Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 8
36 LÆKNABLADID erfitt með að drekka. Um 3ja mánaða aldur töldu hálslæknar hann hafa stækkaða nefkirtla og fékk hann meðferð, sem gaf lítinn árangur. Um svipað leyti tók Ijósmóðir eftir pví, að hann var óeðlilega fölur. Haemoglobin mæld- ist 10.2 g% (Spencer). Hann fékk járnlyf en endurteknar mælingar sýndu engin áhrif með- ferðar. Barnalæknir lagði drenginn inn 4% mánaða gamlan vegna blóðleysisins og miltis- stækkunar. Drengurinn hafði ekki pyngst eðli- lega. Hann var 6.5 kg 6 mánaða gamall, að sögn móður. Af röntgenmyndum var greind osteopetro- sis eða marmarabeinveiki (marble bone disea- se) (Mynd 2). Beinin voru mjög pétt og lítill eða enginn munur á cortex og mergholi. Erfiðlega gekk að ná mergsýni og pótti ljóst, að drengurinn var með osteopetrosis á háu stigi. Vegna práláts og vaxandi blóðleysis purfti hann margar blóðgjafir. Undir lokin var hann orðinn blindur og sennilega einnig heyrnar- laus. Krufning leiddi í Ijós lifrar- og miltisstækk- un. Blóðmyndun sást í milta, hóstarkirtli og eitlum. Mikla nýmyndun beins var að sjá í rifjum og hryggjarliðum og á sumum stöðum var blöðrumyndandi vefur á yfirborði pessara beina. Tveir bræður drengsins lifa við eðlilega heilsu. 2. Stúlka fædd í desember, 1977 (XI, 1, Mynd 1.) og 3. Stúlka fædd í júlí, 1979 (XI, 2). Móðir pessara tveggja systra, sem greindust báðar með osteopetrosis við fæðingu, var við góða heilsu um meðgöngutímann. Fyrra barn- ið lifði í 5 daga en hið síðara í 3 daga. Afbrigðileiki höfuðs og andlits var áberandi svipaður hjá báðum börnunum. Enni peirra var stækkað og líkt og útblásið, ennisbein voru vanmynduð og fremri ennishola víð (5x5 cm). Hjá báðum börnum var óeðlilega langt milli augna, sem virtust stækkuð og undir prýstingi, sem ýtti peim út og til hliðar. Nefrót var djúpstæð. Neðra andlit var eðlilegt að útliti. Röntgenmynd sýndi beinpéttingu (Mynd 3), sem var álitin sérkennandi fyrir osteopetro- sis af illkynja gerð. Krufning leiddi í ljós svipað ástand líffæra og vefja og lýst var að ofan hjá 1. sjúklingi. Ættarrannsóknir A mynd 1 er sýndur skyldleiki milli fjölskyldn- anna, par sem sjúkdómurinn kom fram. Jafn- Mynd 2. Röntgenmynd af hauskúpu og neðrí út- limum sveinbarns (Mynd 1, XI, 5) med marmara- beinveiki. T.v. 6 mánada, t.h. um 2ja ára aldur. framt er sýnt að foreldrar 1. sjúklings, (XI, 4) eru fjarskyldir, en ekki hefur ennpá tekist að upplýsa um skyldleika foreldra hinna tveggja (XI, 1, 2) með sjúkdóminn. Mjög sennilegt pykir pó að pau séu fjarskyld eins og hin hjónin, par sem mörg ættmenni beggja eiga rætur á 17., 18. og 19. öld í sömu sókn eða samliggjandi sóknum í tiltölulega einangraðri byggð (12). ERFÐAMARKARANNSÓKNIR Aðferðir Blódflokkanir voru framkvæmdar eftir viður- kenndum, stöðluðum aðferðum og flest grein- ingarefni voru frá Ortho Diagnostics, en sum frá Behringwerke. Serum protein: Komplement 3 (C3) var rafdregið í agarósahlaupi og litað fyrir protein

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.