Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 40
58 LÆKNABLADIÐ um, en vel innan marka í SÁÁ- og Hátúnshóp- num. Dreifing gildanna er hins vegar mikil og lenda 43 % Hjartaverndarhópsins ofan við 70 % mörkin, en aðeins 20 % SÁÁ-hópsins og 22 % Hátúnshópsins (sjá mynd 3). SKIL Þessar niðurstöður komu nokkuð á óvart, einkum pað hversu Hjartaverndarhópurinn var illa á sig kominn miðað við hina. Engar upplýsingar liggja fyrir um mataræði hópanna þriggja, hins vegar kom í ljós við eftirgrennsl- an, að fólkið í Hátúni fær fjölvítamíntöflur daglega og nokkrir fá vítamínsprautur að auki. Samkvæmt spurningalista Hjartaverndar, tek- ur ’Á hluti þess hóps vítamín, en ekki er vitað á hvaða formi, eða hvaða vítamín. Engar upplýsingar liggja fyrir um vítamíninntöku SÁÁ-hópsins aðrar en þær, að ekki var byrjað að gefa vítamín, sem lið í meðferð, þegar blóðsýni voru tekin. Hins vegar verður að draga þær ályktanir af þessum niðurstöðum að allstór hluti hópsins hafi tekið B vítamín nokkuð reglulega heima hjá sér. Eins og áður segir er hér greint frá frum- athugun á magni vítamína B|, B2 og B6 í blóði þriggja samanburðarhópa. Viðmiðunarhópur- inn frá Hjartavernd er það lítill, að vafasamt er, að hann endurspegli B-vítamínbúskap þorra fullorðinna íbúa á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að aðeins voru konur í hópnum. Fólkið, sem tók þátt í neyslukönnun Manneldisráðs, var allt fjölskyldufólk, en ekki er vitað um fjölskylduhætti Hjartaverndarkvennanna 40. Ef niðurstöður okkar eru bornar saman við magn B vítamína í fæðu fjölskyldufólksins, gætir nokkurs ósamræmis. Samkvæmt niður- stöðum Manneldisráðs er meir en nóg af B2 í fæðunni miðað við RDS, en B] er hins vegar á mörkum þess að vera nóg. Kóenzymaktive- ringin bendir hins vegar til þess að nóg sé af B, en um þriðjungur hópsins fái of lítið af B2. Vítamín B6 mettunin er hins vegar í samræmi við niðurstöður Manneldisráðs. Rúm 40 % af Hjartaverndarhópnum fá of lítið af B6 sam- kvæmt mælingum okkar, en útreikningar Manneldisráðs sýna að konur fá aðeins ríflega helming RDS af Be í fæðunni (1,1-1,2 mg af 2,0 mg)(l)- Pað kom á óvart hversu góður B vítamín- hagurinn var hjá gamla fólkinu í Hátúni miðað við Hjartaverndarhópinn. Trúlega stafar þessi munur fyrst og fremst af því að allir í þeim hópi fá fjölvítamíntöflur daglega. B-vítamínhagur SÁÁ fólksins var einnig betri, en búist hafði verið við. Ef til vill er fólk, sem á við drykkjuvandamál að stríða, orðið sér það meðvitað um alvarlegar afleiðingar ofdrykkju, að það taki inn B-vítamín í ríflegri skömmtum en aðrir. B-vítamínhagur Hjartaverndarhópsins er hins vegar nokkuð slakur og benda niðurstöð- ur okkar ótvírætt til þess, að rétt sé að huga nánar að vítamín B2 og B6 búskap lands- manna, enda er fyrirhugað framhald þessarar athugunar að fá blóðsýni úr fólki, santbærilegu því, sem neyslukönnun Manneldisráðs náði til, þar sem kynskipting er jöfn og aldursskipting dreifð. Frekari könnun á B-vítamínhag hugs- anlegra áhættuhópa verður látin bíða þar til niðurstöður eru fengnar úr þeim áfanga. PAKKARORÐ Forráðamönnum Rannsóknastofu Landspítal- ans í meinefnafræði er þakkað fyrir afnot af Multistat III Centrifugal Analyser, sem gerði þessa athugun mögulega. Ennfremur er for- ráðamönnum Hjartaverndar, SÁÁ og dagsþít- alans í Hátúni þökkuð veitt aðstoð vegna öflunar blóðsýna. SUMMARY The vitamin B], B2 and B6 status in alcoholics, before treatment (SÁÁ), and elderly people in a day clinic (Hátún) was compared with that of a group from the Icelandic Heart Association Health Survey. The vitamin B status was determined by measuring the enzyme activities in hemolysates, of transketolase, glutathione reductase and aspartate aminotransfer- ase before and after activation with their respective coenzymes. The mean % activation (see table II) shows that vitamin B] status was good in all three groups, vitamin B2 status was poor in the alcoholics and the control group, and vitamin B6 status was poor in the control group but acceptable in the other two groups. The elderly people received a supplement of one multivitamin tablet daily, and a quarter of the control group supplemented their food with vita- mins (undefined). No information on vitamin supple- mentation was available from the SÁÁ group. HEIMILDIR 1) Ragnarsson, J.Ó., Stefánsdóttir, E.: Neyslukönnun Manneldisráðs íslands 1979-80. Fjölrit Rannsókn- arstofu landbúnaðarins nr. 74, maí, 1981. 2) Baines, M.: Detection and incidence of B and C vitamin deficiency in alcohol-related illness. Ann Clin Biochem 1978; 15:307-12.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.