Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1985, Síða 61

Læknablaðið - 15.04.1985, Síða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 113-15. 113 ÁVARP flutt á árshátíð Læknafélags Reykjavíkur á Hótel Sögu 19.janúar1985 Ágæta samkvæmi! Það má ekki minna vera en að við, gestir ykkar í kvöld, þökkum fyrir gott boð, meðan borðin svigna undir góm- sætum krásum, og auðvitað bráðhollum líka, en dýrar veigar glóa á hverri skál. Ef einhver tæki upp á því að líta í kirkjubækur eða þjóðskrána, sem auðvitað er ekkert annað en popúler heildarútgáfa af kirkjubók þá kæmi náttúrlega á daginn að við kandídatarnir frá 1940 erum komnir á hinn margfræga raupsaldur. Engu að síður mun- um við láta ónotað þetta tækifæri til þess að tíunda eigin afrek, en höfum þess í stað kosið að rifja upp minningabrot frá liðinni tíð og skyggnast um af heimahlaði, eins og gamlir sveitamenn gjarnan komast að orði. Þegar við tókum embættispróf, voru ekki liðin full hundrað ár frá því byrjað var að svæfa uppskurðarsjúklinga, og ekki nema þrír aldarfjórðungar frá því Lister sannaði með karbólsýrumeðferð sinni, að hægt er að bægja sýklum frá athafnasvæði læknisins, en þetta tvennt gerði það að verkum, að skurð- lækningar í þeim skilningi, sem við þekkjum þær nú, gátu hafist fyrir alvöru. Þegar við luk- um prófi, var naumast liðin hálf öld síðan þýski eðlisfræðingurinn Röntgen uppgötvaði geislana, sem við hann eru kenndir og opn- uðu nýjar og margbrotnar leiðir til sjúkdóms- greininga og raunar lækninga líka. Og Vir- chow, samlandi hans og samtíðarmaður, að vísu nokkrum árum eldri, lagði grundvöllinn að meinafræði nútímans, en ekki þori ég að teygja mig út í hans fag, af því að Ólafur Bjarnason er hér á næstu grösum. Og jafnvel á því herrans ári sem við nú lifum, vantar nokkuð á að öld sé liðin frá því er McBurney birti sína klassísku ritgerð um botnlangabólgu, sem varð til þess að mönnum lærðist að stemma stigu við sjúkdómi, sem í eðli sínu er banvænn, ef hann fær að leika lausum hala. Svona ung er læknisfræðin sem vísindagrein. Meðan við þremenningarnir vorum í lækna- deildinni, komu súlfalyfin til sögunnar og gerbreyttu batahorfum margra, meðal annars þeirra, sem veiktust af lungnabólgu, en hún var þá einn algengasti og mannskæðasti sýklasjúkdómur, sem herjaði á mannkindina hér á landi sem annars staðar. Mér er enn í minni, þegar tveir unglingspiltar voru Iagðir inn á Iyfjadeild Landspítalans með heila- himnubólgu og var þeim að fenginni reynslu vart hugað líf. En þeim voru gefin þessi ný- móðins lyf og menn biðu spenntir. Prófessor Jón Hjaltalín var eins og flestir stéttar- bræður hans vantrúaður á kraftaverk; hann klóraði sér í vanganum og sagði: »Þeir deyja nokk, báðir tveir.« En drengirnir hjörnuðu við og urðu albata. Þá held ég að öllum viðstödd- um hafi skilist að fræðigrein okkar stóð á tímamótum. Skömmu síðar kom penisillínið á mark- aðinn og verður og ekki rakin hér sú mikla saga, sem þá var að hefjast. En svona eru nútíma-lækningar ungar. »The Youngest Science« heitir skondin bók sem ágætur vísindamaður, Lewis Thomas að nafni, skrif- aði nýlega um Iæknisævi sina og framgang læknisfræðinnar á okkar dögum. Læknislist- in er ævagömul, en læknavísindin kornung. Hvernig í ósköpunum fóru læknar að í starfi sínu fyrir daga Listers og Röntgens? Ekkert svar, við vitum það varla, við kennum í brjósti um þá. En hvað skyldu margar kynslóðir eiga eftir að koma og fara áður en læknar framtíðarinnar segja hver við annan: »Hvern- ig í ósköpunum fóru þessir menn að í starfi sínu, áður en lækningin fannst við krabba- meininu?« Við vorum sex sem tókum próf umrætt vor og einn hafði lokið því fyrr á árinu. Sjö nýir læknar; það þætti ekki stór árgangur núna. Af okkur vormönnunum eru þrír fallnir í valinn: Sigrún Briem fórst með Goðafossi fjórum árum eftir próf, Skarphéðinn Þorkelsson dó

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.