Læknablaðið - 15.04.1985, Side 48
106
LÆKNABLAÐIÐ
ið undan veitingavaldi ríkisins og borgar-
stjórn falið raunverulegt veitingavald, sem
ráðherra síðan, að forminu til, samþykkti,
þótt það væri í beinni andstöðu við tillögur
landlæknis og þar með ekki lengur talið í
verkahring héraðslækna.
Héraðslæknar höfðu ekki borið gæfu til að
stofna með sér sérstakt embættislæknafélag
og voru þessvegna ekki í stakk búnir til þess að
mótmæla á nægilega áhrifaríkan hátt þessu
gerræði. Mótmæli fengust ekki samþykkt á
næsta aðalfundi Læknafélags íslands, en það
varð til þess, að þáverandi formaður Lækna-
félags íslands sagði af sér í mótmælaskyni,
samanber Læknablaðið (1951; xyz). Afdrif
þessa máls og versnandi kjör héraðslækna
urðu til þess, að læknar flæmdust úr landi
eftir stríð, m.a. til þess að hrista af sér
»átthagafjötra« héraðanna.
Það tókst sem sagt ekki að koma á fót
héraðslækna eða embættislæknafélagi á þes-
sum árum. Það var ekki fyrr en árið 1971, að
slíkt félag var stofnað, og þá eingöngu með
það markmið fyrir augum, að geta boðið
norrænum embættislæknum til fundar á
íslandi það ár. En þetta félag varð þó aldrei
virkur aðili í félagsmálum lækna, þótt löng
reynsla væri af slíkum félagsskap og góð á
hinum Norðurlöndunum. Að sjálfsögðu má
kenna hinum erfiðu samgöngum hér á landi
um, hvernig fór ásamt fækkun í héraðslækna-
stéttinni.
Félags- og hagsmunamál lcekna. Áður er
getið um tilraunir félagsmanna til þess að
stofna tímaritasjóð, og halda úti tímariti, sem
gengi á milli lækna, en það mistókst. Þá var
eins og fyrr er getið, einnig samþykkt að
félagið tæki að sér að vera samningsaðili,
þegar upp komu deilur um læknisbústaði og
aðra aðstöðu lækna í dreifbýli Vestfjarða.
Allmikið var rætt um embætti
aðstoðarhéraðslækna, er gætu verið tiltækir
til að taka við störfum héraðslækna, þegar svo
bæri undir. Þetta mál komst í framkvæmd.
Segja má, að Bjarni Guðmundsson,
héraðslæknir, hafi sérstaklega beitt sér fyrir
þessu máli. Þá var rætt um nauðsyn á stofnun
rannsóknastöðvar í Reykjavík sem læknar,
m.a. úti á landi, gætu sent sjúklinga sína til.
Síðan fengju þeir meðferð heima i héraði, en
þyrftu ekki að dveljast langdvölum hjá
sérfræðingum eða á sjúkrahúsum i Reykja-
vík. Fyrir þessu máli beitti sér sérstaklega
Kristján Arinbjarnar, sjúkrahúslæknir á ísa-
firði.
Taxtamálin voru mjög mikið rædd á fund-
um félagsins, því að Iengi urðu Iæknar
útundan í sambandi við dýrtíðaruppbót á
laun og aukatekjur, en um aukatekjurnar
þurfti að semja við hin nýstofnuðu sjúkra-
samlög, sem smám saman var komið á fót úti
í héruðum. Þá var rætt um fjölgun kandidata-
staða á sjúkrahúsum á íslandi, m.a. á
sjúkrahúsum utan Reykjavikur. Þetta mál var
mjög aðkallandi, þar sem Norðurlöndin
höfðu lokast fyrir íslenzkum læknum í
stríðinu. Var enn allmikið rætt um, að
héraðslæknar gætu fengið námsvist á
sjúkrahúsum til upprifjunar á fræðum sínum
og til þess að geta orðið hlutgengir sem læknar
á sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum, þar
sem sérþekkingar þurfti við, auk eðlilegra
framavona.
Árið 1944 var sérstaklega skorað á Lækna-
félag íslands að taka upp nýtt stjórnarform,
sem byggt væri meira eða minna á
svæðafélögum og þátttöku þeirra. Þetta ár
sendi Læknafélag Vestfjarða í fyrsta sinn
fulltrúa á fund Læknafélags fslands. Þá var
skorað á yfirvöld að leggja læknum í héruðum
til lyfjabirgðir (stofn) og verkfæri, er fylgdu
héruðum.
Skortur á Ijósmæðrum og hjúkrunarkon-
um var mikið áhyggjuefni héraðslækna og
sjúkrahúslækna á Vestfjörðum, og komu
fram tillögur um það, að sérstakar heilsu-
verndar hjúkrunarkonur fengju einnig þjálf-
un í ljósmæðrastörfum, svo að hægt væri að
greiða þeim laun, sem þær sættu sig við, því að
launakjör hjúkrunarkvenna og hjúkrunar-
nema, og þá ekki sízt ljósmæðra, voru yfirleitt
óviðunandi á þessum árum, og ekki að undra
þótt lítil eftirspurn væri eftir fyrrnefndum
stöðum.
FRÆÐANDI ERINDI
Kappkostað var, að fá á aðalfund félagsins
fyrirlesara, annað hvort meðal félagsmanna
eða gesti, til þess að halda erindi um áhugamál
stéttarinnar um fagleg efni.
Fyrsta erindið flutti Baldur Johnsen um
næringarrannsóknir sínar á Vestfjörðum og
víðar, sem byggðust á skólarannsóknum.
Erindi þetta var síðan birt í Læknablaðinu
(1941).