Fréttatíminn - 22.10.2010, Side 48

Fréttatíminn - 22.10.2010, Side 48
48 viðhorf Helgin 22.-24. október 2010 Æ tli skólar séu ekki, ásamt til dæmis lögreglu, heilsugæslu og bönkum, meðal svonefndra kjölfestustofnana þjóðfélagsins? Allir tengjast skólum með einhverju móti, sem nemendur, foreldrar, afar og ömmur, starfs- menn og síðast en ekki síst skatt- greiðendur. Menn geta lagt marg- víslega mælikvarða á skólastarfið, en í þessum pistli ætla ég aðeins að líta á starfsmannafjöldann. Á minni æskutíð heima í Skagafirði voru leikskólar ekki til, einungis barnaheimili frammi í sveit sem tóku börn í sumardvöl. Nú er þorri eins til fimm ára barna í leikskólum og meirihluti þeirra átta tíma á dag eða lengur. Árið 2009 unnu 4.847 manns í leikskólum og nærri lætur að 14% allra skatttekna sveitarfélaganna renni til leikskólahalds. Börn eru skólaskyld í tíu ár, frá sex ára aldri að telja, en ríkið hefur síðan fræðsluskyldu gagnvart ólögráða nemendum (18 ára og yngri). Í grunn- skólum landsins unnu árið 2009 alls 7.116 manns; kennarar, skólaliðar, sálfræðingar, námsráðgjafar, bókasafnsfræðingar, húsverðir, matreiðslumenn o.s.frv. Þetta þýðir að um það bil sex nemendur eru á hvert stöðugildi. Á sama tíma og starfsfólki hefur fjölgað sígum við niður á PISA-skalanum. Það er hins vegar efni í annan pistil að spá í það. Útgjöld sveitarfélaga til grunnskóla nema um það bil 35% af skatttekjum þeirra; í Reykjavík var þessi tala 32% 2008, en 69% þar sem hlutfallið var hæst. Um 96% af þeim nemendum sem ljúka grunnskóla innritast í fram- haldsskóla. Eftir tvö ár er fjórðungur þeirra hættur í skóla án þess að hafa lokið skilgreindu námi. Kannski er það versti ágalli skólakerfisins og víst er það mikil sóun á fjármunum. Námsframboð framhaldsskólanna er alltof einhæft, alltof bókmiðað; í stærstu starfsmenntaskólunum er tæpur helmingur námsins bóklegur. Listnám er vanrækt í framhaldsskól- unum, en allar athuganir sýna að það styrkir annað nám auk þess sem list- námsnemendur ganga yfirleitt glað- ari til verka en hinir. Svo lengi sem ég hef fylgst með skólamálum hafa allir stjórnmálamenn talað um nauðsyn þess að efla list- og verknám. Enginn hefur tekið til hendinni þegar á hólminn var komið af því að þetta nám kostar meira en bóknám – sem aftur veldur því að brottfall er hátt og þar með er miklu fé kastað á glæ. Síðast- liðið skólaár unnu 2.582 í framhaldsskólum. Alls unnu því 14.545 við þessi þrjú skólastig árið 2009 og niðurstaðan er augljós: Skólar tilheyra innsta kjarna í rekstri sveitarfélaga og ríkis og miklu varðar að allt starf þar mótist af metnaði og fram- sýni. Eðlilegt er og sjálfsagt að setja öllum skólum markmið sem með nokkru móti má mæla eða meta til að skera úr um hvort árangur hafi náðst og ef ekki, hvernig megi þá bæta úr skák. Sölvi Sveinsson skólastjóri Landakotsskóla Um 96% af þeim nemendum sem ljúka grunnskóla inn- ritast í framhaldsskóla. Eftir tvö ár er fjórðungur þeirra hættur í skóla án þess að hafa lokið skilgreindu námi. Skóli og þjóðfélag Skólar: fjölmennasti vinnustaður landsins Fært til bókar Sölustaðir „Fáðu þér gott fyrir gott“ N1, Bónus, Hagkaup, Pósturinn, Debenhams, Katár, Garðheimar, Epal, Hrím, Kraum, Te og ka, Sirka á Akureyri, Melabúðin, Þín verslun Seljabraut, Valfoss, Iða, Mál og menning, Oce 1, Rauðakrossbúðirnar Hringbraut og Fossvogi, Mýrin - Kringlunni, Minja á Skólavörðustíg, Háma - Háskólatorgi og Hrafnistubúðin Laugarási. Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands Vilja láta rannsaka eigin verk Alþingismennirnir Pétur H. Blöndal og Guðlaugur Þór Þórðarson eru meðal flutningsmanna á þingsályktunartillögu um að fram fari sjálfstæð og óháð rann- sókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs frá að- draganda breytinga á fjármögnun og lánareglum sjóðsins sem hrint var í fram- kvæmd árið 2004. Í greinargerð er vísað til ályktunar rannsóknarnefndar Alþingis um að þessar breytingar hafi stuðlað að verulegu ójafnvægi í hagkerfinu og falið í sér ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda að falli bankanna. Athygli vekur að bæði Pétur og Guðlaugur Þór áttu sæti í félagsmálanefnd Alþingis árið 2004, þegar lögunum um Íbúðalána- sjóð var breytt, en frá meirihluta þeirrar nefndar kom frumvarpið um breytingarn- ar. Þeir vilja því láta rannsaka eigin verk. Nær Yngvi Örn inn núna? Það bíður Guðbjarts Hannessonar fé- lags- og tryggingamálaráðherra að velja nýjan forstjóra Íbúðalánasjóðs eftir að staðan var auglýst á ný. Hann mun velja úr 21 umsækjanda. Ráða átti í starfið í júlí síðastliðnum þegar Guðmundur Bjarnason lét af störfum. Stjórn sjóðs- ins ákvað hins vegar, eftir marga fundi og skipun valnefndar að tilmælum Árna Páls Árnasonar, þáverandi ráðherra, að hætta við þótt 27 umsóknir lægju fyrir og fjórir hefðu verið kallaðir sérstaklega í viðtal. Það voru Ásta H. Bragadóttir, Elín Sigrún Jónsdóttir, Guð- rún Árnadóttir og Yngvi Örn Kristinsson. Stuðning- ur við Yngva Örn brást í júlí en áður var meirihluti tal- inn að baki ráðningar hans. Ásta var síðan talin njóta meirihlutafylgis en hún dró umsókn sína til baka, en hefur hins veg- ar gegnt starfinu til bráðabirgða. Ásta sækir ekki um núna en það gera Yngvi Örn, Elín Sigrún og Guðrún, auk annarra. Spurningin er hvort Yngvi Örn nær inn í annarri tilraun. Hugmynd Heiðu Fréttatíminn greindi í síðustu viku frá áætlunum Borgarahreyfingarinnar um að veita aftur út í samfélagið þeim pening- um sem samtökin fá greidd með kjörnum þingmönnum þótt þeir hafi leitað á önnur mið. Valgeir Skagfjörð, fyrrverandi for- maður, sagði ákvörðun um þetta hafa verið tekna í sinni formannstíð. Þessu mótmælir Ingifríður R. Skúladóttir, varaformaður og gjaldkeri stjórnar Borg- arahreyfingarinnar. Hún segir Valgeir ekki hafa verið formann þegar ákvörð- unin var tekin. Heiða B. Heiðars, þáver- andi formaður stjórnar, hafi alfarið átt hugmyndina að Húsinu en að framkvæmd þeirrar hugmyndar hafi þáverandi stjórn staðið að mestu án þátttöku Valgeirs. Hverjir setjast á stjórnlagaþing? Frambjóðendur til stjórnlagaþings voru mun fleiri en búist var við, eða liðlega 500. Hver frambjóðandi þurfti að skila minnst 30 meðmælendum, mest 50, en enginn meðmælandi mátti mæla með nema einum frambjóðanda. Fjöldi með- mælenda er því að lágmarki rúmlega 15 þúsund. Opinber framboðslisti verður birtur 3. nóvember en listi fjölda fram- bjóðenda liggur þegar fyrir á netinu. Meðal hugsanlegra stjórnlagaþingmanna á næsta ári má nefna Vilhjálm Þor- steinsson, Þorkel Helgason, Illuga Jökulsson, Ingu Lind Karlsdótt- ur, Jón Ólafsson á Bifröst, Jónas Kristjánsson og Þorvald Gylfa- son. Þar verður því fjör og ekki síður ef Sigurður G. Tómasson og Ólafur Hannibalsson bætast á þingbekkina. Miðað við þessa upp- talningu þarf stjórnlaga- nefndin að vísu að beita kynjakvóta- ákvæðinu. B yltingar eru óútreiknanleg fyrirbrigði þar sem stöðu-orkan sem býr í þegnum þjóðfélagsins berst fram með há- vaða og drunum, eins og eldar úr iðrum jarðar. Innviðir þjóðfélags- ins bresta og óheftar tilfinningar villa um fyrir þeim sem