Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 34
EFLUM ÍSLENSKA LYFJAFRAMLEIÐSLU PRIMAZOL er íslenskt sérlyf sem kom fyrst á markað í ársbyrjun 1982. Það er hliðstætt þrem vel þekktum erlendum sérlyfjum, en mun ódýrara. Virk innihaldsefni í hverri töflu: Trimethoprimum 80 mg, Sulfamethoxazolum 400 mg. Ábendingar: Sýkingar af völdum baktería, sem eru næmar fyrir hinum virku efnum lyfsins, einkum við bráðar og langvinnar sýkingar í loftvegum (þá ekki tonsillitis af völdum streptococca), eyrum, melting- arvegi, þvagfærum og húð. Einnig sýkingar í beinum svo og sepsis nocardiosis og pneumocystis carinii sýkingar. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virkum efnum lyfsins, sérstaklega er bent á súlfaofnæmi. Meðganga. Fyr- irburðir og nýfædd börn. Lyfið skal ekki nota hjá sjúklingum með lifrar- eða nýrnasjúkdóma á háu stigi. Aukaverkanir: Lyfið getur valdið ógleði og stundum uppköstum. Hefur einnig valdið Steven’s-Johnson syndrome. Einnig breytingar á blóðmynd svo sem fækkun á hvítum blóðkornum og blóðflögum. Fólín- sýruskortur getur komið fyrir við langvarandi notkun lyfsins. Hugsanlegt er, að lyfið geti valdið fóstur- skemmdum. Milliverkanir: Eykur áhrif blóðþynningarlyfja og fenýtóíns. Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegur skammtur er 2 töflur tvisvar sinnum á dag. Við langtíma meðferð 1 tafla tvisvar sinnum á dag. Skammtastærðir handa bömum: Börn 12 ára og eldri: Sömu skammtar og handa fullorðnum. Böm 7 — 12 ára: Venjulegur skammtur er 1 tafla tvisvar sinnum á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 7 ára. Pakkningar: 20 töflur (þynnupakkað), 100 töflur, 10 töflur X 25 (þynnupakkað). Samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda hér á landi, ber í öllum auglýsingum að vara við hugsan- legum blóðbreytingum og fósturskemmdum af völdum lyfsins. Lyfjaverslun ríkisins. NAPROXEN LR Virkt innihaldsefni í hverri töflu: Naproxenum 250 mg. Ábendingar: Iktsýki, slitgigt, hrygggigt, þvagsýrugigt, tíðaverkir, verkir í legi vegna lykkju eða annars sem sett hefur verið í leg. Frábendingar: Þungun, magasár. Aukaverkanir: Höfuðverkur, svefnleysi, óróleiki, þreyta, magaverkir, brjóstsviði, hægðatregða, niður- gangur, magablæðing (sjaldan). Útbrot geta komið fyrir. Berkjusamdrátturgetur versnað hjá sjúklingum með astma. Varúð: Saga um sár í meltingarvegi, astma, nefslímubólgur, útbrot vegna salicýlata. Milliverkanir: Milliverkun er við lyf, sem bindast eggjahvítuefnum í plasma, t.d. blóðþynningarlyf, sykursýkislyf. Skammtastærðir handa fullorðnum: 500— 1000 mgá dag. Við bráða þvagsýrugigt 750 mgfyrst, síðan 250 mg á 8 klst. fresti. Skammtastærðir handa bömum: lyfið er lítið reynt hjá börnum og er því óvíst um skammtastærðir. Pakkningar: 20 töflur, 50 töflur, 100 töflur. Lyfjaverslun ríkisins

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.