Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 35
LÆK.NABLAÐID 69,53-55,1983 53 NABLAÐIÐ THE ÍCELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknaíélag Reykjavíkur 69. ARG. - FEBRUAR 1983 Heymarmælingar á nýburum Allir peir sem starfa í págu heyrnarskertra barna vita hversu mikilvægt er að uppgötva og greina heyrnarskerðinguna eins snemma og auðið er. Forsenda pess að barnið öðlist fullkomið vald á mæltu og rituðu máli er að heyrn sé að mestu óskert, og geta pá fyrstu tvö ár ævinnar skipt sköpum. Þessi fyrstu tvö ár er sá tími sem náttúran hefur ætlað okkur til að nema undirstöðu málsins. Af pessu leiðir að pví lengur sem pað tekur að uppgötva heyrnarskerðinguna og hefja viðeigandi með- ferð, peim mun meiri er sú fötlun sem af hlýst og peim mun rýrari líkurnar á pví að barnið spjari sig eins og best verður á kosið. Nokkuð hefur verið um pað deilt hversu snemma ætti að byrja á pví að leita að heyrnarskerðingu meðal ungbarna, enda pótt nær allir frumkvöðlar á sviði ungbarnamæl- inga séu sammála um að byrja eigi »sem fyrst«. Árið 1969 birtu Downs og Hemenway skýrslu um árangur yfirgripsmikilla heyrnarleit- arprófa í Bandaríkjunum, par sem prófaðir höfðu verið um 17.000 nýburar. Rannsókn pessi sætti nokkurri gagnrýni, en hún pótti pó leiða berlega í Ijós, að nýburarnir sem »féllu« á prófinu reyndust falla inn í ákveðna wáhættu- hópa«, p.e.a.s. með sögu sem benti á verulega auknar líkur á heyrnarskerðingu. í kjölfar pessarar rannsóknar varð svo til bandarísk samstarfsnefnd ýmissa sérfræðinga um heyrn ungbarna (United States Committee on Infant Hearing). í nefndinni voru fulltrúar frá samtökum háls- nef- og eyrnalækna, talmeina- og heyrnarfræðinga og barnalækna. Eftir yfirgripsmiklar rannsóknir í Bandaríkjunum, Kanada og ísrael sendi nefndin frá sér skýrslu árið 1972, par sem mælt var með notkun »áhættukvarða« (high risk register) með sérstöku tilliti til heyrnarskerðingar. Sam- kvæmt pessum kvarða voru nýburarnir heyrn- armældir ef eitt eða fleiri áhættuatriði var að finna í sögu peirra. Niðurstöður rannsókna síðustu ára hafa rennt enn frekari stoðum undir gildi áhættu- kvarðans, og í kjölfar hans hafa siglt atferlis- próf sem smám saman hafa verið stöðluð. Hefur bandaríska samstarfsnefndin staðið fyr- ir ráðstefnum par sem fjallað hefur verið um nýjustu rannsóknir og framvindu mála. Umfangsmiklar mælingar fara nú fram á fæðingastofnunum víða um heim, og pótt hvergi sé nákvæmlega eins að málum staðið, má segja að víðast hvar sé um að ræða tilbrigði um sama stefið, og pá yfirleitt með beinni hliðsjón af niðurstöðum og tillögum bandarísku samstarfsnefndarinnar. Eitt yfir- gripsmesta leitarkerfi af pessu tagi hefur verið próað á vegum Nova Scotia Hearing and Speech Clinic i Halifax i Kanada, og pykir sú aðferð sem par er beitt, hafa gefið mjög góða raun. Með smávægilegum breytingum hefur verið stuðst við meginpætti peirrar aðferðar við frumraun okkar á pessu sviði á íslandi, p.e. nýburaleitarpróf á vegum Heyrnar- og tal- meinastöðvar íslands við fæðingadeild Land- spítalans. Er skipulagning peirrar pjónustu í fullu samræmi við pegar fram komnar tillögur íslenskra sérfræðinga um göngudeildareftirlit með nýburum í hættu (óbirt greinargerð). Til frekari glöggvunar vísast til meðfylgjandi flæði- rits. Einstakir pættir áhættukvarðans, sem notað- ur er hér á landi, eru pessir: A. Saga um arfgenga heyrnarskerðingu í ætt- inni (einungis tekið til tvímenninga eða skyldari ættingja barnsins). B. Rauðir hundar eða alvarlegir smitsjúk- dómar móður á meðgöngutímanum. Hér er jafnvel óljós grunur um rauða hunda tekinn til greina. C. Vanskapnaður á eyrum, nefi eða hálsi. Skarð í vör eða gómklofi, par með talinn hulinn (submucous) gómklofi. D. Fæðingarpyngd innan við 1500 g. E. Bilirubin meira en 20 mg per 100 ml serum. F. Verulegur súrefnisskortur ásamt acidosis. Hér er stuðst við tillögur íslensku sérfræð- inganna, p.e. Apgar við 1 mín. <2, eða Apgar við 1 mín. að viðbættum Apgar við 5 mín. < 10.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.