Læknablaðið - 15.04.1985, Síða 54
110
LÆKNABLAÐIÐ
samþykkt viljayfirlýsing um, að læknar séu
ávallt tryggðir í starfi. Einnig var samþykkt
áskorun til Tryggingastofnunar um að liðka
til um greiðslu fyrir hin ýmsu læknisvottorð,
en eins og kunnugt er, gerir stofnunin upp við
lækna aðeins einu sinni á ári.
Nú hrannast óveðursský upp við sjóndeild-
arhring. Ekki er ósennilegt, að af boðuðu
verkfalli BSRB verði — ef breyting á högum
BSRB-manna — BHM samningar lausir — ef
breyting á högum BHM-manna — okkar
samningar lausir. Það verður þó langsenni-
legast, að okkar hlutur verði átakalaus, og að
við fylgjum BHM.
Undirritaður hefur átt sæti í nefnd, er var
skipuð af stjórn LÍ, skv. ákvörðun aðalfund-
ar 1983, til að kanna viðskipti lækna við
bankakerfið, hvort hægt væri að nýta sameig-
inlega sjóði læknafélaganna læknum til
framdráttar, t.d. við lánafyrirgreiðslu. Voru
nokkrir fundir haldnir og rætt við fulltrúa
tveggja banka, en vegna kjaraþófs í vor og
sumarleyfa nefndarmanna var verkefninu
ekki lokið fyrir síðasta aðalfund. Áfanga-
skýrsla var birt með ársskýrslu stjórnar L.í. á
aðalfundinum á ísafirði í ágúst sl. Þar sem
undirritaður gengur nú úr þesari nefnd, tel ég
afar mikilvægt að unglæknar fái að skipa
mann í minn stað til að fylgjast með því, sem
þar gerist. Árangur af starfi þessarar nefndar,
sem ég er sannfærður um að orðið umtals-
verður, getur komið okkur mjög til góða.
C.S.
SKÝRSLA FRÆÐSLUSTJÓRA FÉLAGS
UNGRA LÆKNA
Haldinn var fundur um framhaldsnám lækna
erlendis í Domus Medica þ. 12.3.1984.
Fengnir voru gestir sem reynslu höfðu af því
að búa og starfa í þeim löndum sem íslenskir
læknar sækja helst framhaldsnám til. Einnig
komu læknar sem fengið höfðu fram-
haldsnámsstöður erlendis og fjölluðu um
hvernig ætti að sækja um þær. Var fundurinn
vel heppnaður með húsfylli í litla salnum.
Kom margt fróðlegt fram og er ástæða til að
hafa slika fundi oftar. Helst má gagnrýna að
fjallað var um öll helstu framhaldsnámslönd-
in og var því tíminn helst til knappur.
Mikið hefur verið rætt um framhaldsnám
hérlendis og hafa stjórnarmeðlimir og/eða
fulltrúar stjórnar nú síðustu árin setið í
mörgum nefndum þar að lútandi. Ýmsar
nýjungar eru á döfinni í því sambandi, t.d.
situr undirritaður í nefnd með yfirlæknum
lyflækningadeilda á spítölum í Reykjavík.
Fyrirhugað er að aðstoðarlæknar í ársstöðum
(super kanditatar) á lyfjadeildum fari í vi-
kukúrs í mars á hverju ári. Verða það fyrst og
fremst fyrirlestrar og hugsanlega krossapróf í
lokin. Þátttakendur munu fá frí að mestu frá
kliniskum störfum á meðan á kúrsus stendur.
JJJ
SKÝRSLA RÁÐNINGASTJÓRA
Ráðningamálin hafa á tímabili núverandi
ráðningastjóra haldist í nokkru jafnvægi.
Síðastliðinn vetur tapaðist ein staða á hand-
læknisdeild Landspítalans undir súper-
kandídat, en á móti kom, að við bættist ein
staða aðstoðarlæknis á lyflæknisdeild Borg-
arspitalans. Á síðarnefnda staðnum breyttust
jafnframt allar stöðurnar í 5 mánaða stöður,
þ.e. úr fjögurra mánaða stöðum. Sama er nú
yfirvofandi frá og með 1. febrúar 1985 á
lyflæknisdeild Landakotsspítala. Þessar
breytingar eru tilkomnar fyrir þrýsting frá
yfirlæknum þessara deilda. Telja þeir manna-
skiptingar of örar og þannig séu menn rétt
komnir með góða starfsþjálfun, þegar þeir
þurfa að hætta. Við ráðningastjórar höfum
ekkerthaftámótiþessumbreytingumogíreynd
einfaldar þetta aðeins ráðningamálin, þar sem
skiptingar verða færri, en heildarfjöldi
vinnumánaða, sem til ráðstöfunar eru fyrir
kerfið, er óbreyttur.
Síðastliðinn vetur má segja, að hafi í fyrsta
sinn borið á umtalsverðu atvinnuleysi, og var
það á tímabilinu frá nóvember til febrúar.
Þegar mest var, þá voru þetta um 7 manns, en
enginn þeirra þurfti þó að vera án atvinnu
lengur en 1 -2 mánuði í einu. Var þetta nokkru
meira en veturinn þar á undan.
í vor og sumar var aftur á móti líkt og áður,
sami vandinn með að ráða til afleysinga í
sumarleyfisstöður. Var þetta öllu verra nú en
oft áður, þar sem ameríska prófið var nú
haldið í lok júlímánaðar i stað september
áður. Þannig lagðist saman, að fjöldi þeirra,
sem tóku frí til próflesturs, og hinna, sem
tóku sér frí til annarra iðkana, varð umtals-
verður. Þetta varð til þess, að í haust komu
fleiri til vinnu en áður í ágúst og september, en
úr því leystist, og ekki kom til atvinnuleysis.