Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1984, Page 37

Læknablaðið - 15.05.1984, Page 37
LÆKNABLAÐID 139 um. Þessi drög eru farin út og mun greinin vonandi birtast fljótlega á nýárinu. Breski fulltrúinn, Douglas Gentleman, sagði að við ættum ekki að eiga svo erfitt með að fá pláss, allavega ekki í Skotlandi. Einnig sagði hann að besta leiðin væri að koma á sambandi milli prófessora eða yfirlækna í sem flestum greinum, líkt og Sigurður S. Magnússon hefði pegar gert. Hvað framtíðina varðar, er mjög mikilvægt að FUL haldi því sambandi sem pegar hefur náðst við áðurnefnd lönd, auk pess sem félagið efli tengsl við fleiri lönd og sinni utanríkis- málum almennt meira. Okkar framtíð byggist á pví að hafa aðgang að sérnámi erlendis. Með offramboði á læknum í flestum löndum hefur staða okkar versnað. Eina leiðin til að halda löndum opnum fyrir okkur, er að hafa góð tengsl við læknafélög viðkomandi landa sem skilja okkar séraðstöðu. Önnur hlið á pessu máli er, að biðja stjórnvöld um aðstoð, að pau semji við yfirvöld annarra landa um aðstöðu til sérnáms fyrir okkur. Þessi hugmynd hefur lítillega verið rædd, en í framkvæmd hefði hún bæði kosti og galla í för með sér. 7. Ýmis mál a) Samningur vid sjúkrahúsið í Keflavík. Gerður var ráðningarsamningur við yfirlækni sjúkrahússins í Keflavík um ráðningu félags- manna FUL til sjúkrahússins. Sampykkti stjórnin samninginn með pví skilyrði, að skrif- legt loforð kæmi um bílastyrk. í framhaldi af pessu ritaði stjórnin lækna- deild bréf, par sem spurt var, hvort deildin viðurkenndi vinnu á sjúkrahúsinu til kandí- datsárs. í svarbréfi Jónasar Hallgrímssonar, deildarforseta, kom fram, að svo væri ekki, pví að ekki væri um deildaskipt, sjúkrahús að ræða. Hefur lítil eftirspurn verið eftir vinnu á sjúkrahúsinu. b) Ípróttatímar. Athugað var með sameigin- legan ípróttatíma fyrir læknakandídata í haust, en enginn tími fékkst. c) Bréfsefni. Hannaður var bréfhaus fyrir fé- lagið. Var mikill ágreiningur um, hvort rita- skuli FUL með u eða ú. Að lokum varð u ofan á. Stjórn félagsins taldi ástæðu til að finna að vinnubrögðum yfirlækna og launadeildar eins sjúkrahúsanna, par eð einn félagsmaður hafði verið vændur um að skrifa óeðlilega mikla yfirvinnu á sig. Var um ósannindi að ræða og málið leiðrétt. d) Akureyrarmái. Akureyrarfarar höfðu sam- band við stjórn FUL, par eð framkvæmda- stjóri F.S.A. hafði neitað að greiða ferðastyrk norður, líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Eins var rætt um hugsanlegt yfirvinnupak, sem miðast átti við 120 klukkustundir. Treg fyrirgreiðsla var einnig með barnaheim- ilisvistun og útvegun húsnæðis. Lagði stjórn- in áherzlu á, að unglæknar vissu að hverju peir gengju frá upphafi og hefðu fyrirvara með ráðningu, ef útaf brygði. Ferðastyrkur og barnaheimilisvistun voru talin sjálfsögð og eðlileg krafa. Hversu hart pað yrði sótt, pyrfti að ákveðast af norðanför- um sjálfum, par eð um væri að ræða atriði utan kjarasamninga. Var félagið tilbúið að standa á bak við óskir peirra, ekki síst með tilliti til fordæmisgildis fyrir komandi ár. Var ekki mikil áhersla lögð á petta í ár. Yfirvinnuálagið kom aftur til umræðu síðla sumars, en leystist á heimavelli áður en til meiriháttar átaka kom. e) Ásökunum í DV um, að FUL stæði í vegi fyrir atvinnuleyfi til handa pólska flóttamann- inum, var svarað með grein í blaðinu og misskilningur blaðsins leiðréttur. 8. Tengsl við önnur félög Á aðalfundi Læknafélags Reykjavíkur voru Finnbogi Jakobsson og Vilhelmína Haralds- dóttir kosin í stórráð L.R. Á aðalfundi Læknafélags íslands var Finn- bogi Jakobsson kosinn í stjórn L.í. Á aðalfundi Lífeyrissjóðs lækna var stung- ið upp á Grími Sæmundsen í varastjórn lífeyrissjóðsins, en hann féll á hlutkesti eftir jafna kosningu. Félaginu hefur borizt listi yfir meðlimi Félags ísl. lækna í Þýzkalandi. Félaginu barst bréf frá F.Í.L.Í.S., par sem F.Í.L.Í.S. lýsir sig ósammála hugmyndum fyrri stjórnar FUL, um nýtingu á »super«kandídats- stöðum hérlendis, (sjá síðustu ársskýrslu). Formaður F.Í.L.Í.S., Jón Snædal, hafði sam- band fyrir stuttu og sagði, að kynningarbæk- lingur um Svípjóð hefði verið endurskoðaður og yrði sendur FUL. Félagi ísl. lækna í Norður-Ameríku var sent kynningarbréf í framhaldsmenntunarmálum hérlendis, vegna fyrirspurnar peirra par um.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.