Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 44
60 69,60-62,1983 LÆKNABLADID Halldór Steinsen SELAMEIN Selamein, spekkfinger (norska), sealfinger (enska) er pekktur sjúkdómur meðal peirra, sem selveiðar stunda, jafnt á íslandi sem annars staðar. Erfitt er pó að finna lýsingu pessa sjúkdóms í handbókum og lítið hefur verið um hann ritað í læknaritum. Afleiðingin er sú, að margir læknar munu ekki við sjúkdóminn kannast og bera pær sjúkrasögur, sem birst hafa, pessu vitni. Par sem selamein getur orðið langvinnt og valdið varanlegum örkumlum, sé ekki að gert í tíma, sýnist stutt yfirlit og sjúkdómslýsing sjúklings, sem lá á Landakotsspítala 1982, geta átt erindi í Læknablaðið. Einkenni — gangur: Eins og nöfnin sealfinger — spekkfinger bera með sér, er parna um að ræða fingurmein. Vanalega er sýkingarstaðurinn smásár eða skursla á fingri pess, sem kemst í snertingu við hrátt selkjöt eða seltennur. Nokkrum dögum síðar, vanalega prem til fjórum, mörk pó 1-30 dagar, byrjar fingurinn að prútna og blároðna. Pessu fylgja miklir verkir og er sjúklingurinn oft viðpolslaus, sérstaklega pegar hann kemur inn í hita. Sárið grær fljótt en bólgan helst í sýkta fingrinum. Breiðist ekki út á milli fingra, pótt fleiri fingur geti stundum sýkst samtímis. Þessari bólgu getur fylgt sogæðabólga, sem breiðist upp eftir handlegg. Væg tilfelli stöðv- ast hér og batna sjálfkrafa, í besta falli innan 7 daga. Engin ígerð á sér stað (Candolin) (1). Fæstir sleppa pó svona auðveldlega. Sextíu og prír af hundraði ómeðhöndlaðra sjúklinga fá sýkingar í liði, vanalega pá, sem næstir eru sýkingarstaðnum, pótt fjarlægari griplimsliðir geti bólgnað og fjörutíu og níu af hundraði peirra sem liðbólgur fá, bera varanleg örkuml, p.e. staurlið hafi peir ekki fengið lyfjameðferð. Eitlastækkanir í handvegi og hnútar á sog- æðabrautum geta myndast, en hiti á ekki að Frá lyflæknisdeild Landakotsspílala. Barst ritstjórn 03/10/ 1982. Sampykkt til birtingar og sent í prentsmiðju 09/10/ 1982. fylgja, nema að um fylgisýkingu (infectio secundaria) með öðrum sýklum sé að ræða. Sökkhækkun hefur aðeins verið lýst, mest 30 mm/klst hjá sjúklingum með eitlabólgur í handvegi (Candolin) (1). Sé sjúkdómurinn ómeðhöndlaður, getur hann staðið í marga mánuði. Helmingur tilfella Candolins (1) 181 að tölu stóð í fjóra mánuði og sum allt að tólf mánuðum. Útbreidsla — eðli — orsakir: Selameini mun fyrst lýst af Bidenkamp í Vardö 1907. Yngve Candolin (1) gerði árið 1953 yfirgripsmikla könnun á útbreiðslu og eðli sjúkdómsins. Virðist hann finnast víðast hvar par sem selir eru veiddir, jafnt á norður- sem suðurhveli og tengjast öllum selastofnufn nema »monk seal« (Monachinae), sem lifir á suðurhveli. Á norðurslóðum sýkjast menn á vorin eða á tímabilinu febrú'ar til júní. Sjaldan eftir pað. í vefjasýnum finnst hnattfrumu- og plasma- frumuíferð umhverfis smáæðar ásamt bjúg- myndun, yfirleitt án ígerða, enda pótt örkýli (microabscessar) hafi fundist í kringum sýking- arstað. Sams konar frumuíferð finnst í lið- pokum og beinmerg við liði. Vökvi getur myndast í lið og smáígerðir við liði, en ekki pyarthron og sequestermyndun á sér ekki stað. Osteoclastar og fibroblastar fylgja í kjölfarið og afleiðingin verður stífur liður með prengdu liðbili. Orsök selameins er ópekkt. Talið er að sjúkdómsvaldurinn sé sýkill, sem hugsanlega berist frá fiski í sel í gegnum sár á húðinni. Þetta er pó ekki sannað og ekki hefur tekist að rækta sýkil með vissu, sem framkallað geti selamein. Meðferð: Þar til Waage (1) reyndi aureomycin árið 1952 höfðu engin lyf dugað við selameini. Mælt er pó nú með tetracyclini. Ráðlagt er að gefa 1500 mg strax og síðan 500 mg fjórum sinnum daglega í fjórar vikur (2, 3, 4). Petta virðast nokkuð stórir skammtar og meðferð- artími langur. Svo sýnist pó sem pessi lyfjagjöf

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.