Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1985, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.04.1985, Qupperneq 14
86 LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 86-90. Páll Sigurðsson, Guðrún Jónsdóttir SJÁLFSVÍG Á NORÐURLÖNDUM 1880 til 1980 Samanburður milli landa og hugsanlegar skráningarskekkjur í þessari grein verður lýst niðurstööum úr tveim norrænum athugunum varðandi sjálfsvíg. Annars vegar er greint frá tíðni sjálfsvíga á Noröurlöndunum á tímabilinu 1880 til 1980 og síðan er fjallað sérstaklega um timabilið 1966 til 1980. Hins vegar eru kannaðar hugsanlegar skekkjur í skráningu sjálfsvíga og áhrif þeirra á samanburðinn milli landanna. INNGANGUR Frá árinu 1978 hafa rannsóknaráðin í læknis- fræði á hinum Norðurlöndunum lagt fram fé, til þess að kosta vinnu við samanburð á tíðni sjálfsvíga meðal þjóðanna. Höfundum þessa- rar greinar var boðið að fylgjast með þessu starfi og að leggja fram íslenskt efni til samanburðar. Fyrsti fundurinn um þetta efni var haldinn á Hanaholmen í Finnlandi 1978. Þar lögðum við fram upplýsingar og var það erindi birt í skýrslu frá fundinum (1). Fundir hafa síðan verið haldnir tvisvar á ári í þeirri nefnd, sem hefir fjallað um málið. í henni sitja tveir fulltrúar frá hverju landi: Prófessor Niels Juel-Nielsen og Lisbeth Kolmos, frá Óðinsvéum, prófessor Kalle Achté og Jouko Lönnquist, frá Helsingfors, prófessor Nils Retterstöl og Rolf Hessö geðlæknir, frá Osló og geðlæknarnir Jan Beskow frá Gautaborg og Marie Ásberg frá Stokkhólmi. Við höfum aðeins getað sótt fáa af þessum fundum, þar sem fjárveitingar hafa ekki verið til þessara starfa hér á landi. Snemma á starfsferlinum var ákveðið, að Noregur og Danmörk legðu sérstaklega til rannsóknastarfsmenn og samanburðurinn yrði fyrst og fremst milli þessara landa, enda þótt litið yrði á hin Norðurlöndin samtímis. Samanburðarstarfið hefir verið unnið af þeim Rolf Hessö undir handleiðslu Retterstöl og Lisbeth Kolmos undir handleiðslu Juel-Niel- sen. Lokafundurinn í nefndinni var haldinn í Barst ritstjórn 16/09/1984. Samþykkt til birtingar 20/09/1984. nóvember 1983 á Hanaholmen og var til hans boðið af finnska rannsóknaráðinu. Var okk- ur falið að tilnefna þriðja íslenska fulltrúann og sat dr. Hannes Pétursson fundinn ásamt okkur. EFNIVIÐUR -FLOKKUN Þær upplýsingar, sem hér birtast, eru hluti vinnuskýrslu, sem lögð var fram á fundinum. Það sem varðar ísland hafa höfundar aflað og fellt að efniviðnum. Dánarorsökum er deilt niður á eftirfarandi flokka samkvæmt níundu endurskoðun hinnar alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeina- skrár (ICD-númer i sviga): 1. Eðlilegur dauði.......... (001-779) 2. Eðlilegur dauði, en orsök illa skýrgreind eða orsök óþekkt (780-799) 3. Slys...................... (E800-E949) 4. Sjálfsvíg................. (E950-E959) 5. Morð, dráp................ (E960-E969) 6. Lögmætar aðgerðir, er leiða til áverka................ (E970-E978) 7. Áverki eða eitrun, sem ekki er vitað, hvort stafar af slysi eða ásetningi............. (E980-E989) 8. Áverki af hernaðaraðgerðum ......... (E990-E999) Dánarorsökin áverki eða eitrun, sem ekki er hægt að flokka sem slys, sjálfsvíg eða morð, var tekin upp í áttundu endurskoðun sjúk- dóma- og dánarmeinaskrárinnar, en hún tók gildi hér á landi 1. janúar 1971. Ætlunin með þessari breytingu var að leyfa skráningu dauðsfalla, sem gætu verið sjálfsvíg, en ekki væri hægt að sannprófa, að svo væri. Þessi skráning dánarorsaka hlýtur að hafa í för með sér, að líkur á skráningarskekkjum hafa aukist. NIÐURSTÖÐUR Tíðni skráðra sjálfsvíga. Á mynd 1 er sýnd tíðni sjálfsviga á hverja eitt hundrað þúsund íbúa á Norðurlöndum 1880 til 1980. Sveiflur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.