Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 37
LÆKNABLADIÐ 55 G. (ekki notað sem stendur). H. Léttburar (dysmatur börn), þ.e. >2 stöðluð frávik frá meðalgildi miðað við meðgöngu- tíma. K. Öll börn á vökudeild. Eftir flokkun í áhættuhópa eru börnin leitar- prófuð með einfaldri mælingu á fæðingarstofn- uninni. Öll pau börn sem ekki standast leitar- prófið eru svo send í frekari heyrnarrannsókn á Heyrnar- og talmeinastöð íslands, par sem viðeigandi meðferð er hafin ef purfa pykir. Gert er ráð fyrir að ekkert barn með verulega heyrnarskerðingu við burðarmál eigi að geta sloppið í gegnum pessa síu. í framhaldi af notkun áhættukvarðans er svo gert ráð fyrir að viss börn verði rannsökuð frekar áður en pau komast á annað ár, jafnvel pótt pau hafi staðist leitarprófið. Er hér einkum átt við tilfelli par sem líkur eru á arfgengri heyrnarskerðingu, sem e.t.v. er ekki fyrir hendi við burðarmál. Ekki er endanlega búið að skipuleggja hina einstöku pætti pessa eftirlits, enda nokkurt matsatriði hversu viða- mikið eftirlitið á að vera. Rétt er að benda á, að hafi foreldrar minnsta grun um heyrnar- deyfu hjá barni sínu ber að líta á slíkt sem skilyrðislausa ástæðu til frekari rannsóknar, enda sýnir reynslan að grunsemdir foreldra eru oft áreiðanlegri en niðurstöður grófra atferlisprófa. Hér á íslandi má gera ráð fyrir að meirihluti peirra barna, sem tilheyra um- ræddum áhættuhópum, fæðist á fæðingadeild Landspítalans. Verður pví að teljast eðlilegast að skipulagning heyrnarleitarprófa miðist fyrst og fremst við pá stofnun fyrst í stað. Á hinn bóginn ber, þegar fram í sækir, að skipuleggja leit á vegum heilsugæsluaðila um allt landið með hliðsjón af áhættukvarðanum einum saman og stefna að pví að öll áhættu- börn, sem fæðast utan Reykjavíkur, verði heyrnarprófuð innan 6 mánaða frá fæðingu. Á pessu stigi er of snemmt að segja fyrir um hvernig þetta eftirlit væri heppilegast í fram- kvæmd. Það er sannarlega ekki erfitt að finna rök, sem undirstrika mikilvægi pess að uppgötva heyrnarleysi eins snemma og kostur er á. Jafnvel væg heyrnarskerðing fyrstu ár ævinn- ar getur valdið umtalsverðri proskaseinkun, og liggur pvi í augum uppi hverjar afleiðingar alvarlegrar heyrnarskerðingar geta orðið ef ekkert er að gert. Með því að uppgötva heyrnarskerðinguna þegar á fyrstu mánuðum ævinnar má oft koma í veg fyrir frekari heyrnarskerðingu, flýta fyrir allri hæfingu og koma um leið í veg fyrir alla pá fylgifiska, sem oftast sigla í kjölfar fötlunarinnar. Vistun á stofnun fyrir einstaklinga með sérþarfir hlýtur alltaf að teljast þrautalending, og er heyrn- leysingjaskóli engin undantekning. Þetta er síður en svo nokkur áfellisdómur yfir Heyrn- leysingjaskóla íslands, sem hefur unnið ötult og mikið starf, en við getum ekki horft fram hjá pví, að reynslan hefur sýnt hér á landi sem annars staðar að veruleg heyrnarskerðing veldur jafnan mikilli félagslegri einangrun og rýrir um leið samfélagslega aðstöðu og mennt- unarmöguleika pessa afskipta hóps. Má benda á að enginn háskólamennaður maður mun vera meðal heyrnleysingja á íslandi. Þótt e.t.v. sé erfitt að færa fyrir pví tölfræði- leg rök, par sem um fræðilegar staðhæfingar er að ræða, er pað samdóma álit sérfróðra manna, að leitarprófanir og eftirlit svipað pví, sem hér hefur verið lýst, geta dregið verulega úr fjölda þeirra, sem þarfnast vistunar á sérstofnun. Heyrnarleitarpróf á nýburum hlýt- ur pví að teljast siðferðileg kvöð. Cyifi Baidursson Einar Sindrason

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.