Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1984, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.05.1984, Qupperneq 58
150 1984; 70: 150-3 LÆKNABLADIÐ Matthías Kjeld, Bjarni Pjóðleifsson KALÍUM OG NATRÍUM ÚTSKILNAÐUR í PVAGI ÍSLENDINGA INNGANGUR Undanfarinn tvo og hálfan áratug hefur verið mikill og vaxandi áhugi á natríum (Na) og kalíum (K) búskap manna. Áhugi pessi er til kominn vegna hugsanlegs orsakasambands saltneyslu og háþrýstings (1, 2, 3, 4, 5). í hnotskurn er umræðan sú, að óhæfilega mikil Na-neysla og lítil K-neysla á Vesturlönd- um, sé ef til vill ein aðalosökin fyrir of háum blóðþrýstingi, enda hefur mannkynið ekki þróast með slíkum salthlutföllum í fæðu gegnum aldirnar. Breyttir lifnaðarhættir eins og suða grænmetis með K-tapi úr fæðu og geymsla matvæla í salti (NaCl) svo og óhófleg saltnotkun (borðsalt) sem bragðefni, hafa hækkað Na/K hlutfallið geysilega. Kannanir í ýmsum löndum hafa sýnt fylgni milli blóðþrýst- ings og Na og K útskilnaður í þvagi, jákvæða fylgni fyrir Na og Na/K hlutfallið en neikvæða fyrir K. (6, 7, 8, 9, 19). Þessa fylgni hafa þó ekki allir fundið (11, 12) og niðurstöður verið gagnrýndar (11). Dýratilraunir sýna, að aukið Na í fæðu framkallar háþrýsting, sem K getur að nokkru hindrað (13, 14). Á síðustu áratugum hefur tíðni dánartilfella á Vesturlöndum af völdum sjúkdóma í heilaæðum farið minnkandi (7, 15). Rannsóknir hérlendis benda til hins sama (16). Þetta telja sumir að megi m.a. skýra með aukinni neyslu fersks grænmetis (K ríkt) og minnkandi notkun salts (NaCl) vegna tilkomu frystihúsa og kæli- og frystiskápa á heimilum (17). Na og K útskilnaður (neysla) íslendinga hefur ekki verið mældur svo okkur sé kunnugt, en stuðst hefur verið við erlendar tölur til viðmiðunar (18). Annað, sem ýtti undir þessa rannsókn, var birting niðurstaðna á mælingum K í sermi íslenskra karla (19), þar sem gildi mældust 0,5 mmol/1 lægri en áður þekktist (20). Þessi lágu sermisgildi fyrir K gátu speglað Frá Rannsókn 6, Rannsóknastofu Landspitalans og Lyf- lækningadeild Landspítalans. Reykjavík. Barst ritstjórn 09/10/1983. Samþykkt 10/11/1983 og send i prentsmiðju. hugsanlegan K-skort og kölluðu því á K mælingar í þvagi til að kanna K-neyslu. Tilgangur þessarar rannsóknar, sem hér er greint frá, var að kanna Na og K í fæði íslendinga. Beinar mælingar á þessum efnum í fæðunni eru erfiðar og ónákvæmar, sérstak- lega ef fólk lifir sínu daglega lífi og borðar sitt daglega fæði, en það er einmitt undir þessum kringumstæðum, sem áhugaverðast er að vita um saltneysluna. Sú aðferð, sem hér er notuð, er að safna sólarhringsþvagi og er það talið gefa góða vísbendingu um saltmagn í fæðu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Þrír hópar fólks tóku þátt í þessari könnun. 1) 13 sjálfboðaliðar meðal starfsfólks Landspít- alans og utan hans á aldrinum 28-46 ára. 2) 18 sjúklingar á aldrinum 16-74 ára, sem vistaðir voru á Lýtalækningadeild Landspítalans eða Bæklunardeild og höfðu enga kerfissjúkdóma, höfðu fótavist og voru án lyfja, þ.e. sjúklingar, sem komu til einfaldari, valdra (selectivra) aðgerða. Þvagsöfnunin fór fram fyrir aðgerð eða 2-3 vikum eftir aðgerð og voru sjúklingar þá á eðlilegu fæði. 3) 41 heilbrigður karlmaður, 46-72 ára, sem kom í skoðun til Hjartaverndar á árunum 1980 og 1981. Þvagi var safnað í plastbrúsa og þvagmagn mælt strax eftir að þátttakendur afhentu þvagið en síðan teknir 20-30 ml og geymdir við — 20° C uns mældir. Morgunþvagsýni voru fengin frá 10 manns í hópum 1) og 2), ýmist þvagsöfnunardaginn eða daginn eftir. Na og K var mælt í logaljósmæli eins og áður er lýst (20) en kreatinin, sem mælt var í öllum sýnum, var mælt á autoanalyzer (Tech- nicon) með Jaffé aðferð (alkaline picrate). Ef magn kreatinins var lægra en 0,88 g (7,8 mmol)/sólarhring var söfnunin ekki talin áreiðanleg og var 2 sýnum hafnað af þeim sökum. NIÐURSTÖÐUR Útskilnaður Na, K og kreatinins í sólar- hringsþvagi er sýndur í töflu I, svo og þvag-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.