Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 31
LÆKNABLADID 51 sonar hafi leitað almennra lækna, en ekki geðlækna. Til samanburðar má geta þess, að Nielsen og Nielsen (13) telja, að samkvæmt áætluðum tölum 1974-1975 njóti tæplega helm- ingur nýrra þunglyndissjúklinga á aldrinum 15 ára og eldri geðlæknispjónustu í Danmörku (13) . Ef Iitið er á töflu 111 má sjá, að í rannsókna- hópnum er áberandi hve ógiftar konur eru fleiri en karlar. í rannsókn á eldra fólki í Newcastle Upon Tyne 1964 kom fram, að áberandi margar einhleypar konur yfir 75 ára aldur komu til meðferðar vegna punglyndis (14) . Sama tilhneiging kom fram í rannsókn 1975 á göngudeildarsjúklingum í Chichester og Salisbury í Englandi (15). Á töflu V kemur fram, að af þeim hluta rannsóknarhópsins, sem leggst inn á sjúkra- hús, leggjast sex karlar af hverjum sjö inn á almenn sjúkrahús, en aðeins tveir priðju hlutar kvenna. petta gæti bent til þess að meira samband sé milli líkamlegrar heilsu og þung- lyndis hjá körlum en konum. Þetta er í samræmi við rannsókn Gianturco og Busse 1978 (16), en þar kom fram að konur fengu oftar þunglyndisköst vegna fjárhagsörðug- leika en karla vegna lélegs líkamlegs heilsu- fars. Samband á milli líkamlegra og geðrænna kvilla hefur verið rannsakað á marga vegu og með misjöfnum og stundum mótsagnakennd- um niðurstöðum, en yfirleitt hefur það komið fram að geðsjúklingar þjáist af líkamlegum kvillum í ríkari mæli en aðrir (17). Post og DeAlarcon (18,19) komust að þeirri niðurstöðu, að um 60 % þunglynds eldra fólks hefði ýktar Hkamlegar kvartanir og gæti þetta oft verið undanfari alvarlegra sjúkdóma eða jafnvel sjálfsmorða. Á töflu V kemur fram að 76 af 137 sjúklingum, sem lifandi voru 1979, voru vistað- ir á almennum sjúkrahúsum á rannsóknar- tímabilinu, karlmenn hlutfallslega fleiri en konur. Var þetta einkum á því tímabili, sem geðræn sjúkdómseinkenni voru mest. Við athugun á sjúkraskýrslum kom fram, að fæstir sjúklinganna höfðu fengið geðræna sjúkdóms- greiningu við útskrift. Verið gæti, að almenn tregða lækna til að nota geðrænar og líkam- legar sjúkdómsgreiningar samtímis við út- skrift, liggi þessu til grundvallar. Bent hefur verið á af Bergmann og Eastham (20), að þunglyndi tefji fyrir bata líkamlegra sjúkdóma hjá eldra fólki, hvers eðlis sem þeir eru. Hlutfallslega fleira aldrað fólk nýtur þjónustu í heilbrigðiskerfinu en áður og er því mikilvægt að koma í veg fyrir langdvalir þess á stofnunum vegna vanrækslu á hinum geð- ræna þætti. Af niðurstöðum þessarar rannsóknar má m.a. ráða, að sjúklingar þessir hafa mun hærri dánartíðni en er meðal þjóðarinnar, sjálfs- morðstíðnin er 16-18 sinnum hærri, heilsufar þeirra er stórlega skert. í lok rannsóknartíma- bilsins voru tæp 50 % taldir ófærir um að hirða sig, matast eða klæðast, tæp 70 % líða af alvarlegum geðrænum einkennum eða höfðu litla starfsgetu og tæp 60 % höfðu lélega líkamsheilsu. Af þessum niðurstöðum má því draga þá ályktun, að hvers konar þunglyndi, sem verður til þess að fólk á þessum aldri leitar geðlæknis, skerðir stórlega heilsufar og íþyngir heilbrigðisstofnunum. Orsakir þung- lyndis á þessum árum eru ekki kunnar, en ljóst er samt að þar kunna félagslegar aðstæður að hafa nokkur áhrif. Óvíst er hvort eldra fólk er viðkvæmara fyrir félagslegum breytingum en það yngra, en ljóst er að eðli breytinga er annað hjá eldra fólki og verður því að teljast eðlilegt að forvarnarstarf verði ekki sama eðlis hjá þessum aldurshópum. Hvers konar aðgerðir er leiddu til fækkunar þunglyndra meðal aldraðra myndu leiða til minna álags á heilbrigðiskerfinu, auk þess, sem mestu máli skiptir, betri líðan þeirra öldruðu. HEIMILDIR 1) Helgason T. Epidemiological investigations concerning affective disorders in origin, preven- tion and treatment of affective disorders. (ed. Sheoux M & Strömgren E). (Academic Press) London 1979. 2) Helgason T. Epidemiological follow-up rese- arch within a geographically stable population. Psychiatrische Verlautsforschung (ed. G. W. Schimmelpennig), (Hans Huber Bern) Stuttgart- Wien 1980, pp. 73-85. 3) Blazer D, Williams C. Epidemiology of dyspho- ria and depression in an elderly population. Am ] Psychiat 1980; 137,4:439-44. 4) Kramer M, Taube C, Starr S. Patterns of use of psychiatric facilities by the aged: Current status, trends and implications in ageing in modern society. (ed. Simon A, Epstein L). American Psychiatric Association, 1968. 5) Helgason L. Psychiatric Services and mental illness in Iceland. Acta Psychiat Scand Suppl 128, 1977. 6) Post F. The functional psychosis in Studies in

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.