi og sinnir áhuga- málinu af kappi. Hún er með þjálfara sem leiðbeinir henni í matarmálum. ,,Ég borða aðallega fisk eða kjúkling með góðu salati og sætum kartöflum,“ segir Eva, sem ætlar að taka þátt í Icelandic Fitness and Health Expo-móti helgina 19.-20. nóvember. Hún borðar yfirleitt fremur hollan mat og þarf því ekki að gjörbreyta mataræðinu fyrir fitnesskeppnir. ,,Ég borða ekki eitthvað sem mér finnst vont, bara af því að það er hollt. Mér þykir líka gaman að smakka eitthvað nýtt. Ég fékk t.d. keilu í fyrsta sinn í hádeginu í gær. Með henni var salat og sósa en ég sleppti sósunni. Hér á landi er frábært úrval af góðum fiski sem hægt er að elda á óteljandi vegu.“ Lax er í miklu uppáhaldi hjá Evu. ,,Ofnbakaður lax með sætum kartöflum og hráu spergilkáli er frábær samsetning. Mér finnst spergilkálið best hrátt því þá er það svo stökkt og gott,“ segir hún Æfir sjö sinnum í viku og passar mataræðið Prótínpönnukökur í nesti Evu finnst ekki erfitt að borða sam- kvæmt ströngu prógrammi. ,,Ég borða aldrei neitt sem mér finnst vont, bara af því að það er hollt.“ Ljósmynd/Hari. og bætir við að hún sleppi kart- öflum og hrísgrjónum með kvöld- matnum þegar styttist í keppni. Á hverjum morgni útbýr Eva frískandi boost-drykk sem saman- stendur af Labrada-prótínblöndu, frosnum ávöxtum og múslíi eða haframjöli og vatni eða ávaxta- safa. ,,Ég fæ mér líka boost-drykk eftir hverja æfingu,“ segir Eva en hún æfir líkamsrækt sjö sinnum í viku. Þegar nær líður keppni fjölgar æfingunum og hún æfir þá tvisvar á dag, fjóra daga vikunnar. Á því tímabili borðar hún meira af ávöxtum en vanalega til að skera sig niður og vöðvarnir njóti sín sem best. En skyldi eitthvað vera á bann- lista hjá henni? ,,Ég borða engar mjólkurvörur, ekkert brauð, engar sósur og ekkert sælgæti eða sæta- brauð en hins vegar hef ég nammi- dag einu sinni í viku. Þá fæ ég mér allt sem mig langar í, fer í bakaríið eða fæ mér ís og bland í poka. Ég veit ekkert betra en súkkulaði og vil helst hafa súkkulaðibragð af öllu!“ Eva viðurkennir fúslega að hún fái sér stöku sinnum skyndibita og þá einna helst hjá Nings. ,,Ég á erfitt með að standast gott sushi. Úrvalið af skyndibitafæði hefur aukist mikið og það er hægt að velja hollan skyndibita fram yfir óhollan.“ Eva hlær þegar hún er spurð hvort hún eldi oft. ,,Maðurinn minn, Kjartan Jóhannsson, eldar oftast en ég baka og sé um með- lætið. Hann eldar fyrir mig þegar ég er að æfa. Hann dekrar við mig. Reyndar baka ég oft prótínpönnu- kökur og hef með mér í nesti yfir daginn. Ég set þær í frystinn og gríp síðan með mér þegar ég hef mikið að gera. Pönnsurnar eru al- gjört æði,“ segir Eva.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.