Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 9
LÆK.NABLADIÐ 37 Mynd 3. Röntgenmynd af vikugömlu stúlkubarni mcd marmarabeinveiki (Mynd 1, XI, 2), sem sýnir péttni beina í hauskúpu, hryggsúlu og rifjum. (14). Properdin B (Bf) rafdregið í agarósa og greint með mótefnafellingu og litað (13, 14). Transferrin (Tf) rafdregið í sterkju eða agarósa og litað fyrir protein (14, 22). Hapto- globin (Hp) rafdregið í sterkju, bundið við Hb og litað fyrir peroxydasavirkni (16). Group specific protein (Gc) rafdregið í acrylamíðhlaupi og »ísoelectric focusing« að- ferð notuð. Protein yfirfærð á »cellogel« strimil, sem inniheldur mótefni fyrir Gc og fellir það út, litað fyrir protein (15). Serum Esterase 1 (El) greindur með latefn- um í glösum, en stundum eftir rafdrátt í sterkju (16). Serum esterase 2 (E2) rafdreginn í sterkju og litað með hvarfefni og bindilit (21). Protein úr raudum frumum: Raudra frumu esterase D (EsD) rafdregið í agarósa og »fluoriscent« hvarfefni notað til ákvörðunar, lesið í UV ljósi (17). Giyoxalasi-1 (GLO-1) rafdregið í agarósa, tveggja stiga hvarfefna- greining, par sem hvarfefni eru bundin í agarósa yfirlag á síðara stigi (17, 18). Súrir fosfatasar (AcPl) eru rafdregnir í sterkju og greindir með »fluoriscent« hvarf- efni og lesið í UV Ljósi (19). Glutamatpyruvat Transaminasi (GPT) raf- dregið í sterkju, »fluoriscent« hvarfefni notað á neikvæðan veg, þ.e. »fluoriscent« hverfur þar sem ensímið er (20). NIÐURSTÖÐUR Alls voru rannsökuð 20 erfðakerfi hjá 23 einstaklingum í 3-4 ættliðum (Tafla 1). Af þessum kerfum merkja 13 staðsett set (loci) á 8 líkamslitningum. Tvö erfðamarkakerfi, Bf og GLO-1, sem nátengd eru vefjaflokkakerfinu (HLA) á litningi nr. 6 sýna bæði arfblendni (heterozygosis) hjá sjúklingi XI, 2 og útilokast því náin litningatengsl þeirra og HLA kerfis við OP genið. Arfhreinleiki (homozygosis) XI, 2 í Gc kerfi verður ekki af Gc genum frá ömmum OP-sjúklingsins (IX, 2 og 4, Töflu 1), sem teljast arfberar OP gensins samkvæmt ættrakningu (Mynd 1). Sama gildir um arfhrein- leika (XI, 2) m.t.t. Rh-kerfis á Iitningi nr. 1 og súrra fosfatasa (AcPl) á litningi nr. 2. Litninga- tengsl OP gensins og ofannefndra þriggja kerfa eru því útilokuð. Önnur kerfi gefa ekki upplýsingar um litningatengsl. Ekkert þessara kerfa gaf til kynna rang- feðrun í þeim fjölskyldum, sem rannsóknin náði til. SKIL Tíðni þessarar tegundar osteopetrosis (OP) í nýfæddum eða ungbörnum fannst í 1 af 200.000 fæðingum í írlandi (8) og 1 í 60.000 fæðingum í Kostarika (11). Af foreldrum 26 OP-sjúklinga í Kostarika, fengust upplýsingar um skyldleika hjá 6 og voru 5 þeirra tvímenn- ingar (11). Frá fæðingu fyrsta barnsins með OP, sem hér er lýst, og þar til næsta fæðist með OP fæddust 15-20 þúsund börn, sem gefur til kynna, að hægt væri að búast við að barn með þennan erfðasjúkdóm fæddist í einni af hverjum 20-30 þúsund fæðingum hér á landi. Upplýsingar okkar teljum við ófullnægjandi til að reikna út tíðni PO gensins meðal íslendin- ga. Ættfræðirannsóknin bendir til að í einangr- aðri byggð með hárri inngiftingartíðni hafi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.