Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ
107
Seinna flutti Baldur erindi um næringar-
gildi fiskmetis miðað við matreiðsluaðferðir.
Kristján Arinbjarnar flutti erindi um gildi
núverandi c-vítamín »standards«.
Sigurmundur Sigurðsson flutti erindi um
mikla tíðni fingurmeina í sjávarplássum, þar
sem neysluvatn er lítið og óhreint.
Arngrímur Björnsson flutti erindi um lifn-
aðarhætti í Breiðafjarðareyjum.
Kjartan Jóhannsson sagði frá reynslu sinni
af meðferð sérkennilegra botnlangatilfella,
»contusio og distorsio articulorum«, leg-
skekkju og hörgulsjúkdóma barnshafandi
kvenna.
Kristján Sveinsson, augnlæknir, var gestur
fundarins 1944 og flutti þá erindi um æða-
breytingar í augnbotni.
Kolbeinn Kristófersson, þá héraðslæknir á
Þingeyri, flutti erindi um »prolapsus menisci
intervertebralis«.
Bjarni Sigurðsson sagði frá reynslu sinni af
herlækningum í Þýzkalandi í stríðinu, og
greindi frá hárri tíðni »perforatio ventriculi«
á sjúkrahúsi ísafjarðar.
Níels Dungal prófessor, sem var gestur
fundarins 1947, sagði frá framförum í
læknisfræði um og eftir stríð í Bandaríkju-
num, en hann var þá nýkominn þaðan úr
kynnisferð.
LOKAORÐ
Hér hefur verið gefið stutt yfirlit yfir stofnun
og starfsemi Læknafélags Vestfjarða, fyrsta
svæðafélags lækna á íslandi, frá 1940-1949.
Þetta ætti að gefa nokkra hugmynd um
starfsemi Læknafélags Vestfjarða fyrstu 10
árin, sem tókst vonum fremur, þrátt fyrir
erfiðar aðstæður, einkum mjög slæmar
samgöngur. Væntanlega halda yngri læknar á
Vestfjörðum sögunni áfram síðar.
Þakkir eru færðar Páli N. Þorsteinssyni
heilsugæzlulækni á Flateyri, núverandi ritara
L.F.V., fyrir hjálp við öflun frumgagna.
Grein þessi er samin í samráði við formann
Læknafélags íslands og ábyrgðarmann
Læknablaðsins til birtingar í Læknablaðinu.