Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1985, Side 24

Læknablaðið - 15.04.1985, Side 24
92 LÆKNABLAÐIÐ endanlega gerð helmingsstýfing ristils hægra megin (hemicolectomia dextra) í kjölfar æða- rannsóknar og/eða ristilspeglunar. Greining- in var í öllum tilvikum staðfest með vefja- rannsóknum eftir nákvæma staðsetningu meinsemdarinnar, með æðamyndatöku fyrir aðgerð og/eða æðaskoðun á sýninu um Ieið og það hafði verið fjarlægt. Fram skal tekið, að þessir þrír einstaklingar lágu á fleiri en einu sjúkrahúsi hérlendis vegna þessa kvilla. Sjúkrasaga I. Tæplega sjötugur karlmaður var lagður í skyndi á sjúkrahús árið 1971 vegna tjöruhægða. Endaþarmsspeglun var eðlileg. Röntgenskoðun á ristli sýndi litla poka (diverticula) á bugaristli (colon sigmoi- deum). Blæðingin var talin stafa frá þeim. Sjö árum síðar var hann á ný lagður inn vegna tjöruhægða og fersks blóðs með hægðum í þrjár vikur. Röntgenskoðanir (baríum) af meltingarvegi voru neikvæðar. Vélinda- og magaspeglun sýndi vélindisbólgu vegna bakflæðis (reflux). Endaþarms- og bugaristilsspeglun var eðlileg. Þrem mánuðum síðar var sjúklingur enn lagður inn vegna tjöruhægða. Tvískugga- röntgenskoðun á ristli sýndi tæplega tveggja sentimetra langan sepa (polyp) ofarlega í bugaristli. Ekki náðist til hans með stífum ristilspegli (rigid sigmoidoscope). Uppspretta blæðingar fannst ekki. Fjórða innlögnin sex mánuðúm síðar, nú til aðgerðar vegna áðurnefnds sepa. Skorið var inn á ristilinn (colotomia) og sepi fjarlægður (polypectomia). PAD: Polypus adenomato- sus coli sigmoidei. Fyrir fjórum árum var maðurinn lagður inn í fimmta sinn. Ferskt blóð hafði komið með hægðum öðru hverju síðustu fjóra mánuðina fyrir komu. Endaþarms- og bugaristilspeglun leiddi i ljós annarrar til þriðju gráðu innri gylliniæð. Tvískugga-röntgenskoðun ristils var eðlileg. Ristilspeglun mánuði seinna sýndi lítinn sepa í botnristli. PAD: Polypus adeno- matosus. Sjötta innlögn fyrir tveim árum vegna tjöruhægða. Ristilspeglun upp að miltis- bugðu (flexura coli sinistra) var neikvæð. Við vélinda- og magaspeglun sást sem fyrr vélind- isbólga tengd bakflæði og lítill þindarhaull (hiatus hernia), en enginn blæðingarstaður fannst. Venjulegar röntgenskoðanir reyndust neikvæðar. Sjöunda innlögnin var síðan tveim mánuðum þar á eftir, enn á ný vegna tjöruhægða. Ristilspeglun sýndi tvo rauða flekki í botnristli gegnt ristilloku og einn ofar, alla með útliti sem samræmdist angiodyspla- sia, mynd 1. Röntgenæðamynd af efri hengis- slagæð leiddi í Ijós víkkun á a. ileocolica með fyllingu æðahnykils (6x4 mm) utanvert í botnristli gegnt loku og bráða bláæðafyllingu út frá honum. Leki frá æðunum var ekki merkjanlegur. Auk þessa voru illgreinanlegar óreglulegar æðar skammt frá æðameininu. Áttunda innlögnin var mánuði síðar og voru þá ellefu ár liðin frá fyrstu innlögninni. Gerð var helmingsstýfing ristils hægra megin. Æðamynd af sýninu sýndi enn betur en áður framangreindar æðabreytingar, mynd 2A og 2B. Sjúklingur útskrifaðist fljótlega eftir aðgerð og hefur verið einkennalaus síðan. í heilsufarssögu kemur fram hækkaður blóðþrýstingur öðru hverju, (engin meðferð) og nokkur mæði við áreynslu. Að öðru leyti engin einkenni frá hjarta eða Iungum. Engin hægðatregða. Sjúkrasaga II. Hálfáttræður karlmaður, sem fyrir tveim árum, var lagður brátt á sjúkrahús vegna tjöruhægða. Endaþarms- og bugaristilspeglun sýndi svartar hægðir og blóðlifrar, en blæðingarstaður fannst ekki. Röntgenmynd af meginæð (aortography) sýndi tiltölulega sléttveggjaðar innyflaæðar án sýnilegra sjúklegra breytinga. Af tækni- Mynd 1. var tekin við ristilspeglun og hefir dœmigert útlit svarandi til angiodyspiasia. Sjá sjúkrasögu I.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.