Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1985, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.12.1985, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 337 febrúar...« eða »Sjöunda mars...«. Hver man upphaf föstunnar stundinni lengur? Lestu aldrei beint úr handriti. Þú lærir sjúkrasöguna utan að. Til vonar og vara hefurðu minnisblöð, þar sem ritaðar eru stórum stöfum dagsetningarnar og tímabilin, sem að áður var minnst á og þær niðurstöður rannsókna, sem þú ætlar að segja frá. Greindu ekki í upphafi frá endanlegri sjúkdómsgreiningu og heldur ekki frá árangri meðferðar. Dálítil spenna sakar ekki og hún heldur athyglinni vakandi. Oftast nægir að segja frá þvi í upphafi, hvers vegna viðkom- andi kom í stofnunina. Gerðu þá einnig grein fyrir því, hvers vegna þessi einstaklingur og sjúkrasaga hans voru valin. Að loknum inngangi má leggja málið upp á eftirfarandi hátt: Sjúkrasagan er rakin og greint frá um- kvörtunum sjúklings, sjúkdómseinkennum (symptoms) og því sem fundist hefur við skoðun, sjúkdómsteiknum (signs). Sé ástæða til að sjúklingur sé nærstaddur, er kominn tími til þess að hann birtist. Þú gleymir því aldrei, að sjúklingur er mannleg vera og þú lítur á hann sem skjól- stæðing þinn. Hann þarf á stuðningi þínum að halda, þegar þú dregur hann inn í veröld sem honum er framandi. Sýndu þvi nærgætni og láttu viðkomandi halda andlegri og líkamlegri reisn sinni. Góð regla er að kynna hópinn fyrir sjúkl- ingi, en að sjálfsögðu er áður búið að útskýra fyrir viðkomandi, hvað til stendur og fá samþykki hans (informed consent). Nú hafa viðstaddir tækifæri til þess að spyrja sjúkling nánar og ganga úr skugga um sjúkdómsteikn. Að þvi loknu er sjúklingi þökkuð koman. Þessu næst greinir þú frá þeim sjúkdóms- greiningum, sem fyrir liggja og þeim rann- sóknaniðurstöðum, sem máli teljast skipta. Ónauðsynlegt er að lesa upp langar runur talna, sem liggja innan viðmiðunarmarka. Oft er nóg að sýna á einni glæru upptalningu rannsóknanna og segja: »Engin þessara gaf neitt óeðlilegt til kynna«. Ef eitthvað hefir reynzt óeðlilegt, má skrifa niðurstöður með öðrum lit eða undirstrika heiti rannsókna og draga þannig athygli viðstaddra að þeim. Sleppir þú einhverju úr, sem áheyrendur telja að skipt geti máli, geta þeir innt þig eftir þeim atriðum í umræðu. Betra er að sleppa úr, heldur en að ofhlaða efnið með smáatriðum. Styttingar og skammstafanir geta fallið inn í símskeytastílinn á stofugangi. Forðastu þær á fundum. Þegar þú rekur niðurstöður blóð- meina-, meinefna- og skyldra prófa, eiga viðmiðunargildi að fylgja með. Ólíklegt er, að allir viðstaddir muni öll slík. Máli þínu lýkur þú á því, að draga aðalatrið- in saman í örstuttu máli og eiga þau að renna stoðum undir endanlega ályktun þína. Hæfileg lengd erindis af þessu tagi er fimmtán mínútur, en aðalatriðið er, að áheyrendur hafi nægilegan tíma til þess að spyrja um og ræða einstaka þætti. Gættu þess að b/anda þér ekki um of í umrœðuna. Þú kemur vel undirbúinn til leiks og hefur nýjustu þekkingu á takteinum. Stilltu þig um að vitna í nýjustu greinarnar eða handbókina, nema að þörf krefjist eða að eftir sé kallað. Þú átt annars á hættu að rífa niður, það sem þú hefur vel gert áður. Endurskoðaðu frammistöðu þína í hópi jafningja þinna (peer-review). Fáðu jákvæða gagnrýni og ábendingar um það, sem miður fór í efni og framsetningu og hvernig betur hefði mátt gera. Með slíkt vegarnesti munt þú gera betur næst. »Speaking is an art by itself.« Clifford F. Hawkins (3) UNDIRBÚNINGUR FYRIRLESTURS Hverfum þá aftur að boðinu um að flytja fyrirlestur. í bréfi er skilgreint, að þú eigir að segja frá könnun, sem þú ert aðili að og að þú færð tíu mínútur til þess að flytja mál þitt. Jafnvel þó að þú hafir birt grein um efnið eða um hluta efniviðarins, láttuþérekki detta íhug að nota greinina tilþess að lesa beint upp úr henni. Slíkt væri jafn fráleitt og það, að ætla sér að fá erindið fullbúið birt óbreytt sem grein. Þvílíkur er eðlismunur greina og fyrir- lestra. Fyrir þér liggur, • að lýsa staðreyndum, • að koma þeim í rökrétta skipan, • að setja staðreyndirnar fram á mannamáli, þannig að allir geti skilið þig, • að leggja til aðrar staðreyndir, sem styðja mál þitt ásamt nægjanlegum upplýsingum og myndlýsingu og • að draga ályktanir af þeim gögnum, sem fyrir liggja. (Þar greinir þú á milli ályktana,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.