Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 38
56 69,56-59,1983 LÆKNABLADIÐ Elín Ólafsdóttir, Bergpóra Jónsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Hörður Filippusson FRUM ATHUGUN Á VÍTAMÍN B,, B2 OG B6 í BLÓÐI ÞRIGGJA SAMANBURÐARHÓPA INNGANGUR Vítamín Bp B2 og B6 búskapur íslendinga hefur ekki verið kannaður með mæiingu á magni umræddra vítamína í blóði, svo vitað sé. Hins vegar hefur magn B vítamína í fæðu verið metið út frá næringarefnatöflum, og er yfirgripsmesta rannsóknin til pessa neyslukönn- un Manneldisráðs íslands á höfuðborgarsvæð- inu 1979-80 (1). Kom par í ljós, að vítamín B2 í fæðunni var nægilegt miðað við ráðlagða dagskammta (RDS), vítamín B, var rétt á mörkunum, en vítamín B6 var nokkuð neðan við RDS í flestum aldurshópum. Þótt næringargildi fæðunnar gefi vísbend- ingu um næringarástand pess er hennar neytir, geta matreiðsluaðferðir skert næringargildið og ýmsir sjúkdómar kunna að hindra eðlilega nýtingu næringarefna. Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að drykkjusjúklingar (2) og aldrað fóik (3) í velferðarríkjum búa við skort á vítamínum B,, B2 og B6 og hafa sýnileg eða dulin skortseinkenni. í pessari grein er skýrt frá frumathugun á pví, hvort svipaðan skort megi finna á íslandi. Undanfarin ár hefur mælingu á virkni ákveð- inna enzyma verið beitt í vaxandi mæli, til pess að meta mettun líkamsvefja með tilliti til nokkurra helstu B-vítamína. Af hagkvæmnis- ástæðum eru rauð blóðkorn tekin sem vefja- sýni. I>ar sem tækni til enzymvirknimælinga er á annað borð til staðar, eru slíkar mælingar handhægari en beinar efnafræðilegar mæling- ar á magni B-vítamína eða afleiddra kóen- zyma í vefjum. Við pá athugun, sem hér er frá greint, var slíkri mælingu á enzymvirkni beitt. Aðferðin byggist á pví, að virkni tiltekins enzyms, sem háð er ákveðnu kóenzymi, er mæld í sýninu, síðan er yfirmagni tilsvarandi kóenzyms bætt í sýnið og enzymvirknin mæld á ný. Þar sem kóenzym (og par með tilsvarandi vítamín, sem kóenzymið er ieitt af) skortir, verður virkniaukning eða hvatning (aktive- Frá Lífefnafræöistofu læknadeildar Háskóla íslands, Ármúla 30. Barst ritstjórn 04/10/1982. Sampykkt til birt- ingar og sent i prentsmiðju 05/10/1982. ring) við aukinn kóenzymastyrk og eykst virknin pví meir sem skorturinn í vefnum er meiri. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Aldur og kynskipting. Hér er um frumathugun að ræða og var valið í hópa á pann hátt, að fá blóðsýni úr fólki, sem á annað borð var verið að taka sýni úr í öðrum tilgangi. Hóparnir voru: Gestir Hjartaverndar, valdir sem almennt úrtak fullorðinna íbúa á höfuð- borgarsvæðinu, vistmenn SÁÁ á Silungapolli, sem voru að fara í meðferð vegna ofdrykkju og aldrað fólk á dagspítala Landspítalans í Hátúni. í Hjartaverndarhópnum voru 40 konur á aldrinum 33-72 ára (meðalaldur 56,5 ár). í SÁÁ-hópnum frá Silungapolli voru 10 konur, en 36 karlar á aldrinum 18-58 ára (meðalaldur 37,8 ár). í Hátúnshópnum voru 28 konur, en 12 karlar á aldrinum 65-89 ára (meðalaldur 79,1 ár). Sýni. Blóðsýni voru tekin að morgni og segavarin með heparini eða citrati. Rauð blóðkorn voru skilin frá plasma og pvegin prisvar með 0,9 % saltvatni og síðan hemoly- seruð í vatni (fyrir GR og ASAT mælingar) eða í 0,1 % Triton-X-100 lausn (fyrir TK mælingar). Enzymvirknimælingar. Virkni eftirtalinna enzyma var mæld: Transketolasi (TK), sem parfnast kóenzymsins thíamínpyrofosfats (TPP) og leitt er af vítamíni Bn glutathion reduktasi (GR), sem parfnast kóenzymsins flavín adenín dínúkleotíð (FAD) og leitt er af vítamín B2; aspartat amínotransferasi (ASAT), sem parfnast kóenzymsins pyrídoxal fosfats (PLP) og leitt er af vítamín B6. Virkni enzym- anna í hemolysati var mæld samdægurs og var beitt kinetiskri mæliaðferð, samkvæmt forskrift Bayoumi og Rosalki (4), sem aðlöguð var að Multistat III Centrifugal Analyser (Instrumentation Laboratory, USA). Virkni með kóenzymi (V,) og án kóenzyms (V0) var mæld og virkniaukningin reiknuð pannig:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.