Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 25
LÆKNABLADID 69,47-52,1983 47 Ólafur Jóhann Jónsson PUNGLYNDIMEÐAL ALDRAÐRA INNGANGUR Þunglyndi er einn algengasti geðræni kvillinn hjá eldra fólki, en virðist pó ekki sá gaumur gefinn sem skyldi. Sennilega liggja til þess margar orsakir: Breytingar og truflanir á svefni, matar- venjum, hreyfigetu, hegðun og almennri lík- amsheilsu leiða til minnkandi framtaks og prekleysis og eru oft rangtúlkaðar sem afleið- ingar ellinnar, enda er þar oft erfitt að greina á milli orsaka og afleiðinga. Nokkurs misræmis hefur gætt í rannsóknum á tíðni þunglyndis hjá eldra fólki og valda þar helst mismunandi skilgreiningar og rann- sóknaraðferðir. Heildarsjúkdómslíkur fyrir þunglyndi hérlendis til 75 ára aldurs eru 12,2% hærri hjá konum en körlum (1). A aldrinum 60-74 ára er nýgengi 3,8 % (2). í rannsókn á 997 einstaklingum 65 ára og eldri í Bandaríkjunum 1980 (3), reýndust 14,7 % hafa þunglyndiseinkenni, 3,7 % voru haldnir alvarlegu þunglyndi, 65 % höfðu þung- lyndiseinkenni af líkamlegum orsökum og 4,5 % höfðu fundið til vansældar. Talið er að læknar greini mildar tegundir þunglyndis oftast hjá sjúklingum á aldrinum 40-65 ára (4). Tíðni nýrra sjúklinga, einkum kvenna, hjá geðlæknum vegna »endogen« þunglyndis vex með hækkandi aldri fram að 80 ára aldri (5). Talið er að sjúkrahúsvistun vegna þunglyndis sé algengust á aldrinum 50-65 ára (6). Um það bil helmingur sjúklinga með »þsy- chosis manio-deþressiva«, sem innlagður var á dönsk sjúkrahús var eldri en 60 ára (7). Af þessu má ráða að hér er um alvarlegt vanda- mál að ræða hjá eldra fólki. Rannsókn þessi fjallar um sjúklinga á aldrinum 55-74 ára, er árin 1966-1967 leituðu í fyrsta skipti til geðlæknis vegna þunglyndis. Frá Kleppsspítala. Barst ritstjórn 12/09 1982. Sampykkt til birtingar 19/09 1982. Greint er frá heilsufari þeirra, vissum félags- legum þáttum og afdrifum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Efniviður var sóttur í rannsókn Lárusar Helga- sonar, er fjallaði um alla þá sjúklinga, er leituðu í fyrsta skipti til geðlækna árin 1966 og 1967 (5). Fylgt var sjúkdómsgreiningu þeirrar rannsóknar, en farið var eftir 8. útgáfu sjúk- dómsflokkunar Alþjóðaheilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO). Sjúklingunum var skipt í tvo hópa, annars vegar sjúklinga með sjúkdómsgreininguna 296 (affective psy- chosis) og hins vegar sjúklinga með sjúkdóms- greiningu 300,4 (neurosis depressiva) og 298,0 (psychosis depressiva reactiva). Alls var hér um að ræða 221 sjúkling á aldrinum 55-74 ára. í upphafi rannsóknartíma- bilsins, 157 konur (71 %) og 64 karla (28,9 %) og var þeim fylgt eftir fram til ársloka 1979. Upplýsingar voru meðal annars fengnar úr þjóðskrá og sjúkraskýrslum allra sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu og flestra sjúkrahúsa úti á landi, einkum þar sem sjúklingarnir áttu heima. í flestum tilvikum var rætt við lækna sjúklingsins. Haft var samband við tæplega helming sjúklinganna. Frekari upplýsingar fengust hjá aðstandendum eða öðrum einstakl- ingum, sem málum voru kunnugir. Tölfræðilegur samanburður er gerður með chi-square aðferð. NIÐURSTÖÐUR Af 221 einstaklingi í rannsókninni voru 137 lifandi í árslok 1979. Látnir voru 30 karlar af 64 (46,9 %) og 54 konur af 157 (34,4 %). Mismunur milli kynja reyndist ekki mark- tækur. Tafla I sýnir, að fleiri létust af báðum kynjum með sjúkdómsgreininguna »endogen depression« og hlutfallslega fleiri karlar en konur miðað við sjúkdómsgreiningu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.