fara fyrir fylkingum. Stríð koma í stað sátta, hefndir í stað hugmynda. En eiga byltingar engan rétt á sér? Koma ekki þeir tímar þegar forystu þjóðar er svo ábótavant og réttlætiskennd alþýðunnar svo misboðið að engin svör finn- ast sem falla innan ramma og laga siðmenntaðs þjóðfélags? Sjálf- stæðisyfirlýsing Bandaríkjanna, sem lagði grunninn að því sem kalla má fyrstu nútímabyltinguna, hefst á orðunum: „Þegar atburðir í tímans rás reka einn hóp til að slíta þau pólitísku bönd sem hafa bundið hann við annan … krefst sjálfsögð virðing fyrir skoðunum fólks þess að gerð sé grein fyrir þeim ástæðum sem þrýsta á um slíkan aðskilnað.“ En hvernig myndi hún hefjast, sjálfstæðisyfirlýsing þeirra sem nú vilja stofna nýtt Ísland? Geta þeir sem skunda austur um völl verið sammála um hvað rekur þá til að mæla á móti stjórn landsins? Það er nefnilega stundum auðveldara að sammælast um andstöðu en að finna samstöðu um leið fram á veginn. Skuldaleiðrétting eins er annars tap Á að leiðrétta skuldir heimilanna? Hvaða skuldir? Hversu mikið? Fyr- ir hverja? Með hvaða skilyrðum? Hverjir eiga skuldir heimilanna sem á að leiðrétta? Eru það ekki að miklu leyti önnur heimili í landinu? Hvernig á að bæta einu heimili það lífeyristap sem kemur til af því að bjarghring er kastað til annars heimilis? Á að breyta stjórn- skipulaginu? Hvern- ig? Munu slíkar breytingar tryggja, svo að notuð séu orð frönsku bylting- arinnar, frelsi, jafn- rétti og bræðralag? Vill íslenskt þjóð- félag vera eins og þjóðfélögin á öðr- um Norðurlöndum? Hvert þeirra? Framleiðslulandið Svíþjóð er ekki eins og auðlindalandið Noregur, sem er ekki eins og viðskiptaveld- ið Danmörk, sem er ekki eins og þjónustu- og tæknilandið Finnland. Þótt öll eigi þau eitthvað sameigin- legt (og þá kannski helst ákveðna íhalds- og nægjusemi), skilur líka margt á milli. Höfum við mótað okkur hugmyndir um hver okkar leið á að vera? Kannski erum við föst í samtím- anum, ófær um að sjá að byltingar taka langan tíma. Vitum ekki hvert skal skyggnast og hvar óvinir sitja á fleti? Kannski er byltingu Íslend- inga gegn dönsku valdi ekki lokið enn? Kannski eru þessi sextíu og sex ár af sjálfstæði bara sá tími sem það tók að safna í sarpinn, dannast, svo að notað sé orðfæri fyrrum nýlenduherranna. Það er því kannski þann- ig að í stað þess að hefja byltingu, þur fum við að ljúka byltingu. Að standa vörð um okkur sjálf Við þurfum að ljúka hugsuninni sem hófst á orðun- um: „... sjálfstæði er grunnur inn að betra Íslandi“ með því að sam- einast um hver þessi draumahöll sé sem við höfum staðið í að byggja í gegnum hernám og ástand, þorsk og hval, álvirkj- anir, viðreisn og hrun. Það er ekki nóg að hafa kraft og dug, ekki nóg að eiga auðlindir, ekki nóg að hafa menntun, ekki nóg að eiga fallegt fólk í heillandi náttúru, ekki nóg að eiga sitt eigið land, ef allt okkar starf í fleiri en 1.100 sumur er vélað á brott fyrir gáleysi, gáfuleysi og gæfuleysi. Við - þjóðin - þurfum að læra að standa vörð um okkur sjálf. Það er verkefnið fram undan að endurskoða stjórnarskrána. En því verkefni hefur verið gefinn of knappur tími og stjórnlagaþing þjóðarinnar er í því ferli undir hæl alþingis stjórnmálanna. Það er lítil von til að þetta þjóðþing, eins og það er nú skipulagt, muni hafa varanleg, raunveruleg eða gagnleg áhrif á stjórnskipun Íslands. Væri úr vegi að mæla á móti því? Byltingar fyrr og nú Mælt á móti Andri Haraldsson forstjóri sprotafyrirtækis í Washington HELGARBLAÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.