Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 46
62 LÆKNABLAÐIÐ fengið fúkkalyf áður, sem gætu hafa dregið úr ræktunarmöguleikum, en á móti kemur, að almenn einkenni voru fyrir hendi og um virka bólgu var að ræða á þeim stöðum, sem sýni voru tekin frá. Þessi bólga hjaðnaði strax við tetracyclinmeðferð. Sýnist þetta benda til, að selameinsýkill geti valdið ígerðum og hita- hækkun. Annað sem kemur fram nýtt, er að genta- mycin virðist hafa áhrif á þennan sjúkdóm. Orsök þess, að hann tók sig uþþ aftur, gæti verið of stutt meðferð. Er ástæða til að athuga nánar verkun gentamycins á selamein. Að selamein finnst á íslandi, er enginn vafi. íslenskir selveiðimenn þekkja sjúkdóminn vel og sjúklingur okkar gat tilnefnt fjóra menn, alla í Strandasýslu, sem teldu sig hafa haft þennan sjúkdóm. Munu þeir sumir eða allir bera stífa liði eftir sjúkdóminn. Höfundur hefur þó ekki skoðað þessa menn. Ástæða gæti verið til að athuga, hvort einhver munur er á sýkingartíðni hér eftir landshlutum. Selveiðar er sveiflukenndur atvinnuvegur sem ræðst af eftirspurn skinna. Sú eftirspurn hefur verið minni undanfarið og því minna um veiðar, þar til í ár, að farið var að veita verðlaun fyrir útrýmingu sels. Sá háttur að fjarlægja neðri skolt selsins sem sönnunar- gagn fyrir drápi, eykur mjög sýkingarhættu, þar sem auðvelt er að særa sig á tönnum selsins. Á Eystrasalti hafa einnig verið veitt verðlaun fyrir seladráp gegn framvísun neðri skolts. Hefur komið í ljós að margir veiðimenn hafa sýkst þar á þennan hátt. Er full ástæða til að endurskoða þessa aðferð við öflun sönnnar- gagna. Ein ástæðan fyrir því, að ekki hefur enn tekist að rækta selameinsýkilinn, er hugsan- lega sú, hve staðbundinn sjúkdómurinn er og sjúklingurinn oftast staddur fjarri öllum manna- byggðum og rannsóknastofum þegar hann sýkist (5). Bæði Norðmenn og Kanadamenn stunda sínar selveiðar í leiðöngrum úti á heimskautaísnum og líður langur tími þar til þeir koma til byggða á ný. Því hefur reynst erfitt að fá fersk sýni til ræktana, auk þess sem fátt er um rannsóknastofur í heimabyggðum selveiðimanna. Á þessu sviði hafa íslendingar sérstöðu. Selveiði hér er stunduð frá heima- byggð og skí.mmt er að fara til Reykjavíkur, þar sem rannsóknastofur eru fyrir hendi. Það er því :ull ástæða fyrir okkur til að hafa augun opin fyrir selameini og stuðla að því að fersk sýni náist til rannsókna. E.t.v. gæti það leyst gátuna um orsök selameins. Þakkir: Höfundur óskar eftir aö þakka bókasafnsfræð- ingum Landakotsspítala fyrir skjóta og góða hjálp við heimildaöflun. SUMMARY Among Icelandic sealers, sealfinger is a known disease. To the authors knowledge, nothing has yet been written about this disease in Iceland and he believes that neither the disease nor its treatment is well enough known among doctors. A case history of a patient with sealfinger is presented and unusual features like metastatic abscesses and elevated temperature are discussed in connection with review of litterature and the nature of the disease. Tetracycline which is recommended as drug of choice had prompt effect on the patient’s, symp- toms. Gentamycin seems to be effective too, but probably has to be given for a longer period than the ten days it was given in this case. HEIMILDIR 1) Candolin Y„ Seal Finger. Acta chir. Scand. 1953; Suppl. 177: 1-51. 2) Beck B. Smith T., Seal Finger, an unsolved medical problem in Canada. CMA Journal. 1976; 115: 105-7. 3) Mass D.P., Newmeyer M.D., Kelgore E.S. Seal Finger. Journ. of Hand Surg. 1981; 6: 610-12. 4) Sargent E„ Tetracycline for Seal Finger. JAMA 1980; 244:437. 5) Thjötta Th„ Kvittingen J„ The Etiology of Sealers Finger. Acta Path. Microbiol. Scand. 1949;26:407-11.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.