Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 28
50 LÆK.NABLAÐIÐ kenna. Líkamlegt heilsufar var talið slæmt ef sjúklingur var í meðferð vegna meiri háttar einkenna í minnst tvo mánuði ár hvert eða var vistaður á sjúkrahúsi eða stofnun af sömu orsökum. Geta til sjálfsbjargar var talin slæm ef sjúklingur var ófær um að hirða sig, matast, klæðast og fara sinna ferða. Starfsgeta var talin slæm ef hann gat ekki starfað hálft eða meira við fyrri störf á almennum vinnumark- aði eða heima. Mynd 3 sýnir, að 33 (24 %) sjúklinga höfðu pegar fimm árum áður en þeir leituðu til geðlæknis, þ.e. árið 1962 slæma geðheilsu og 26 (19%) slæma líkamsheilsu. Virðast þessar batahorfur svipaðar og fram hefur komið í öðrum rannsóknum (11). Innan við tíu sjúklingar höfðu slæma starfs- eða sjálfsbjargargetu 1962. í árslok 1979 höfðu 93 sjúklingar slæma starfsgetu og 71 slæma sjálfsbjargargetu. U.þ.b. tveir af hverjum þremur sjúklingum halda starfsgetu sinni eftir 10 ár. Við samanburð á myndum 3 og 4 virðist meiri fylgni vera á milli líkamsheilsu og starfsgetu, en geðheilsu og starfsgetu. UMRÆÐA Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna stöðu og horfur þeirra, sem leita fyrst til geðlækna vegna þunglyndis eftir að þeir fara að eldast. Sá hópur, sem hér er tekinn til athugunar er valinn þannig, að aldur við komu var 55-74 ár. Venjulega eru skil milli eldra og yngra fólks sett við 65 ára aldur, en hér við 55 ár. Val þetta ákvarðaðist aðallega af eftirfarandi ástæðum: Hér er um 12 ára afdrifarannsókn að ræða og því æskilegt að rannsóknin nái til fólks, sem er yngra en 65 ára við komu. Ætla má að við 55 ára aldur sé fólk almennt ennþá í fullu starfi og búi við tiltölulega óskertar félagslegar aðstæður. Eins og gera má ráð fyrir, hefur þetta val í för með sér, að langflest tilfelli í hópnum eru »unipolar« þunglyndissjúklingar, en hiutur þeirra meðal þunglyndissjúklinga er hár fram yfir sjötugt. Tíðni nýrra sjúklinga með »bipo- lar« þunglyndi er einnig nokkuð há hjá fertugu fólki og fram undir sextugt, þó að tíðni sé langhæst milli tvítugs og þrítugs (12). í rann- sóknahópnum eru 15 sjúklingar «bipolar«, þ.e. hafa bæði þjáðst af þunglyndi eða verið með oflæti (mania). Eins og áður er sagt eru sjúklingar þeir sem hér er fjallað um, hluti af þeim hópi er Lárus Helgason fjallaði um í ritgerð sinni og leituðu í Fjöldi ■/////. Slæm fíísí Slæm '//////. geðheilsa líkamsheilsa Mynd 3. Dreifing sjúklinga med slæmt heilsufar. Fjöldi Mynd 4. Dreifing sjúklinga með slæma starfs- og sjálfsbjargargetu. fyrsta skipti til geðlækna á árunum 1966- 1967. Tíðni nýrra þunglyndissjúklinga hérlendis á aldrinum 60-74 ára var 1980 áætluð 3,8 af hundraði af Tómasi Helgasyni (2). Af þeim höfðu 1,4 % verið til meðferðar hjá geðlækn- um eða verið vistaðir á sjúkrahúsi á árunum 1957-1971. Samkvæmt þessu lætur nærri, að tveir af hverjum þrem þynglyndissjúklinga í sama aldursflokki í rannsókn Lárusar Helga-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.