Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 16
42 69,42-43,1983 LÆK.NABLAÐIÐ Gunnlaugur Snædal, Gunnar Biering, Helgi Sigvaldáson. Jónas Ragnarsson Fæðingar á íslandi 1972-1981, 4. grein: FRJÓSEMIÍSLENSKRA KVENNA í þessum greinarflokki var síöast fjallað um aldur mæðra og þær breytingar sem orðið hafa undanfarna áratugi á hlutdeild hvers aldurshóþs í heildarfjölda fæðinga. Þjóðinni hefur hins vegar fjölgað mikið á þessum tíma og aldurssamsetning hennar breyst. Pess vegna er rétt að huga að þessum tölum, miðað við að í hverjum aldursflokki væri alitaf sami fjöldi kvenna, til dæmis 1000. Þanning má sjá hvort frjósemi kvenna hefur aukist eða minnkað. A mynd 1 eru sýndar breytingar á frjó- seminni í hverjum aldursflokki frá 1931 til 1980 (1,2). Eftir miðjan fjórða áratuginn jókst frjósemin á aldrinum 15-34 ár, og náði hún hámarki árin 1956-60. Þá fæddi árlega nær fjórða hver kona 20-24 ára og um fimmta hver kona 25-29 ára. Síðustu tuttuga árin er síðan stðugt minni frjósemi í öllum aldursflokkum. Frjósemi kvenna á aldrinum 35-44 ára hafði reyndar verið að minnka nær alla þessa hálfu öid. Mynd 2 sýnir heildarfrjósemi kvenna á aldrinum 15-44 ára. Hún var 164 af 1000 konum árin 1856-65, fór niður í 102 af 1000 konum árin 1936-45, varð 142 árin 1956-60 og er nú komin niður í 89 af 1000 konum árin 1976-80 (2). Þetta samsvarar því að hvert ár fæði ellefta 'nver kona á þessum aldri. FjÖldi barna sem fæðist á ævi hverrar konu er nú 2,4 (1976-80) en var 4,2 árin 1956-60. Á það hefur verið bent (2) að minnki frjósemin mikið meira þá hættir þjóðinni að fjölga, til lengri tíma litið, en vegna aldursskiþt- ingar þjóðarinnar nú getur verið að svo verði þó ekki fyrr en um miðja næstu öld. Sé frjósemi kvenna á Norðurlöndum borin saman (3) kemur í ljós að árin 1976-80 er hún mest í Færeyjum (um 93 af þúsund konum 15- 44 ára), síðan koma ísland, Grænland, Noreg- ur, Finnland, Svíþjóð og Danmörk (um 57 af þúsundi). í töflu 1 eru tölur um frjósemi hvers aldurshóþs, miðað við fæðingar íslenskra kvenna hér á landi ár hvert frá 1972 til 1981, samkvæmt Fæðingaskránni. Þá sést að þróun- in sem kemur fram á línuriti 1 er nokkuð stöðug. Árið 1981 er frjósemin hjá 15-19 ára komin niður fyrir 50 af 1000 konum. Ef frjósemi áranna 1956-60 hefði haldist óbreytt ættu nú að fæðast árlega um 7300 AF 1000 KONUM 20-24 ára 25-29 ára 30-34 ára 15-19 ára 35-39 ára 40-44 ára Mynd 1. Aldursbundin fædingartíðni (frjósemi) íslenskra kvenna, miðað við 1000 konur í hverjum aldursflokki (1, 2). AF 1000 K.ONUM 15-44 ÁRA Mynd 2. Frjósemi íslenskra kvenna. Lifandi fædd börn af hverjum 1000 konum 15-44 ára. Miðað er við áriegt meðaltal 10 ára tímabila frá 1856 til 1955 og 5 ára tímabila 1956-80 (2).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.