Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 4
34 LÆKNABLADID t MINNING Prófessor E. A. V. BUSCH f. 9.9.1899 - d. 18.10.1982 Eduard Axel Valdemar Busch er langt nafn og óþjált, enda var hann aldrei kallaður annað af samstarfsmönnum sínum en E.B. Hann lagði grunninn að taugaskurðlækn- ingum í Danmörku, kom peim til þroska í því landi og var allan sinn starfsdag fremstur maður í Danaveldi í þeirri grein. Sjúkradeild hans naut álits hjá taugaskurðlæknum um víða veröld og lögðu margir þeirra leið sína til Hafnar til þess að heimsækja hana. Er mér nær að halda, að sú deild hafi á þeim árum verið ein um það í ríki Danakonungs, að teljast í fremstu röð á alþjóðakvarða. E.B. varð kandidat 1924 og fékk sérfræð- ingsviðurkenningu í handlækningum 1932. Á þessum árum bárust til Evrópu fréttir af Harvey Cushing, að hann hefði byggt upp nýja grein læknisfræði — neurochirurgia — einn á báti að kalla. Herbert Olivecrona hafði verið hjá Cushing og síðan tekið til við taugaskurðlækningar í Svíþjóð. Árið 1932 fór E.B. til hans og vann þar í hálft annað ár, en heimsótti síðan taugaskurðdeildir vestan hafs. Á útmánuðum 1934 byrjaði hann svo á æfistarfi sínu í Kaupinhöfn. Hann byrjaði í smáum stíl, hafði ellefu rúm til umráða og einn kandidat til hjálpar. Sjálfur var hann á vakt dag og nótt. Hann var vinnuþjarkur, strangur húsbóndi, sem hlífði engum og sjálfum sér síst. Þegar hann hætti störfum 1962 hafði deildin um 80 rúm og var vel skipuð starfsliði. Sextíu og þriggja ára að aldri fékk hann aðsvif; það stóð stutt. Samstarfsmenn hans buðust til að létta af honum öllum vöktum og vinnu á spítalanum, ef hann aðeins sinnti kennslu og andi hans svifi yfir deildinni. Hann sagði nei, ef hann gæti ekki unnið eins og hann hefði gert, ætti hann ekkert erindi á spítalann og kom þar aldrei síðan. Frá stríðslokum og þar til taugaskurðlæknar komu til starfa í Borgarspítala Reykjavíkur, var þessi deild í raun taugaskurðdeild íslands. Þangað voru allir sendir, sem þurftu aðgerða á miðtaugakerfi, nema slys; fyrir þau var of löng leið milli Reykjavíkur og Hafnar. Það lágu þá ætíð íslenskir sjúklingar hjá E.B. Þeim var vel tekið. Aldrei var svo þröngt, að ekki væri rúm fyrir íslending. Vel mætti segja mér, að enginn erlendur læknir hafi sinnt jafnmörgum íslenskum sjúklingum og vanti mikið á. E.B. var sæmdur heiðursmerkjum frá ýms- um löndum og sýndur margvíslegur sómi. Á fimmtíu ára afmæli Háskóla íslands var hann gerður að heiðursdoktor og vissi ég til, að honum þótti vænt um þá sæmd og mat hana mikils. Hann var einn af brautryðjendum tauga- skurðlækninga. Hann varð í lifanda lífi þjóð- sagnapersóna á íslandi og skipar veglegan sess í læknasögu Dana. Kannske finnst sumum skrítið, að hann skuli nú fyrst vera að kveðja þennan heim. Hann settist í helgan stein og sat utan við straumköst tímans í tvo áratugi. Og nú er hann allur. Bjarni Jónsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.